Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Page 95
LANDSBÓKASAFNIÐ 1978
95
Verði hrundið af stað slíkri áædun frá og með árinu 1981, ætd með
rúmlega 900 milljóna króna framlagi að meðaltali á ári, miðað við
núgildandi byggingarkostnað, að vera unnt að ljúka bókhlöðusmíðinni
að fullu árið 1984. Yrðu þá liðin fjórtán ár frá því er heit voru strengd,
en tíu ár frá tilefninu, ellefu alda afmæli Islandsbyggðar.
Verði hins vegar látið sitja við það að mylkja í bókhlöðusmíðina
upphæðum á borð við þær, sem veittar hafa verið 1978 og 1979, geta
menn séð, að öldin endist vart til að ljúka verkinu. En hvar þá verður
komið málum Landsbókasafns, Háskólabókasafns og Þjóðskjalasafns,
er saga, sem þeir munu skrá, er þá verða á dögum. Þyki mönnum í
mikið ráðizt að reisa Þjóðarbókhlöðu, verða þeir að hafa hugfast, að
hér er verið að leysa til verulegrar frambúðar vanda þriggja höfuð-
stofnana, er eiga vöxt sinn og viðgang að miklu leyti undir því, að úr
honum rætist á allra næstu árum.“
Landsbókasafni íslands,
15. nóvember 1979,
Finnbogi Guðmundsson.