Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Blaðsíða 58

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Blaðsíða 58
58 GRÍMUR M. HELGASON Og sendingarnar urðu íleiri. í bréfi 6. febr. 1857 segist Jón Borg- firðingur senda „töluvert rusl Bókmenntafélaginu og hef í hyggju að halda því áfram, ef guð lofar. Skyldi því ekki kærkomið „Prestatal í EyjaQarðar og Þingeyjarsýslum“ eftir Berg Strandalín Philomathes?17 Nú ætti Bókmenntafélagið að fá öll handrit eftir Daða heitinn fróða, sem líklega verða eign síra Sveins bróður hans á Staðarstað. Hann tíndi saman heilmikið af ýmsum viðburðum og eins um prestaævi um allt land. Hann sýndi mér syrpuna, og er hún æðistór. . Daði Níelsson fróði hafði týnzt síðla árs 1856 og ekki til hans spurzt fyrr en sumarið eftir, er lík hans fannst við Laxárós í Refasveit. Jón Borgfirðingur og Daði kynntust á Akureyri. Þeir nafnar minnast oft á handrit Daða í bréfum sínum næstu árin. Nokkur þeirra er að fínna í handritasafni Bókmenntafélagsins, sum komin þangað frá Jóni á ýms- um tímum, svo að ekki eignaðist félagið þau sem safn eftir Daða. Annars eru handrit hans komin í handritasafn Landsbókasafns eftir ýmsum leiðum, m. a. frá ekkju Hallgríms Sveinssonar biskups, Elínu Maríu Hallgrímsson, en Hallgrímur var bróðursonur Daða.18 Næst boðar Jón Borgfirðingur sendingu í bréfí 12. okt. 1859: ,,. . . Ég hef nú í hyggju að biðja póstinn fyrir dálítið pakkvet til yðar eða Bókmenntafélagsins af ýmsu rusli, er fara á í safn mitt, því allar mínar skruddur eiga að verða allar í einu safni á einum stað, og hvergi er sá staður annarstaðar en hjá Bókmenntafélaginu. Það er álit mitt, hvað sem hver segir . . .“ Jón Sigurðsson segir í bréfi 14. maí árið eftir, að safni nafna hans sé haldið saman, „eins og þér eigið skilið fyrir yðar góðgirni og margvíslegan greiða við félagið.“ I bréfi sínu ræðir Jón Borgfirðingur um íjárhagskröggur sínar og biður nafna sinn um lán til þess að greiða úr þeim. Hann kveðst í svarbréfi 12. nóv. sama ár munu verða honum innan handar í því máli að þessu sinni: ,,. . .Ég vil feginn gjöra bón yðar í öllu mögulegu, sem ég er skyldugur til, því þér hafið verið mér svo vel, en ólukkan er á hinn bóginn, að peningarnir eru ekki í handraða. Samt sem áður get ég ekki fengið af mér að neita yður um þetta . . .“ Jóni Borgfirðingi hefur vafalaust ekki verið auðvelt að biðja nafna sinn þessarar bónar, en oftar bar þó sömu efni á góma. Um þessar mundir er hart í ári á Islandi, einkum norðanlands, bækur seljast illa, kláði herjar fé. Það er því eigi að undra, að nokkurrar svartsýni gæti hjá Jóni Borgfirðingi í bréfi hans til nafna síns 28. apríl 1860: ,,. . .Iðunn er nú búin, en ég get ekki sent hana nú, ég geymi það,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.