Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Side 14

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Side 14
14 HARALD L. TVETERÁS Maður skyldi ætla, að hann hafi verið kominn í sterka aðstöðu. Með „Brandi“ barst nafn hans vítt um Norðurlönd, í Mið-Evrópu vissu menn þá þegar um hann, og „Pétur Gautur“ ætti að standa fyrir sínu. Ibsen hefði átt að kæra sig kollóttan um grunnfæra ritdóma. En takið eftir, hvað hann skrifar Björnson: „Ef ég væri í Kaupmannahöfn og mér væri þar einhver jafn nákominn og Clemens Petersen er þér, þá hefði ég heldur lamið hann til óbóta en láta hann komast upp með að misbjóða sannleika og réttlæti á jafn freklegan hátt . . ..“ Og seinna segir hann ennfremur: „Samt sem áður fagna ég því að vera hafður fyrir rangri sök, ég sé í því guðlega forsjón og vilja, þar sem ég hef tvíeflzt við hverja raun. Ef þeir vilja stríð, þá skulu þeir fá það. Ef ég er ekki skáld, hef ég vissulega engu að tapa. Eg mun beita aðferð ljós- myndarans. Eg mun taka fyrir samtíð mína í heimahögum, hverja persónuna á fætur annarri eins og ég gerði það í Málstræverne (Mál- streitumönnunum). Eg mun ekki hlífa barninu í móðurlífi, ekki leynd- ustu hugsunum og tilfinningum nokkurrar sálar á bak við töluð orð, ekki neinum, sem á þann heiður skilinn að lenda þar.“ Þetta segír ekki lítið um þau öfl, sem tókust á um hann, og þær andstæður, sem bjuggu í honum. Og svona ,,kast“, ég held við getum ekki kallað það annað, átti hann til með að fá, þó að hann væri orðinn viðurkenndur úti um víða veröld. Það er áríðandi, að þessi hlið stór- skáldsins komi skýrt fram - smámunasemin, illgirnin, hefndarþorst- inn. Við skulum ekki sýna honum neina hlífð. En jafnframt var hann hinn mikli boðberi siðlegrar breytni, refsivöndur samfélagsins, mál- svari frelsis og mannþekkjari. Já umfram allt mannþekkjari, þar hafði hann orðið að kanna myrkustu afkima sálarlífsins og afhjúpa leynd- ustu hvatir athafna sinna og hugsana. Ranghverfunni á honum eigum við það að þakka, að hann varð þessi einstaki mannþekkjari. Hann tók linnulaust sjálfan sig til bænar, sökkti sér í sálardjúpið. Fyrir honum var að yrkja að halda dómsdag yfir sjálfum sér. Það höfum við beint eftir honum sjálfum, og okkur er óhætt að taka það trúanlegt. Hann gerði það sí og æ. Mikið hefur verið ritað um fyrirmyndir Ibsens að ýmsum mann- gerðum hans, og hann fór ekki dult með, að hann studdist við lifandi fyrirmyndir. Skáldi er engu óeðlilegra en myndlistarmanni að notast við fyrirmyndir, sagði hann. Eg hef sjálf'ur skrifað ritgerðarkorn fyrir mörgum árum um sænska Ijóðskáldið Carl Snoilsky sem fyrirmynd að Rosmer í Rosmersholm. Enginn vafi leikur á því, að Snoilsky var Ibsen mjög hugstæður um það

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.