Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Blaðsíða 54

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Blaðsíða 54
54 GRÍMUR M. HELGASON Allskonar handrit, þó ekki sé nema bréfasöfn, ef það er eftir nokkurn merkismann. Nákvæmar get ég ekki sagt þér, en ætíð er betra meira en minna, ef það fæst . . .“4 „ . . . Pér eruð mikill fornfræðavinur, og kvað eiga margt fágætt og fróðlegt; ef ég mætti vera svo djarfur að manga til við yður, þætti mér gaman að heyra, hvað þér hafið helzt af þessháttar, t. a. m. handritum eldri og yngri, fornkvæðum, rímum o. s. frv. . . .“5 ,, . . . Það er gaman að fá bókaskrá frá þér og skruddur. En gleymdu heldur ekki handritum, vísnabókum og kvæðabókum, dómabókum, enda boðsbréfum og alls konar smádóti. . ,“6 Vinir og kunningjar Jóns brugðust jafnan vel við þessu kvabbi hans, en það voru fleiri á ferli, sem litu bækur og handrit hýru auga en þeir, sem ráku erindi Jóns, og þá hét það svo, að eigi væri það laust, sem fjandinn héldi. Sumir söfnuðu í sarpinn í nokkur ár og sendu svo Jóni forðann til Hafnar:,,. . . ég er svo góður búmaður, að ég safna og sendi þér galdrabækur, riddarasögur og það, sem merkilegast er bók, sem að Brynjólfur biskup hefir látið afskrifa. Seg þú mér, hvernig þér lízt á hana, þegar þú færð hana. Allt þetta, hérumbil 30 númer, er ég nú að láta í kassá, og hefi ég ekki getað safnað meiru í 5 ár til að senda þér með Stykkishólmsskipinu, en meira get ég ekki útvegað . . ,“7 „ . . . Nú sendi ég þér það, sem ég hefi safnað í 6 ár af manuscripta, meira get ég ekki, því enginn brunnur er svo djúpur, að ei verði uppausinn . . ,“8 Ekki brugðust þó allir jafngreiðlega við bónum Jóns, af ástæðum, sem hann mun hafa skilið manna bezt sjálfur: ,,. . . Skruddur eða gömul bréf hefi ég engin komizt yfir og býst ekki við að geta orðið við bón yðar því viðvíkjandi. Nokkrir hafa haft á orði, að þeir ekki vilji, þó gætu, láta gamlar bækur út úr landinu og vilja, að safn Bókm. félagsins væri allt hingað komið . . ,“9 Jóni var það einmitt efst í huga, að íslenzkar gersemar lentu ekki í hendur útlendingum, en löndum hans sumum hefur þótt sem handritin væru þjóðinni glötuð, ef þau færu úr landi, og mætti þá einu gilda, hvort viðtakandi væri íslenzkur eða erlendur. Baldvin M. Stefánsson prentari á Akureyri og síðar á Seyðisfirði var einn í söfnunarhirð Jóns Sigurðssonar. Honum farast svo orð í bréfi til Jóns 27. sept. 1863, að sér hafi gengið ærið illa að fá saman handrit fyrir hann, m. a. vegna þess að hann þekki fáa og ferðist lítið. ,, Jón Borg- fjörð bætir heldur ekki úr fyrir manni,“ bætir hann við, „hann er eins og skrattinn allsstaðar og sýgur út úr hverjum manni það, sem honum er mögulegt, hann á líka flest af handritum af þeim, er ég þekki. Eg hefi séð hjá honum allmerkileg handrit og bækur . . .“10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.