Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1942, Síða 25

Frjáls verslun - 01.06.1942, Síða 25
SjálfstæSisbaráHan á tuHugusfu öld Viðtal við Benedikt Sveinsson, fyrv. alþingismann Nú þegar (aað er á allra orði, að binda eigi enda á hina stjórnskipulegu íu11veldisbaráttu Islendinga og stofna lýðveldi, er ekki óviðeigandi að rifjuð séu upp ýms afriði varðandi sfjórnmálin á liðnum fímum. »Frjáls verzlun« snéri sér til Benedikts Sveinssonar, sem um langan tíma var mjög framar- lega i flokki beÍTa, sem lengst gengu í kröfum fyrir liönd Islendinga og átti viðfal við hann um ýmsa F>ætti stjórnmálabaráttunnar. I þeim kafla sem hér fer á eftir er lýst í stórum dráttum aðdraganda þess að stjórnin fluttist inn í landið á fyrsfu árunum eftir aldamófin. Hver var aðdragandi þeirra breytinga. sem urðu á stjórnarháttum landsins á fyrstu árun- um eftir aldamót? Það var árið 1873, að þeir Jón Sigurðsson og Benedikt Sveinsson gengust fyrir því, að borið var fram á Alþingi frumvarp til stjórnar- skrár handa íslandi. Þetta frumvarp var byggt á hinum fornu landsréttindum íslendinga og gekk svo langt í áttina til frelsis íslendingum til handa, sem gjörlegt þótti á þeim tíma. Bene- dikt Sveinsson sá fram á, að Danir mundu ekki fáanlegir til að viðurkenna rétt fslend- inga og staðfesta hina nýju stjórnarskrá, og gekkst fyrir því, að borin var fram á þessu þingi til vara beiðni til konungs, að veita land- inu stjórnarskrá á næstkomanda ári, ef stjórn— arskrá sú hlyti ekki staðfesting hans, sem þá lá fyrir Alþingi, „svo lagaða eftir henni, sem framast má verða“ og er sjerstaklega meðal annars tekið fram: að skipaður verði sérstak- ur ráðgjafi fyrir íslands mál, með ábyrgð fyr- ir Alþingi, og að endurskoðuð stjórnarskrá, byggð á óskertum landsréttindum íslands, verði lögð fyrir hið fjórða þing, sem haldið verður eftir að stjórnarskráin öðlast gildi. Hér var haldið beint í áttina að settu marki og kröfur íslendinga bornar djarflega og ein- arðlega fram. Hér var byggt á þeim grundvelli, PRJÁLS VERZLUN sem Jón Sigurðsson hafði lagt og á þeim grund- velli var haldið áfram að byggja alla þá tíð, sem baráttan stóð við Dani. Jón Sigurðsson var á þessum árum orðinn maður við aldur og þótt hann væri hinn andlegi leiðtogi fslendinga, var forystan „á heimavígstöðvunum“, ef svo mætti kalla það, meir og meir að færast í hend- ur Benedikts sýslumanns Sveinssonar, en hann var um 30 ára skeið helzti grjótpáll sjálfstæðis- málsins á Alþingi og vakti yfir, að það féllí ekki í dá. Árangurinn af starfi Alþingis 1873 varð sá, að á næsta ári, þjóðhátíðarárinu 1874, „gaf“ Kristján konungur níundi íslendingum stjórn- arskrá, og gerði hann það af konunglegu full- veldi sínu, eins og það var kallað. Konungur heimsótti ísland á þjóðhátíðinni, sumarið 1874, og var vel fagnað. Skáldin töldu hann hafa komið með „frelsisskrá í föðurhendi" og voru flestir allvel ánægðir, nema fámennur hópur hinna róttækari manna, einkum meðal hinna yngri manna, sem taldi of lítið hafa unnizt. Það sem einkum gladdi menn 1874, var að konungur skyldi samþykkja að fá Alþingi lög- gjafarvald og að „sérstakur ráðherra" skyldi skipaður fyrir íslands mál. En efndir Dana urðu aðrar en búizt var við. 25

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.