Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1960, Blaðsíða 1

Frjáls verslun - 01.12.1960, Blaðsíða 1
FllJÁLS VERZLUN Útg.: Frjáls Verzlun Útgáfufélag h/f Ritstjóri: V'aldimar Krislinsson Ritnefnd: Birgir Kjaran, formaður Gísli Einarsson Gunuar Magnússon í ÞESSU HEFTI: ÓLAFUR BJÖRNSSON: Aukin íramleiðni er undirstaða aukins kaupmáttar launa ★ PÁLL LÍNDAL: „Má þeim breqða mikið við" ★ VALDIMAR KRJSTINSSON: íbúðarhúsnæði og fullgerðar götur ★ KRISTINN HAI.LDÓRSSON: Landnám Svía í Siglufirði ★ LEIFUR SVEINSSON: Ferðasögubrot frá Vín ★ Nýia Sjáland ★ ÁSGEIR JÚLÍUSSON: Töfraspil auglýsinganna ★ Shellfélögin og olíuiðnaðurinn ★ GUÐMUNDUR G. HAGALÍN: I vesturvíking ★ o. m. fl. Stjóm útgáfufélags FRJÁISRAR VERZLUNAR Birgir Kjaran, formaður Gunnar Magnússon Helgi Ólafsson Sigurliði Kristjánsson Þorvarður J. Júlíusson Skrifstofa: Vonarstræti 4, 1. liæð Sími 1-90-85 — Pósthólf 1193 VfKlNlGSPRENT H.F. PlfENTMÓT IIF FRJÁLS VERZLUN 20. ÁRGANGUR — 6. HEFTI — 1960 Sr. Jón Auðuns, dómprój.: Jól Skömmu eftir lok síðustu heimsstyrjcildar sat ég þing um kristindómsmál í Amsterdam. Menn voru enn undir fargi styrjaldarógnanna. Af mikilli al- ■t öru var um vandamálin rœtt. I rœðustólinn gekk víðkunn þýzk menntakona frá Frank- furt am Main. Hún hóf mál sitt. með átakanlegri sögu. I Frankfurt var verið að grafa uqrp rústir eftir loftárásirnar. Menn komu niður á kjallara. Þar lágu lik fimm ungra manna. Þegar þeim varð Ijóst, að engin von var undankomu liöfðu þeir lagzt á gólfið, hlið við lilið, með krosslagðar hendur á hrjósti. Þannig fundust þeir. En með krítarmola, sem lá á gólfinu, hafði einhver þeirra skrifað á vegginn þessa orðsend- ingu til þeirra, er síðar kynnu að finna lík þeirra: „Við trúum á sólina, þótt hún sjáist ekki. Við trúum á Guð, þótt hann sé þögull.“ Margir segjast e.iga erfitt með að trúa, vegna þess, hve lítinn vott Guðs þeir sjái í lífinu. I hlýjum og hjörtum jóla- stofum með gnœgðir alls og föng til gleði, verður mörgum erfiðara en ungu mönnunum, sem hiðu dauðans úndir rústum hruninna húsa, að trúa því, sem þeir trúðu. Margt kann að glepja þér sýn. IÁfsbaráttan svo örðug, að ís liefir lagt yfir lindir lijarta þíns. En nú eru jól. Þú teigar að þér jólaunaðinn, sem liús þitt er þrungið af. Tónaregn gömlu jólasálmanna flæðir yfir hug þinn og sál þín sér barnið, lávarðinn, sem í jötu var lagður. IJér sér þú sólina. Hér heyrir þú Guð sjálfan tala. I barninu litla hýr fylling þess, sem takmarkaður hugur þinn getur grip- ið af ótakmörkuðum Guði. Sonur hans er fœddur til þess að segja oss og sanna: Guð er með þér. Gleðileg jól.

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.