Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Page 40

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Page 40
40 JÓN STEFFENSEN Magnússon var landfógeti, en dvaldist í Kaupmannahöfn síðan 1782, svo að Jón varalandfógeti, sonur hans, gegndi embættinu. Hann var óreglusamur og mun hafa átt drjúgan þátt í þeim fjárhagsvandræðum, sem Skúli faðir hans var í og urðu honum að lokum ofviða. Sveinn var vel kunnugur Jóni Skúlasyni og átti margar ferðir út í Viðey á náms- árunum, auk þess sem hann var fylgdarmaður Jóns á 9 daga þingaferð um Gullbringusýslu sumarið 1785. I dagbókunum getur Sveinn um komu kammerherra Levetzow og Magnúsar Stephensens, „til ad ob- servera Physice et oeconomice Elds“ með skipi í Hafnarfjörð 16. apríl 1784. Og í júlífréttum 1785 segir: „Með Hólmara þ. 6ta kom vor nýi Stiptamtmadur Levetzow og farangr hans item commissar Stephensen ad auctionera stólsjardir.“ /1 maí fréttum 1786 segir: „d. 2. tók sig upp Levetzow og suspenderadi báda Landf[ógetana] for Casse mangel, den 4. constitueret landffógeti) Lindahl og sendr að imodtage docu- menter etc., d. 6te sendr Jonæus [Jón Jónsson (1747-1831)] ad ser- vetera en vard ei af vegna flutningaleisis. Gud hjálpi sínum, Maí 9. Seqvestratio i Videy.“ / Ágúst fréttir 1786: „d. 5. kom Fálkaskipid med því Landfog[eti] Skúli, vissi eckert af sinni Suspension.“ Skúli heimtaði, að frávikningin yrði afturkölluð og sér fengin í hendur skjöl embættisins. Við þeirri kröfu vildi stiftamtmaður ekki verða, þó að landfógeti legði fram reikning síðasta árs, er sýndi, að í sjóði ætti að vera 74 rd, en ekki 1200 rd, eins og stiftamtmanni taldist til. Málið fór síðan til dóms, er Vigfús Þórarinsson, þá sýslumaður Kjalnesinga og mágur Jóns Skúlasonar varalandfógeta, dæmdi. Dóm- urinn gekk Skúla í vil, en stiftamtmaður neitaði að framfylgja honum og kvaðst myndu áfrýja til hæstaréttar. En ríkisstjórnin ákvað, að undir- réttardómurinn skyldi standa og Skúli settur aftur í embættið. Þannig var háttað um stjórn landsins, er Sveinn sigldi til Hafnar haustið 1787, en þegar hann sté aftur á íslenzka grund 2. ágúst 1791, var Ólafur Stefánsson orðinn stiftamtmaður eftir Levetzow, sem jafnframt hafði verið amtmaður suðuramtsins, en þá stöðu fékk Ólafur ekki, heldur norskurmaður,T. H. Meldahl (1753—1791). Ólafurbjóál nnra-Hólmi og haíði þannig mun lakari laun en Levetzow haíði haft. Magnús Stephensen, sem bjó á Leirá, var lögmaður norðan og vestan, hafði tekið við því embætti af Stefáni Thorarensen, sem nú var amtmaður norðan og austan. Stefán Stephensen var varalögmaður í norður- og vesturamtinu og bjó á Hvítárvöllum. Jón Skúlason var látinn, en Skúli gamli (f. 1711) var enn landfógeti, og haíði ekkert greiðzt úr fjár- hagserfiðleikum hans, svo að Ólafur stiftamtmaður erfði þann vanda

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.