Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Blaðsíða 9

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Blaðsíða 9
IBSENSRANNSAKENDUR OG HENRIK IBSEN 9 nokkrum réttindum, um leið og hann afhendir handrit sitt. Hann hefur a. m. k. ekki minni rétt en rannsakendur til eigin skilnings á verkinu eins og það liggur endanlega fyrir. Og þegar haft er í huga, að hann er einn síns liðs, en þeir mýmargir, sem sækja að honum, er sízt að undra, þó að hann geti átt það til að stugga óþyrmilega við þeim, sem þykjast einir vita, hvað fyrir honum hafi vakað. En á það vil ég minna, að ennþá hefur saga Ibsensrannsókna ekki verið skrifuð. Og ég hef ekki í hyggju að færast það í fang. Undanfarin ár hafa ýmsir bent á nauðsyn þess að fá nákvæmt yfirlit yfir skoðanir manna og stefnur á ýmsum skeiðum samfélagsins. Viðfangsefnið er óhemju yfirgripsmikið, þegar til kastanna kemur, og verður enn flóknara sökum þess, að það er á sviði alþjóðlegra vísindarannsókna, en þær mótast jafnan af því, hvar menn eru á vegi staddir í hverju landi fyrir sig, og af aðstæðum þar. Það er sitthvað að sjá ,,Brúðuheimilið“ í Brazilíu og á Islandi. Sá fyrsti, ég gæti kannski sagt hinn merkasti, sem ég læt Ibsen ræða við, er skáldbróðir hans Björnstjerne Björnson. Hann hefur í senn sem ráðunautur, vinur og bókmenntarýnir blaða og tímarita örvandi og ögrandi áhrif á Ibsen, þegar hann stóð á tímamótum, þó að hann færi jafnframt í taugarnar á honum. Fyrir tólf árum veittist mér sú ánægja að flytja fyrirlestur við Há- skóla Islands um Björnstjerne Björnson og Norðurlönd, er birtur var á sínum tíma í Skírni. Eg verð að játa, að það er að ýmsu leyti aðgengi- legra og auðveldara verk en segja frá Henrik Ibsen. Athafnamaðurinn og frelsishetjan Björnstjerne Björnson sendi frá sér kynstur af alls kyns áhugaverðu og lifandi efni. Hann barðist fyrir málstað allra þeirra, sem honum fannst bera skarðan hlut frá borði eða vera troðið á - án þess að leiða hugann að því, hvað það gæti kostað hann. Vegna stuðnings hans við málstað íslendinga sneru sumir beztu vinir hans í Danmörku við honum bakinu, en ekkert fékk haldið aftur af honum, þegar samvizkan svo bauð, og það kom oft fyrir bæði í stóru og smáu. Frelsisbarátta var ekki Henrik Ibsen síður hugstæð, en ekkert var fjær honum en að búa um sig í götuvirki og láta skotin dynja þaðan stór og smá. Hann var öðrum fremri í hugmyndafræði, en þar fjallaði hann um frelsun mannkynsins sem eitt hugtak. Honum var ekki að skapi að skipa sér í raðir stjórnmálaflokka eða minni hópa líkt og Björnson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.