Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1942, Side 22

Frjáls verslun - 01.06.1942, Side 22
Rússneskur skriðdreki. um fyrrverancli korpóral. Meðal manna, sem þannig komust í náðina hjá Hitler má nefna Dietl, sem nú stjórnar nyrsta hernum og Sig- mund von List, sem sennilega stjórnar nú mið- her Þjóðverja. Von Kleist, hinn margumtalaði skriðdrekaforingi og von Leeb, sem situr um Leningrad, eru báðir af gömlum heraðli. Halder er maður við aldur en hann var all- mjög handgenginn Ludendorff í stríðinu 1914 til ’18. Þegar í byrjun hinnar miklu sóknar Þjóð- verja gætti nokkurs uggs í Bretlandi. Hóp- fundir, sem talið hafa allt milli 50-—100 þúsund manns, hafa krafist þess að þegar í stað yrðu myndaðar nýjar vígstöðvar, sem dreifðu kröft- um Þjóðverja. För Molotoffs til Washington er talin hafa verið gerð með það fyrst og fremst fyrir augum að leiða Bandaríkjamönnum það fyrir sjónir að þörf væri bráðrar hjálpar Rúss- um til handa. Bandamenn virðast þó ekki bún- ir undir að mynda nýjar vígstöðvar og á skipa- tjónið, sem sífellt fer vaxandi, sinn mikla þátt í því. Margir stjórnmálamenn í Bretlandi hafa þó síður en svo kveðið upp úr með að sumarinnrás á meginlandið verði ekki gerð. Þeir hafa miklu fremur gefið vonum fólksins um bráða hjálp handa Rússum undir fótinn. Ef ekkert verð- ur úr þeirri vígstöðvamyndun er hætt við að mikil svartsýni grípi um sig meðal almennings í löndum Bandamanna, og þá einkum Bret- landi. Sumir telja jafnvel að ríkisstjórninni brezku muni þá hætt. Ennfremur er talið að það mundi draga mjög úr baráttuþreki Rússa ef allar vonir um innrás á meginlandið reynd- ust tálvonir. Víst er þó um það, að Þjóðverjar eru á verði og hafa búist um sem rambyggileg- ast í þau tvö ár, sem þeir hafa ráðið vestur- strönd Evrópu. Hefur verið framkvæmd þar mikil virkjagerð og er Rundstedt marskálkur, sem mesta frægð gat sér í Rússlandsstyrjöld- inni sumarið 1941 nú yfirmaður allra herja í herteknu löndunum í vestri. ★ Cyril Falls hernaðarsérfræðingur Times seg- ir svo í grein ritaðri í ágúst um útlitið í Rúss- landi: Aðalhættan fyrir Rússa liggur í tvennu: I fyrsta lagi að Þjóðverjum takist a. m. k. á suðurhluta vígstöðvanna að hrekja þá aftur til landsvæða þar sem samgöngur eru verri svo all- ar liðshreyfingar torveldist og í öðru lagi að Þjóðverjum takist að komast austur að Volgu og slíta þannig sundur samband norðurherj- anna við Kákasus. Hins vegar ekki sjeð af frjettum Þjóðverja að þeir telji sig hafa tekið neinn sambærilegan fjölda af föngum við það sem þeir tóku í fyrra sumar og bendir það til að Rússar hörfi ekki óskipulega. Um það er mjög erfitt að segja hvar Rússar búast til endanlegrar varnar. Volga er ekki til þess fallin að vera góð varnarlína. Reynslan hefur sýnt að það er tiltölulega auðvelt, með nútíma tækni, að komast yfir hinar miklu ár Rússlands. Þannig farast Cyril Falls orð, en þó verður að hafa í huga að mest af því sem ritað er um hernaðinn nú á dögum eru venjulega tómar spá- sagnir manna, sem eru víðsfjarri vígvelli, enda hefir það komið í ljós að margt vill bregðast af þeim spádómum. Síðustu vikurnar virðist það algerlega ofan á í enskum blöðum að vara við því að gera inn- rás á meginlandið í sumar, og er þar fært fram, að slík innrás sé ekki nægilega undirbúin. Við- búnaði er þó stöðugt haldið áfram í Bretlandi og endurteknar liðssendingar Bandaríkjamanna til Bretlands virðist benda á, að um sóknar- áform sé að ræða, því tæplega er ætlandi að sá her sé sendur Bretlandseyjum til varnar. 22 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.