Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1950, Page 1

Frjáls verslun - 01.12.1950, Page 1
Arið sem er að líða heiur ekki fœrt að höndum neinn bata á verzlun- arástandinu hjá okkur. Þvert á móti er hœgt að segja að það hafi enn versn- að á margan hátt. Sú spilling, sem fyrir hendi var í fyrirkomulagi þessara mála er enn eitraðri en fynr ári síðan. allar flœkjur enn flóknari og lausnin á vandanum enn fjarlœgari en nokkru sinni fyrr. Við teljum okkur „menn- ingarþjóð” og viljum lifa því sem kallað er „menningarlíf". En í verzlun, atvinnumálum og fjármálum býr þjóðin við ekkert annað en ómenningu og sú ómenning, er svo mögnuð og rótgróin, að það er ekki með nokkru móti unnt að segja að við lifum menningarlífi í hreinum skilningi þess orðs. Sú þjóð, sem býr við spillta verzlunarhœtti, þar sem smygl, svartur markaður, og sár skortur á frumstœðum nauðsynjum rœður ríkjum, lifir ekki menning- arlífi. Það verður að setja stóra fyrirvara og mörg spurningarmerki við orðið menning, þegar það er notað í sambandii við þjóð, sem hagar sér eins og við gerum í þessum efnum. Nýjasti votturinn um viðskiptaómenninguna, eru þœr vöruskiptaverzlanir, sem nú eru leyfðar, hver af annarri. Fiskframleiðendur, sem liggja með „ókúrant" vöru fá að selja hana í skiptum fyrir verzlunarvöru. Þessar vörur eru í sumum tilfellum keyptar af framleiðendum sjálfum eftir meira eða minna skuggsœlum leiðum og síðan seldar á okurverði innanlands. Það eru ekki eingöngu sjálfir framleiðendu-nir, sem fá að gera slík viðskipti. Stund- um eru það miður vel kynntar persónu-, sem hafa fengið sjálfa ríkisstjórnina til að veita sér slíka viðskiptaðstöðu eftir að Fjárhagsráð hafði neitað þeim. Það hefur oft verið sagt að mœlirinn vœri orðinn fullur hjá okkur í þessum efnum, en það hefur alltaf reynzt svo að hann hefur orðið enn fyllri, og þó út af hafi flóað í bili hef ír jafnskjótt verið bœtt við kúfinn á ný. Það er allt útlit fyrir, að þannig verði enn og engin skyldi láta sér koma á óvart, þó nýja árið beri í skauti sér margar endurtekningar og ýms ný fyrirbrigði í viðskiptamálunum í sama stíl og þau, sem valdið hafa máttlaus- um hneykslunum varnarlausrar verzlunarstéttar og óbreyttra en alsjáandi borgara á liðnum árum.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.