Frjáls verslun - 01.12.1950, Page 12
'JifNf Auman (jtanfo
Eítir NJÁL SÍMONARSON.
Áfram veginn í vagninum ek ég — og að baki mér
eru senri gleymdar áhyggjur um vegabréfaskoðun,
landamæraverði og embættismennsku. í þetta skiptið
höfðu örlögin vísað mér til sætis í voldugum en eftir
því að mér virtist ellihrumum langferðabíl frá félag-
inu Transportes del Norte. Ég hafði komið mér vel
fyrir í sætinu, sem ég kaus framarlega og út við glugg-
ann. Takmarkið var nefnilega að sjá eins mikið af
mexíkönsku landi og tækifæri gafst til á leðinni frá
landamæraborginni Nuevo Laredo til Monterrey, sem
ég hafði ákveðið fyrsta áningastað minn á ferðalagi
mínu um Mexíkó.
Ég var í sólskinsskapi og langaði mig einna helzt
til að taka lagið — og þá auðvitað á íslenzku. Ekki
var neinn af samferðamönnum mínum þesslegur, að
hann gæti aðstoðað mig við slíkan söng, því að ég
komst brátt að því, að allur skarinn var mexíkanskur
að mér einum undanskildum. Ég sá því þann kost
vænstan að raula bara í hálfum hljóðum, því ég var
smevkur um, að þeir mexíkönsku mvndu álíta mig
læknis þurfi, ef ég færi að syngja íslenzk ættjarðar-
Ijóð fullum hálsi.
Hvert sæti fararskjótans okkar var skipað. Ég
renndi augunum sem snöggvast yfir hópinn og veitti
því athygli. að bann var æði mislitur. Þarna var fólk
á öllum aldri. allt frá börnum í reifum til karlægra
gamalmenna. Flest virtist betta fólk vera h°ldur litl-
um efnum búið, ef dæma skyldi eftir klæðnaði bess, en
hann var mjög tötralegur að sjá. Undantekning frá
þessu var þó svertingi nokkur, sem sat við hliðina á
mér. Var hann miög bokkalega klæddur og bar sig
borginmannlega. Við höfðum ekki ekið lengi, þegar sá
blakki snýr sér að mér og ávarpar mig á spænsku:
„Hables usted espanol?“ (talið þér spænsku?). „Sí,
un poco“ (já, ofurlítið), svara ég vitandi það. að
brátt myndi reka í vörðurnar hjá mér, ef samtalið
yrði öllu lengra á spænska tungu. En ég var ákveð-
inn að reyna að þrauka þetta út í yztu æsar og tíndi
allt til, sem ég hafði lært í málinu, en það var frekar
takmarkað. Það fór nú samt svo að lokum, eftir að
blakkur hafði spurt mig hvaðan ég væri og fengið
svar við því, að hann spurði mig ósköp kurteislega,
hvort ég kysi frekar að rabba við sig á ensku. Ég sam-
þykkti það umsvifalaust, þar sem ég taldi mig heldur
liðugri á því máli.
Vegurinn. til lífsins.
Gamli langferðabíllinn okkar ók með ótrúlegum
hraða og stefndi suður á bóginn eftir þráðbeinum og
eggsléttum Pan American þjóðveginum. Þjóðvegur
þessi á upptök sín við landamæraborgina Laredo í
Texas og teygir sig 1760 km. til suðausturs eftir endi-
langri Mexíkó allt til borgarinnar Oaxaca, sem er suð-
ur við Yucatán skagann. Enn er nokkur hluli þessa
mikla þjóðvegar ófullgerður, og er það nokkurt
svæði syðst í Mexíkó og hluti af Mið-Ameríku ríkinu
Guatamala. Þegar lokið verður við lagningu vegarins,
en ráðgert er að svo verði innan tveggja til þriTgja
ára, þá verður hægt að aka í bifreið alla leið frá
nyrstu borgum Kanada og Bandaríkjanna allt til
Buenos Aires í Argentínu, en það mun mörgum finn-
ast drjúg bæjarleið.
Ég virti fyrir mér landslagið um leið og við þutum
áfram eftir þjóðveginum. Kjarrivaxnar sléttur teygðu
sig þarna í allar áttir, og virtist landið vera nokkuð
striálbýlt. Hvergi hef ég séð jafn þráðbeinan veg og
Pan American þjóðveginn frá Laredo til Monterrey,
en vegalengdin á milli borganna er um 230 km. Við
höfum víst áreiðanlega ekið á annan klukkutíma án
þess að ég yrði var við, að bílstjórinn okkar tæki
minnstu beygju. Mér sýndist hann nú dotta öðru hvoru
við stýrið, enda ekki að furða, þar sem það tilbreyt-
ingaleysi að fá aldrei að snúa stýrinu samfara hita-
stækjunni í bílnum virtist gild ástæða til að fá sér
smá blund annað kastið. Annars sýndu ferðafélagar
mínir bílstjóranum hina mestu ónærgætni með því að
tala svo hátt, að um langan svefnfrið gat ekki verið
að ræða.
172
FRJÁLSVERZLUN