Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Qupperneq 64

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Qupperneq 64
64 GRÍMUR M. HELGASON þarfpeninga með til að borga með það, er eftir stóð afhúsinu, er ég fór að kaupa, og eins til aðgjörðar, en eigi vantar mig nema 400 kr. til lúkningar húsverðinu. En ég get eigi veðsett allt safnið, eins og það er nú og enn kann að verða, fyrir öllu minna en 800 kr. Þó kynni það verða minna, ef það þætti frágangssök. Það er sjálfsagt, að ég gæfi hér út skuldabréf fyrir láninu og sem þinglýst væri, eftir því sem forseti deildarinnar hér sæi um. En gæti þetta gengið fyrir sig, þyrfti ég endilega að fá helming upphæðarinnar nú nreð póstskipi, er gengi í gegnum höndur forseta deildarinnar hér. Mér væri kært að fá svar yðar, af eða á með næstu ferð póstskipsins . . .“ Jón Sigurðsson svarar þessu erindi nafna síns í bréfi 11. nóv. sama ár og telur öll tormerki á að leysa fjárhagsvanda hans á þennan hátt: „ . . . Háttvirti góði vin! Kærar þakkir fyrir bréfyðar, en því er ver, að það er mér ómögulegt nú sem stendur að annast bókasöluna fyrir yður. Það verður, eins og þér getið nærri, ekki gert nema með félagsályktun, og hún er ekki svo í handraða. Við getum ekki lagt það fyrir félagið án þess að hafa yfirlit yfir bækurnar og verð þeirra. Þetta minnir mig ég segði yður hér um bil í haust, en svo er samt hæpið að byggja uppá atkvæði félagsmanna og setja peninga fasta í ýmsar bækur, sem engin vissa er um og sem þér svo viljið halda á eftir. Peningakrafa yðar er reyndar ekki stór, en félagið er, eins og þér vitið, heldur í bágindum, ekki svo mikið af efnaleysi, heldur af hinu, að öll strá stanga okkur og liðsmenn engir eða allt of fáir, enda þér sjálfur standið ekki fast með okkur, og þess þyrfti þó mest með, að allir styddi félagið, en enginn felldi. Nú lítur helzt út sem menn vilji hafa það fellt sem fyrst . . ., en ef útlitið verður betra, þá vil ég gjarnan vera yður til liðs sem bezt ég get. Eg vil í öllu falli ráða yður til að fá með yður forseta deildarinnar í Reykjavík og atkvæði félagsmanna, virðing handritanna og sérhvað annað, sem yður með forseta ráði getur fundizt tiltökulegast. . .“ Þetta er síðasta bréfið, sem Jón Sigurðsson skrifar nafna sínunr, en hann sendi honum aftur á móti línu í síðasta sinn 18. marz árið eftir og segir þar m. a. um þessi mál:,,. . . Þá vil ég minnast á bókasafn mitt, að fá lán af sjóði Bókmenntafélagsins gegn veði í bókunr mínum, og vil ég biðja yður að bera það upp á fundi og heyra fyrir hverjar undirtektir það fær. Það væri máske formlegra, að ég skrifaði félaginu til beinlínis um þetta . . .“ ' Svo virðist sem lánamál þetta hafi ekki náð lengra, enda var Jón Sigurðsson farinn að heilsu, þegar hér var komið sögu, og hefur ekki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.