Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1942, Qupperneq 28

Frjáls verslun - 01.06.1942, Qupperneq 28
skipting hefjist í íslenzkum stjórnmálum, því að áður hafði endurskoðunarstefna Benedikts sýslumanns Sveinssonar haft almennt fylgid) Höfðu báðir flokkar undanfarin ár haft mikinn blaðakost og magnaðan áróður í frammi. Stuðn- ingsblöð Valtýs voru ísafold í Reykjavík og Þjóðviljinn vestra, en á Akureyri Norðurland, sem tók að koma út ári síðar og Einar Kvaran stýrði, og Bjarki á Seyðisfirði, sem Þorsteinn Erlingsson stýrði. Á móti voru í Reykjavík fyrst og fremst ,,Dagskrá“ Einars Benedikts- sonar, meðan hún kom út, og Þjóðólfur, sem Hannes Þorsteinsson stýrði, á Akureyri Stefnir og Austri á Seyðisfirði. Stóð blaðarimman allt frá því, er frumvarp dr. Valtýs kom fyrst fram á Alþingi og fór síharðnandi, er nær dró kosn- ingum og varð því grimmúðlegri sem lengur leið, enda var fylgi flokkanna nokkuð jafnt og undir hælinn lagt hvor sterkari yrði. Enda fór það svo, að flokkarnir urðu hnífjafnir eftir' kosningarnar. En einn And-Valtýinga, Arnljótur Ólafsson prestur á Sauðanesi, var orðinn svo ellihrum- ur, að hann komst ekki á þingið 1901, og höll- uðust þá metaskálarnar, svo að frumvarp Val- týs um sérstakan ráðherra, búsettan í Höfn, var samþykkt. Ekkert ákvæði var í því, er kæmi í veg fyrir það, að sérmál íslands væri fram- vegis sem áður borin upp í ríkisráði Dana, en það höfðu íslendingar jafnan talið höfuðatriði stjórnarbaráttunnar og hafði landshöfðingi (Magnús Stephensen) lagt áherzlu á það bæði í bréfi til stjórnarinnar í Khöfn 1895 og einnig á Alþingi. Töldu og Heimastjórnarmenn frv. Valtýs með öllu óaðgengilegt fyrir þessar sakir, auk búsetunnar í Höfn o. fl., er þeir fundu því til foráttu. And-Valtýingar eða Heimastjórnar- menn lögðu aðaláherzluna á, að fyrir það væri girt, að sérmál Islands væri borin upp í ríkisráði, og að ráðherrann yrði búsettur í Reykjavík og nefndu flokk sinn eftir þessu að- alatriði stefnuskrárinnar. Valtýingar nefndu sig hinsvegar Framsóknarflokk, en hann var af andstæðingunum síðustu árin nefndur Hafn- arstj órnarf lokkur. Valtýr virtist nú hafa unnið allverulegan sig- ur, en atburðanna rás varð þó á þann veg, að hann laut í lægra haldi um síðir. Meðan umræður stóðu um tillögur Valtýs í þinginu (1901) barst sú fregn, að mikilvæg valdabreyting hefði orðið í Danmörku. Hægri- 1) Hann hafði látizt 2. ágúst 1899, á þingtímanum. Hafði þá „valtýskan“ verið felld á þinginu. því kvað Hannes Hafstein um Benedikt: „Fram í bana barðist liann. Brjánn féll ok liélt velli“. 28 Jón Ólafsson. Valtýr Guðmundsson. menn létu skyndilega af völdum, en þeir höfðu haldið uppi einskonar einræði í landinu um nokkra tugi ára. Þingræðið var ekki viður- kennt. Stjórnin hafði ekki stuðzt nema við lít- inn hluta fulltrúa-þingsins og fleytzt á bráða- birgðalögum og grundvallarlaga-brotum. Óein- ing hafði verið þar í landi meðal hinna frjáls- lyndu flokka, en fylgi þeirra var nú orðið svo mikið, að konungur hlaut að láta hægri-stjórn- ina fara frá völdum og myndaði prófessor Deuntzer nýja stjórn. Þegar þesis tíðindi spurðust til íslands, glæddust vonir um, að verulegar stjórnarbætur yrði fáanlegar. Flokkur dr. Valtýs hafði bol- magn til að koma sínu frumvarpi fram á þing- inu og reyndust árangurslausar tilraunir Heimastjórnarmanna að fá því frestað þar til reynt væri, hvort betri kostir væri fáanlegir. Flokkur Heimastjórnarmanna tók þá það ráð að senda foringja sinn, Hannes Hafstein, til Kaupmannahafnar um haustið. Fekk hann góð- ar undirtektir um málaleitan flokksins. Nú var Alþingi rofið vegna samþykktar stjórnarskrárfrumvarps dr. Valtýs og efnt til nýrra kosninga 1902. Var gefinn út konungsboðskapur 10. janúar það ár, þar sem konungur heitir þeim breyting- um á stjórnarskránni, er samþykktar höfðu verið á þinginu sumarið fyrir, — eða að því við bættu, ef Alþingi óskaði þess heldur, að ráðherrann yrði heimilisfastur á íslandi. Þóttu þetta góð tíðindi og vel hafa úr ræzt. Kosningar fóru fram um vorið og hugðist þjóðin hafa hlotið góðan framgang sinna mála, enda fengu Heimastjórnarmenn nú ákveðinn meirihluta. En nú kom hlykkur á málið. Eftir kosningar afstaðnar og skömmu áður en Alþingi kom saman, kom stjórnarskrár- frumvarpið, sem ,,íslandsráðherrann“, hinn nafnkunni Alberti, lagði fyrir þingið. Reyndust það þá tálvonir, sem íslendingar höfðu gert sér Framh. á bls. 32. FRJÁLS VERZLUN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.