Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Side 25

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Side 25
FISKE-SAFNIÐ í ÍÞÖKU 25 hinar íslenzku bókmenntasögur sínar á ensku mestmegnis á bókakosti Fiske-safnsins. Safnið hefur notið ýmiss konar stuðnings utan Cornell-háskólans. Má fyrst geta árlegs styrks til bókakaupa á Islandi, sem Mennta- málaráðuneytið hefur veitt því síðan 1958. Var til styrksins stofnað í tilefni áttræðisafmælis Halldórs heitins. Þá var mikils virði sá stuðn- ingur, sem safnið naut frá meðlimum Bókaútgefendafélags Islands (áður Bóksalafélags Islands), sem veittu því um margra ára bil, meðan aðstæður voru aðrar en nú, 50% afslátt af bókaverði. Hér má enn nefna sjóð til bókakaupa, sem stofnaður var 1964 af manni að nafni Peter B. Dirlam, frá Southbridge í Massachusettsríki, sem útskrifaðist frá há- skólanum 1956. Áhugi þessa manns á Islandi og Fiske-safninu hafði kviknað, er hann sótti námskeið í íslenzkum formbókmenntum („Edda og saga“), sem fyrirrennari minn Jóhann S. Hannesson hélt á sínum tíma. Pá má að lokum geta mjög rausnarlegs styrks, sem safninu var nýlega veittur til þriggja ára af Menningarsjóði Bandaríkjanna (Nat- ional Endowment for the Humanities) til þess að endurskrásetja og flokka bækur safnsins og færa alla spjaldskrá inn á tölvubanka, sem staðsettur er í Ohio-ríki. Við það verður bókakostur safnsins miklu aðgengilegri fræðimönnum um gervöll Bandaríkin og jafnvel víðar. En safnið sjálft hefur upp úr fyrirtæki þessu fyrstu heildarspjaldskrá yfir bækur þess, síðan fyrsta bindi hinnar prentuðu bókaskrár safnsins var gefið út 1914. Umsóknin um styrkinn var reist á þeirri forsendu, að safnið mætti telja einn af þjóðardýrgripum Bandaríkjamanna. Felur styrkveitingin því í sér mikla viðurkenningu á ágæti safnsins, enda er safnið vel þekkt, hvar sem íslenzk og norræn fræði eru stunduð um víða veröld.

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.