Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Qupperneq 81
LANDSBÓKASAFNIÐ 1978
81
HANDRITADEILD Handritakostur Landsbókasafns var í
árslok 13272 skráð handrit. Starfslið
deildarinnar var hið sama og síðastliðið ár að öðru en því, að Solveig
Kolbeinsdóttir, sem verið hefur undanfarin ár í ígripavinnu í deildinni,
var sett bókavörður í 2h starfi frá 1. janúar 1978 að telja.
Nú verður getið ýmissa handrita, er Landsbókasafni voru gefrn á
árinu:
Sendibréf til Þórunnar Hannesdóttur Linnssonar frá Bjarna Þor-
steinssyni síðar amtmanni, 24 talsins, ennfremur eitt bréffrá hvorum,
Jóni Linsen bróður hennar og Árna Thorsteinssyni syni hennar. Axel
Thorsteinsson rithöfurndur afhenti að gjöf frá sér og Þórunni systur
sinni.
Dr. Linnur Sigmundsson afhenti kassa með handritum ýmiss konar,
m. a. fjölskyldubréfum sr. Sigtryggs Guðlaugssonar á Núpi í Dýrafirði.
Magnús B. Johnson, Edinburgh, N.-Dakota gaf, um hendur Berg-
steins Jónssonar dósents, dagbækur afa síns, Jóns Jónssonar í Mjóadal
1841-1901, en dagbókunum fylgdi einnig vélritað eintak þeirra.
Þrjú sendibréf Guðmundar Böðvarssonar skálds til Gunnars Bene-
diktssonar rrthöfundar. Gjöf hins síðarnefnda.
Sigurður Jónsson frá Haukagili gaf bréf, er honum höfðu borizt frá
Guðmundi skáldi Böðvarssyni o. fl. Ennfremur ritgerð eftir skáldið:
Stutt árétting.
Sendibréf til Böðvars Jónssonar, föður Guðmundar skálds, frá ætt-
ingjum í Kanada. Sigurður Guðmundsson, Kirkjubóli, afhenti.
Sjálfsævisaga sr. Sigurðar Gunnarssonar í Stykkishólmi með hendi
dóttur hans, Sigríður M. Gunnarsson. Gjöf Leifs Sveinssonar lög-
fræðings, Reykjavík.
Kvæði eftir Geir Gunnarsson ritstjóra, eiginhandarrit. Helgi
Magnússon bókavörður afhenti.
Guðný Ella Sigurðardóttir, Reykjavík, afhenti mikið safn handrita
foður síns, Sigurðar Helgasonar rithöfundar.
Einar Bragi skáld gaf prentsmiðjuhandrit verksins Eskju II, enn-
fremur „Sumar í Sóltúni“ og ,,Börn eru bezta fólk“ eftir Stefán
Jónsson, setningarhandrit.
„Bókin um POK Grænlending“ og „Sumar í fjörðum, þýdd ljóð“.
Prentsmiðjuhandrit. Gjöf þýðanda, Einars Braga skálds.
Bergsveinn Skúlason afhenti ýmis gögn úr dánarbúi Steins Agústs
Jónssonar í Flatey, í umboði Gyðu dóttur Steins.
Saga af Kínabúum með hendi Magnúsar Einarssonar hafnsögu-
6