Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1942, Qupperneq 55

Frjáls verslun - 01.06.1942, Qupperneq 55
Um vorið fór ég heim til Islands. Lá þá fyrst fyrír að ferðast á milli allra verzlunarstaða Gránufélagsins. Á þeirri ferð kom ég úr Siglufirði og Fljótum ofan í Svarfaðardal. Af fjallsbrúninni sá ég að blíðalogn var á Eyjafirði og Hrísey lá þar svo fögur. Kom mér þá í hug að nú skyldi ég finna Jörund. Þegar ég kom að Krossum bað ég bóndann þar, sem var kunningi minn, að flytja mig út í Hrísey, því að ég ætti þangað erindi. Þegar ég kom til eyjarinnar hitt- ist eins á og í fyrra skiptið, að þar voru bátar að koma að landi hlaðnir fiski og sami var maðkurinn í fjör- unni sem fyrr. Jörundur tók mér jafn vel sem áður. Ég fór að tala við hann um sleifarlagið á fiskverkuninni norðan- og austanlands og spurði hann hvort hann vildi ekki hjálpa mér til að kippa henni í lag. Hann tók vel undir það. Á syðri enda eyjarinnar, í landi Syðstabæjar, þar sem Jörundur bjó og sjóbúð hans og bátauppsátur var, var löng eyri og sjóbarinn malarkambur. Var hann ágætlega fallinn til fiskþurrkunar. Ég bað nú Jörund að leigja mér eða Gránufélagi granda þennan. Var hann fús til þess, sagðist ekki nota grandann til neins. Ég sagði að ég þyrfti að leggja talsvert í kostnað til þess að geta komið þar á fiskverkun og reist hús. Yrði ég því að fá grandann leigðan um nokkurn tíma, til þess að eiga það ekki á hættu að byggingar þær og önnur mannvirki, sem ég yrði þar að gera, yrðu mér þar að engu eftir stuttan tíma. Talaðist svo til milli okkar, að hann leigði mér grandann um 30 ár fyrir 30 kr. á ári. Var hann hinn ánægðasti, þegar ég var bú- inn að skrifa samninginn, og þótti þetta vera fundið fé fyrir sig. Að þessu búnu fór ég inn til Akureyrar. Þegar þang- að kom var Gránufélagsskip þar, tilbúið til siglingar. Settist ég þegar niður, skrifaði Holme, umboðsmanni Gi-ánufélagsins í Kaupmannahöfn, og bað hann að senda félaginu hið bráðasta skip með trjávið, sem ætti að losa farminn í Hrísey. Stærðir allar á viðum skrif- aði ég. Ur honum ætlaði ég að smíða stórt hús. Átti annar endinn að taka fullan skipsfarm af salti, en hinn endinn fullan skipsfarm af verkuðum fiski. Því næst bað ég Holme að senda þrem vikum síðar annað skip með saltfarm, sem ætti einnig að losa farminn í Hrísey. Allt gekk þetta vel. Skipin komu eins og ákveðið var. Jón Stefónsson skipa- og húsasmiður á Akureyri reisti fyrir mig húsið í Hrísey. Höfðum við lært saman tré- smíði hjá Olafi Briem á Grund. Um þessar mundir kostaði salttunnan 7 kr. hjá kaup- mönnum á Akureyri, og þegar þar við bættist flutn- ingskostnaður heim til bænda, þá var því nær frágangs- sök að kaupa það til að salta fisk. Nú skrifaði ég Gránufélagsmönnum, og lét þá vita að þeir gætu fengið salt hjá félaginu fyrir 4 kr. tunn- una, og eins hitt, að félagið væri fúst á að kaupa af þeim fisk þeirra fyrir ákveðið verð flattan. Þeir mættu velja á milli að selja fiskinn gegn borgun þegar í stað eða kaupa tunnu af salti á 4 kr. Fór svo að menn vildu heldur selja fiskinn óverkaðan. Um sömu mundir kom fiskverkunarmaðurinn frá Hjálmari kaupmanni Johnsen frá Önundarfirði. Þar og á Bíldudal var þá talinn beztur saltfiskur. Var nú tekið að verka saltfisk í Hrísey, og hafði slíkt eigi þekkzt fyrr við Eyjafjörð. Gekk þetta allt vel og gat Gránufélagið flutt út af vel verkuðum saltfiski næsta sumar tvo skipsfarma. Þegar gangur var kominn á blautfisksöluna og fisk- verkunina segi ég við Svarfdæli, að það sé allt of mikil tímatöf fyrir þó og erfiði, að verða að flytja blautfisk sinn til Hríseyjar og bauð þeim að byggja fyrir þá fisk- tökuhús í Böggversstaðalandi. Varð þetta til að auka fiskkaup Gránufélagsins og næsta ár flutti félagið út þrjá saltfisksfarma. Allir tóku nú að keppast við að afla sem mest fiskj- arins, og jókst verzlun félagsins stórum við allt þetta. Kaupmenn gerðu fyrst í stað gys að öllu þessu braski mínu, en þegar svona fór og menn, sem verzlað höfðu við þá, fóru óðum að dragast frá þeim til Gránu- félagsins, þar sem þeir gátu selt fiskinn sinn fyrir pen- inga eða peningaigildi — þá fóru þeir að hugsa um að fara líka að byggja fiskhús, en þeir horfðu þó í kostn- aðinn og varð ekki úr því að sinni. — En haustið 1879 kom afspyrnurok á Eyjafirði. Þá lá fjöldi norskra skipa við Hrísey. Norðmenn höfðu þá fyrir nokkru tekið að stunda síldveiðar við Norður- og Austui'land. Síld hafði sjólfsagt um langan aldur gengið inn á Eyjafjörð, en menn orðið hennar lítt varir og litil not haft hennar. Þó höfðu menn, þegar smásíld gekk inn á Akureyrarpoll og upp í landsteina, veitt töluvert af henni með ádrætti í smávörpur, en sú veiði var stopul og skannnvinn. Þegar Norðmenn komu notuðu þeir allt aðra veiði- aðferð. Þeir leituðu síldarinnar út á djúpið. Þeir hleyptu lóði ofan í sjóinn í fínu bandi, reru síðan áfram með það og drógu eftir sjónum. Með þessari að- ferð urðu þeii' þess varir hvar síld var undir, þótt henn- ar yrði ekki vai't ó yfirborði sjávar. Hleyptu þeir svo niður vörpum sínum þar sem þeir urðu síldarinnar var- ir og lokuðu hana inni í ,,lása“ upp við land. Þannig veiddu þeir oft kynstrin öll. Einu sinni hittu þeir svo mikla síldartorfu, að þeir urðu að tengja saman tvær vörpur. í þennan stóra ,,lás“ komu 6600 tunnur af síld og ein hrefna. Þótt síldin veiddist svona mikil sögðu kunnugir menn, að eigi bæri meir á henni ofansjávar en oft áður. Þessi veiði vakti lif og fjör í veiðistöðvunum og færði landsmönnum mikið fé. Þannig var goldinn land- hlutur af síldinni, þar sem hún var á land dregin, króna af tunnunni, og gat það orðið stórfé, þegar vel aflaðist. Einu sinni t. d. kom Baldvin bóndi á Böggversstöðum til mín með fimm hundraðkrónuseðla danska, músétna, og bað mig að skipta þeim fyrir sig. Ég spurði hann hvernig stæði ó því að þeir væru svona útleiknir. Hann kvaðst hafa fengið þá í landhlut hjá Norðmönnum og lagt þá frá sér upp ó skemmuloft, en þar hefðu mýs komist í þá. Þetta er dæmi þess að peningar gótu verið fljótir að bei-ast í hendur mönnum, og að þeir fóru ekki sérlega varlega með þá. Ég tók við seðlunum og fór með þá til Hafnar og fékk fulla borgun fyrir þá í Þjóðbankanum, þótt músétnir væru. — Eftir þennan útúrdúr hverf ég aftur að óförum Norðmanna í rokinu haustið 1879. Það voru ein 36 skip, sem annaðhvort ráku á land eða sukku fyrir þeim. FRJÁLS VERZLUN 55
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.