Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Qupperneq 24

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Qupperneq 24
24 VILHJÁLMUR BJARNAR Jafnframt hafði hann lengst af með höndum kennslu í norrænum málum, bókmenntum og goðafræði til ársins 1946. Halldór naut mikils álits meðal samkennara sinna og samverkamanna á Háskólabóka- safninu, og engu síður meðal fræðimanna í norrænum fræðum utan Cornell-háskólans. Atti hann víðtæk bréfaskipti við marga þeirra, bæði Islendinga og annarra þjóða menn. Halldór var afkastamaður mikill. Mesta stórvirki hans voru óefað hinar prentuðu skrár, er hann gerði yfir bókakost safnsins og út komu árin 1914, 1928 og 1943 og ná til um 24000 binda að riturri um rúnir meðtöldum, en um þau birti hann sérstaka skrá 1918. Með þessari útgáfustarfsemi má segja, að Halldór hafi gerzt leiðandi maður í íslenzkri bókfræði. Þá gafhann út í 40 ár safnverkiblslandica, og bera 32 af 41 bindi, sem út hafa komið til þessa dags nafn hans. I því riti birti Halldór bókaskrár (Sögu- og Edduskrár), fjallaði um bókfræði, hand- rit og ævisögur og gaf út ýmsa texta. Auk þess birtist eftir hann í blöðum og tímaritum fjöldi ritdóma og greina um ýmis efni. Þegar Halldór lét af störfum 1948, tók Kristján Karlsson við bóka- varðarembættinu. Árið 1952 var hann leystur af hólmi af Jóhanni S. Hannessyni, en ég kom að safninu 1. júlí 1960. Víkjum þá aftur að safninu. Nærri fer, að í tíð Halldórs hafi bóka- kostur safnsins þrefaldazt að bindatölu, en í dag er það um 33 000 bindi. Þar með er það hið stærsta safn í íslenzkum fræðum í Vestur- heimi. Safnið er til húsa á umgirtu svæði („búri“ eins og við köllum það vestra) á annarri hæð aðalbókasafnsbyggingarinnar. Þungamiðja safnsins - og það af bókakosti þess, sem mest er notað, eru útgáfur og þýðingar fornrita okkar og rit á ýmsum málum svo sem Norður- landamálum, ensku, frönsku og þýzku, sem fjalla um eða snerta þær bókmenntir á einn eða annan hátt. Þannig er t. d. mikið af bókum um mál, trú, sögu og siðvenjur norrænna þjóða á miðöldum, einkum Norðmanna og Islendinga. I öðru lagi eru íslenzkar bókmenntir - í víðasta skilningi þess orðs - síðan á 16. öld: bækur, bæklingar, blöð og tímarit, hvort sem þau rit voru prentuð á Islandi eða annars staðar, - svo og rit Islendinga á erlendum málum og önnur rit á erlendum málum um Island og íslenzk málefni í öllum greinum. Notkun safnsins hefur aukizt síðan kennsla var hafin að nýju í norrænum fræðum haustið 1963. Einnig er nokkuð um bókaútlán til annarra háskólabókasafna vegna fræðimanna, sem þeim eru tengdir. Þá ber við og við gesti að garði til að færa sér bókakost safnsins í nyt. Þess má geta, að Richard Beck og Stefán heitinn Einarsson byggðu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.