Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1960, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.12.1960, Blaðsíða 8
son ritstjóri, er lengi hafði verið forustumaður í bæjarmálum, bæjarfulltrúi lengi og um tíma for- maður bæjarfulltrúanna. Þetta var ekki í fyrsta sinn, sem Jón Guðmunds- son tjáði sig um afnot Frakka af vatnsbólunum. Fjórum árum áður hafði stiftamtmaður ritað bæj arstjórninni bréf um það, að herskip Frakka, sem þá voru tíðir gestir hér við land, eigi erfitt með að fá vatn. Ekki virðist sennilegt, að Jón Guðmundsson hafi dregið úr því, að bæjarstjórnin lýsti yfir því, að sér „geti ekki verið skylt að sjá um, að herskipum þessum sé borgið með vatni hér úr bænum, þegar sérstakan tilkostnað þarf til þess að hafa.“ Slæmt vatn og aí skornum skammti Sannleikurinn er líka sá, að vatnsskortur var hér að meira eða minna leyti, þangað til vatnsveit- an tók til starfa. Má t. d. geta þess, að í fundar- gerð bæjarstjórnar 7. ágúst 1867 segir m. a.: „Nú sem stendur er ekki meira neyzluvatn hér en sam- svarar tæplega brýnustu þörfum bæjarbúa og kaup- skipum þeirra.“ Það var heldur ekki nóg með, að vatnið væri af svo skornum skammti, að stundum þyrfti að sækja það inn í Elliðaár, heldur var það misjafnlega gott, mjög slæmt úr sumum vatnsbólum. „Það liggur við að manni verði flökurt, þegar minnzt er á höfuð- staðarvatnið“, skrifar einn þekktur þingmaður árið 1906. Ekki batnaði heldur vatnið í meðföi’unum. í einu Reykjavikurblaðanna er skrifað árið 1907 á þessa leið: „Það er ekkert fágætt að sjá þá, sem eru að sækja hér í brunnana neyzluvatn til hxisa, líkna útigangshrossunum með því að gefa þeim að drekka. Það er í sjálfu sér fallegt að líkna þessum blessuð- um skepnum, en þegar menn sjá hrossin éta þar- ann í fjörunni, þar sem allur óþverri getur verið saman kominn og nasla um sorp fyrir utan hús og fram með görðum, þar sem alls konar sorp er fyrir, þá er voðalegt að hugsa til þess, að hestunum skuli vera brynnt úr sömu fötum, sem neyzluvatnið er sótt í, því hestarnir munu ekki þvo sér um snopp- una, áður en þeir drekka, þó að taugaveiki gangi í bænum . . .“ En það var ekki aðeins, að taugaveiki breiddist út frá vatnsbólunum, heldur ýrnsar aðrar pestir, sem teljast máttu laixdlægar í Reykjavík um þessar mundir. Dagsbrún nýrrar aldar Nú var líka komið að lokum brunnaldar. Þegar árið 1902 hafði bæjarstjórn fai'ið að ræða mögulcika á vatnsveitu í Reykjavík. Það mál átti eftir að mæta furðulegum erfiðleikum, eins og greinilega er lýst í hinni fróðlegu bók K. Zimsen, er áður getur, og þykir ástæðulaust að endursegja það. Er þar gerð rækileg grein fyrir hinum mikla þætti Guð- mundar Björnssonar landlæknis í þessu máli, en sá þáttur verður seint ofmetinn. Arið 1909 var þetta mikla mannvirki svo langt á veg komið, að 2. október þ. á. er talið, að vatns- veitan sé fullgerð. Nú gátu Reykvíkingar fengið 300 lítra hver maður af góðu vatni á dag fyrirhafn- arlaust, en áður höfðu vatnsnotin verið 18 lítrar á mann á dag. Viðbrigðin voru vissulega mikil. IJér var að ræða um stórkostlegt skref til aukinna þæginda og auk- innar hollustu. Það er því ekki ofmælt, þegar Fjall- konan sagði um Reykvíkinga eins og áður getur: „Má þeim bregða mikið við.“ 8 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.