Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Blaðsíða 58
58
GRÍMUR M. HELGASON
Og sendingarnar urðu íleiri. í bréfi 6. febr. 1857 segist Jón Borg-
firðingur senda „töluvert rusl Bókmenntafélaginu og hef í hyggju að
halda því áfram, ef guð lofar. Skyldi því ekki kærkomið „Prestatal í
EyjaQarðar og Þingeyjarsýslum“ eftir Berg Strandalín Philomathes?17
Nú ætti Bókmenntafélagið að fá öll handrit eftir Daða heitinn fróða,
sem líklega verða eign síra Sveins bróður hans á Staðarstað. Hann
tíndi saman heilmikið af ýmsum viðburðum og eins um prestaævi um
allt land. Hann sýndi mér syrpuna, og er hún æðistór. .
Daði Níelsson fróði hafði týnzt síðla árs 1856 og ekki til hans spurzt
fyrr en sumarið eftir, er lík hans fannst við Laxárós í Refasveit. Jón
Borgfirðingur og Daði kynntust á Akureyri. Þeir nafnar minnast oft á
handrit Daða í bréfum sínum næstu árin. Nokkur þeirra er að fínna í
handritasafni Bókmenntafélagsins, sum komin þangað frá Jóni á ýms-
um tímum, svo að ekki eignaðist félagið þau sem safn eftir Daða.
Annars eru handrit hans komin í handritasafn Landsbókasafns eftir
ýmsum leiðum, m. a. frá ekkju Hallgríms Sveinssonar biskups, Elínu
Maríu Hallgrímsson, en Hallgrímur var bróðursonur Daða.18
Næst boðar Jón Borgfirðingur sendingu í bréfí 12. okt. 1859:
,,. . . Ég hef nú í hyggju að biðja póstinn fyrir dálítið pakkvet til yðar
eða Bókmenntafélagsins af ýmsu rusli, er fara á í safn mitt, því allar
mínar skruddur eiga að verða allar í einu safni á einum stað, og hvergi
er sá staður annarstaðar en hjá Bókmenntafélaginu. Það er álit mitt,
hvað sem hver segir . . .“ Jón Sigurðsson segir í bréfi 14. maí árið eftir,
að safni nafna hans sé haldið saman, „eins og þér eigið skilið fyrir yðar
góðgirni og margvíslegan greiða við félagið.“
I bréfi sínu ræðir Jón Borgfirðingur um íjárhagskröggur sínar og
biður nafna sinn um lán til þess að greiða úr þeim. Hann kveðst í
svarbréfi 12. nóv. sama ár munu verða honum innan handar í því máli
að þessu sinni: ,,. . .Ég vil feginn gjöra bón yðar í öllu mögulegu, sem
ég er skyldugur til, því þér hafið verið mér svo vel, en ólukkan er á hinn
bóginn, að peningarnir eru ekki í handraða. Samt sem áður get ég ekki
fengið af mér að neita yður um þetta . . .“ Jóni Borgfirðingi hefur
vafalaust ekki verið auðvelt að biðja nafna sinn þessarar bónar, en oftar
bar þó sömu efni á góma.
Um þessar mundir er hart í ári á Islandi, einkum norðanlands,
bækur seljast illa, kláði herjar fé. Það er því eigi að undra, að nokkurrar
svartsýni gæti hjá Jóni Borgfirðingi í bréfi hans til nafna síns 28. apríl
1860:
,,. . .Iðunn er nú búin, en ég get ekki sent hana nú, ég geymi það,