Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Qupperneq 55
,,AF SKRIFUÐUM SKRÆÐUM ER ALLT GOTT“
55
Jón Borgfirðingur var einmitt einn þeirra manna, sem hvað ötulast
gekk fram í því að safna handritum fyrir Bókmenntafélagið og Jón
Sigurðsson, haldinn óslökkvandi ástríðu á söfnun bóka og handrita og
byrjaði þegar í æsku að draga að sér bækur og handrit. Mörg bókin og
handritið hefði glatazt með öllu, ef hann hefði ekki fest hendur á þeim.
Jón Jónsson Aðils segir um hann í grein í Skírni 1913: „Honum rann til
rifja, er hann sá illa hirt um bækur eða handrit, og vildi ekki vita
minnsta snepli fleygt, ef eitthvað var á hann prentað eða ritað. Sjálfur
sýndi hann mér einu sinni blaðadót í handritasafni Bókmenntafé-
lagsins, sem hann kvaðst hafa skarað út úr hlóðum á sveitabæ einum.
Hafði hann komið þar af tilviljun, rétt í því er eldabuskan ætlaði að
snerpa undir katlinum, og ekki verið seinn á sér að hirða dótiðA11
Og Finnur Sigmundsson fyrrum landsbókavörður kemst svo að orði
umjón Borgfirðing: ,,I Landsbókasafni eru margar minjar Jóns Borg-
firðings, og mundi þykja þar skarð fyrir skildi efallt, sem merkt er nafni
hans, væri horfið þaðan. Hann var um langt skeið ötull hjálparmaður
Jóns Sigurðssonar við söfnun handrita og prentaðra bóka . . . Eftir
dauða Jóns Borgfirðings eignaðist Landsbókasafnið einnig allt sem
það vildi af prentuðum bókum hans og handritum og fékk þar margan
góðan grip og fáséðan, ekki sízt smælki ýmiskonar, sem Jón hélt jafnan
til haga af mikilli natni. Meðal þess, sem safnið eignaðist að Jóni
látnum, voru dagbækur hans, en þar kennir margra grasa . . . Dag-
bækur hans eru samfelldar frá 1860 til 1907, og er þar saman kominn
margháttaður fróðleikur um samtíð Jóns og áhugamál. Til er einnig
mikið safn af bréfum frá Jóni til vina hans og kunningja, og eru þau góð
viðbót við dagbækur hans. Að sjálfsögðu hélt hann saman öllum
bréfum, sem honum bárust, og er það mikið safn. Skrifaðist hann á við
ýmsa fræðimenn og áhugamenn, lærða og ólærða, og má þar meðal
annars finna margskonar fróðleik um handrit og bækur.“12
Jón Sigurðsson og Jón Borgfirðingur skrifuðust á um nærfellt aldar-
fjórðungs skeið. Bréfjóns Borgfirðings til nafna síns eru 61 alls, en Jóns
Sigurðssonar 32.13 Enda þótt ýmislegt beri þar á góma, er megin-
þráðurinn um bækur og handrit, einkum söfnun fyrir Bókmenntafé-
lagið, því að aðeins lítið eitt lenti í safni Jóns Sigurðssonar. Þeir nafnar
hittust í fyrsta sinn í Reykjavík vorið 1853, er Jón Sigurðsson var hér
heima á þingi. Jón Borgfirðingur var á bóksöluferðalagi þetta ár og
segir m. a. svo í ævisögubroti sínu, þar sem hann kveður sig hafa fýst í
kaupavinnu norður í landi og hafa leigt sér tvo hesta í því skyni í
Borgarfirði: ,,. . . Hélt ég upp Lundarreykjadal og brá mér um leið til