Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Síða 75

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Síða 75
SNORRI STURLUSON OG NORÐURLÖND 75 meiri en t. a. m. í Noregi. Danir hafa því efalaust verið makráðari en grannar þeirra í norðri og þeim verið virt það til hugleysis, þegar til átaka kom. Danir hafa kunnað að gera að gamni sínu að fornu ekki síður en nýju, og í 32. kap. Haralds sögu harðráða, þar sem segir frá miklum hernaði hans í Danmörku vetri eftir andlát Magnúss konungs Olafssonar, er m. a. þessi kostulega frásögn: Þá brenndu þeir bæ Þorkels geysu; hann var höfðingi mikill; váru þá leiddar dætr hans bundnar til skipa. Þær höfðu gört spott mikit áðr um vetrinn um þat, at Haraldr konungr mundi fara til Danmerkr með herskipum. Þær skáru ór osti akkeri ok segja, at slík mundi vel mega halda skipum Nóregskonungs. Þá var þetta kveðit: Skáru jast ór osti eybaugs Dana meyjar, þat of angraði þengil, þing, akkerishringa. Nú sér mörg í morgin mær, hlær at því færi, ernan krók órjárni allvalds skipum halda. Svá segja menn, at njósnarmaðr mælti, sá er sét hafði flota Haralds konungs, við dætr Þorkels geysu: „Þat sögðu þér, Geysudætr, at Haraldr mundi eigi koma til Danmarkar.“ Dótta svaraði: „Svá var í gjárna.“ Þorkell leysti út dætr sínar með ógrynni fjár. Sveinn Danakonungur Úlfsson hugðist síðar hefna herferðar Har- alds konungs og drógu báðir saman mikið skipalið. Varð Haraldur í það sinni að láta undan síga fyrir ofureíli Dana. Þegar saman dró með þeim og Haraldur sá, að eigi myndi hlýða svo búið, mælti hann, at kasta skyldi fyrir borð viðum ok láta á koma klæði ok gripi góða. Logn var svá mikit, at þetta hóf fyrir straumi. En er Danir sá fé sitt reka á hafinu, þá viku þeir þar til, er fyrstir fóru, þótti þetta dælla at taka, er laust flaut, en sækja inn um borð at Norðmönn- um. Dvaldist þá eptirróðrinn.“ Nokkru síðar hertu Danir enn róðurinn, og bað Haraldur konungr þá menn sína létta skipin ok bera fyrir borð malt ok hveiti ok flesk ok höggva niðr drykk sinn. Stóð þá við um hríð. Þá lét Haraldr konungr taka víggyrðla ok verpla ok tunnur, er tómar váru, ok kasta fyrir borð ok þar með herteknum mönnum, ok var svá gört. I þeirri dvöl dró sundr með þeim. Snpru þá Danir aptr, en Nóregsmenn fóru leið sína.- Maður sér þarna fyrir sé fljótandi þennan danska veizlukost, er Norðmenn höfðu látið greipar sópa um, og finnur til, þegar þeir verða
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.