Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Qupperneq 38

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Qupperneq 38
38 JÓN STEFFENSEN Stiftamtm. til Videyar / 2. júní, beg[yndte] Videyar Auction - varadi til 5te hlióp 783 rd 21 s.“ Þann 5. júní skrifar Sveinn heitkonu sinni, Þórunni Bjarnadóttur, skýrslu um uppboðið og greinir henni frá því, að lögmaður hafi neitað að greiða ávísunina. / ,,6. júní, skrev Stiftamtm. / 8. júní, Invitfation] til Stiftamtm.“ Þann 12. júní ritar Sveinn umsókn um lektorsstöðu við latínuskóla Reykjavíkur, og daginn eftir fara þeir Vigfús Þórarinsson sýslumaður aftur austur að Hlíðarenda (Sveinn Pálsson 1945, 347). Síðan er hljótt um þessi mál í dagbókum Sveins þar til 19. júlí, að segir: ,,kom Eggert feck 200 rd hvar af 16 rd til Bergm. [Þ. e. Þorkels Guðmundssonar Bergmanns (1746-1815)] 100 rd hiá S[ýslu]m[anni] Thorarensen og 84 rd mer sendir.“ Eggert Bjarnason fylgdarmaður Sveins hefur eflaust verið skilinn eftir fyrir sunnan til að ganga frá málefnum hans þar, þegar úr rættist greiðslu ávísunarinnar, og fór þar greinilega mun betur en áhorfðist 5. júní, er Magnús Stephensen neitaði að greiða 100 rd, því að svo fór, að hann varð að láta 200 rd af hendi rakna. Frá þessum óvæntu málalokum skýrir Sveinn ekki í journal ársins 1794, en lætur lesanda hans halda, að hann hafi á eigin kostnað farið í austurferðina, eða eins og hann orðar það: ,,Hvað sem tautar, legg ég í guðs nafni upp í hið fyrirhugaða ferðalag í sumar, en - án peninga, án nokkurrar vísbendingar frá félagsstjórninni, án þess að greiða vetrardvöl mína, í stuttu máli án þess að hafa nokkra hugmynd um, hvenær reiðarslagið dynur yfir, og þrátt fyrir alla heimspekinga og rógbera“ (Sveinn Pálsson 1945, 347). Þessar athyglisverðu upplýsingar dagbóka Sveins hafa farið framhjá Þorvaldi Thoroddsen, því að hann greinir frá atvikum að öllu sam- kvæmt journalnum (Þorvaldur Thoroddsen 1902, 158-159) og bendir á hinar þungu ásakanir Sveins í garð Magnúsar og segir: „Upp frá þessu voru þeir jafnan óvinir,“ og heldur síðan áfram: „Magnús gjörir síðar í ritum sínum mjög lítið úr starfi Sveins, og Jón Éspólín þræðir orð Magnúsar í Arbókunum.“ Hér á Þorvaldur við Eftirmæli 18. aldar, og er það sérstakt, að það skuli hafa farið framhjá honum, að vitnað er til þeirra í Eldriti Sveins, og raunar hef ég ekki rekizt á, að aðrir en Haraldur Sigurðsson (1978, 186) hafi veitt því athygli. Tyge Rothe etazráð (1731-1795) var ekki í stjórn Naturhistorie Selskabets, eins og Thoroddsen (1902, 158) segir, en hann var meðal stofnenda þess, og sonur hans var ritari félagsstjórnarinnar (en ekki í stjórn) og þannig í aðstöðu til að fylgjast náið með gerðum hennar. Sveini var þetta vel kunnugt og þess vegna með ólíkindum, að hann léti svo umbúðalaust í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.