Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1950, Qupperneq 17

Frjáls verslun - 01.12.1950, Qupperneq 17
rópu, ná fullum þroska í þessu sérstæða Miðjarðar- hafsloftslagi. Olívur, sítrónur (gulaldin), fíkjur möndlur og vínber þrífast vel á þessari breiddargráðu, því eigi skortir sól né vatn. Ávaxtaekrur landsins hafa margfaldast á síðustu árum. Búist er t. d. við að sítr- ónuuppskeran, sem nú er árlega um 100 þús. tonn, muni verða helmingi meiri að magni árið 1953. Frakkar flytja árlega inn mikið magn af snemm- þroskuöu grænmeti frá Marokko, þar sem hægt er að sá því mun fyr þar en á meginlandinu. Fyrirhugað er að koma upp hraðfrystistöðvum víðsvegar um land- ið, svo að hægt verði að hraðfrysta grænmeti og ávexti og senda á erlenda markaði allan ársins hring. Slík ráðstöfun mundi hafa í för með sér stóraukna garð- rækt og ávaxtaræktun í landinu og stuðla að aukningu útflutningsverðmætisins. Áveitur, nýjar ræktunaraðferðir. aukin bændamennt- un, jurtakynbætur, ræktun nýrra jurtategunda sem hæfa frjósömum jarðvegi, ruðningur nýs ræktunar- lands og aukin vélamenning — margt af þessu hefur þegar komizt í framkvæmd að einhverju leyti — getur gert Marokko að einu mesta akuryrkjuframleiðslulandi heims. Ræktanlegt akurlendi mun verða næstum 15 millj. ekrur að stærð árið 1953. Kornrækt (bygg, hveiti, mais) er meginstoð í akur- yrkjubúskap Marokkobúa. Framleiða þeir að meðal- tali um 4,840 millj. pund af kornmeti árlega. en af því magni fara hér um bil 4,400 millj. pund lil inn- anlandsnotkunar. Uppskeran er j)ó mjög háð veðrátt- unni, sem er talsvert breytileg ári til árs. Hin öra fólksfjölgun í landinu, sem mikið má J)akka nútíma- heilsurækt og auknum heilbrigðisráðstöfunum, skil- ur eftir æ minna af kornmeti til útflutnings. l!)úa- fjöldinn eykst um 2% að meðaltali árlega. Búa í land- inu nú um 8 millj. Marokkomenn og 350 þús. Evrópu- menn. I þessu aðalakuryrkjulandi takmarkast iðnaðurinn eðlilega fyrst og fremst við þarfir bændanna. Matvæla- iðnaðurinn er stærsta iðngreinin, og er sardínuniður' suðan þar með talin. Safi er ein mesta sardínuhafnar- borg heims. Fiskiskip koma alla leið frá Englandi til veiða við strendur Marokko, því gnægð er fiskjar í sjónum við strendur landsins, einkum þó sardínur og lúnfiskur. Eru næstum 200 verksmiðjur í landinu sem l'ást við fiskniðursuðu. Kjöt-, grænmetis- og ávaxtaniðursuða, hveitimölun, matarolíuvinnsla og sykurhreinsun eru helztu matvæla- iðngreinarnar, auk fiskniðursuðunnar. Vefnaðar-, steinlíms-, pappírs- og korkverksmiðjur skipa nú þegar orðið mikilvægan sess í efnahagskerfi landsins. Við byggingu Im Fout-stíflunnar bjuggu verkfrœðingarnir til stöðuvatn, sem notað er bœði til framleiðslu rafmagns og áveituframkvæmda. Framleiðendur í landinu hafa á síðustu árum lagt mesta áherzlu á vörugæði og lágt vöruverð, svo að þeir geti orðið samkeppnisfærir við erlenda keppinauta á heimsmarkaðinum. Til þess að ná því takmarki hefur þeim skilist þörfin á aukinni vélamenningu og tækni, bæði við akuryrkjubúska])inn og í iðnaðinum, svo og byggingu nýrra vega, járnbrauta og hafna til þess að auðvelda og hraða vörusendingum á lieimsmarkaðinn. Um aðalhöfn landsins, Casablanca, fara nú t. d. um 5 millj. tonn af vörum árlega, í samanburði við 130 J)ús. tonn árið 1913. Við samanburð á þessum tölum sézt greinilega hversu þörfin á auknum flutningatækj- FRJÁLSVERZLUN 177

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.