Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Side 70

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Side 70
70 FINNBOGI GUÐMUNDSSON Móðernis fekk mínum mögum, svát hjörtu dugðu. Annað skáld nokkru yngra, Bjarni biskup Kolbeinsson í Orkneyjum (d. 1222), notar frásögnina um Harald konung og Finnuna í steíi hins svokallaða Málsháttakvæðis síns, þar sem hann rekur ástarharma sína. Stefið er svona: Ekki var þat forðum farald, Finnan gat þó ærðan Harald, honum þótti sólbjört sú, slíks dæmi verðr mörgum nú. í Heimskringlu kennir þess allvíða, að Danir þyki ekki hermenn á borð við Norðmenn. I 6. kap. Hákonar sögu góða segir frá því, t. a. m., er Hákon konungr spurði fall Eiríks konungs bróður síns ok þat, at synir Eiríks konungs höíðu ekki traust í Englandi, þá þótti honum lítil ógn af þeim standa, fór þá með líði sínu á einu sumri austr í Vík. í þann tíma herjuðu Danir mjök í Víkina ok gerðu þar opt mikinn skaða. En er þeir spurðu, at Hákon konungr var þar kominn með her mikinn, þá flýðu allir undan. Hákon fór síðan mikla herför til Danmerkur og gerði þar víða usla. „Haraldr konungr Gormsson réð þá fyrir Danmörku,“ segir í upphafi 10. kap. „Honum líkaði stórilla þat, er Hákon konungr haíði herjat í landi hans, ok fóru þau orð um, at Danakonungr myndi hefnask vilja, en þat varð þó ekki svá bráðliga,“ og leynist í orðalaginu dálítill háðsbroddur. Nokkru síðar komu Eiríkssynir vestan um haf og gerðust menn Haralds Gormssonar, sem raunar var móðurbróðir þeirra, þótt Snorra sé sem furðulegt má þykja ókunnugt um þau venzl. Eiríkssynir tóku brátt að herja í Víkina, „ok höíðu ýmsir sigr“, enda Norðmenn þá í hvorutveggja liði. En Danir vildu stundum verða nokkuð óstöðugir, og gat það þá riðið baggamuninn. I bardaga, er frá segir í 24.-25. kap., höfðu Norðmenn langa fylking, svo að Eiríkssonum sýndist þeir hafa meira lið en þeir í rauninni höfðu. Gamli Eiríksson sá, að þetta var prettur, og lét þá „blása herblástr ok setja upp merki ok skaut á fylking. Hurfu at því allir Norðmenn, en Danir llýðu til skipanna.“ Eiríkssynir voru þó ekki af baki dottnir, fóru enn herför til Noregs og höfðu miklu meira lið. Þegar Hákon konungur og menn hans ( í 28. kap. Hákonar sögu góða) ræddu um, hversu við skyldi snúast,

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.