Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1960, Blaðsíða 30

Frjáls verslun - 01.12.1960, Blaðsíða 30
Olíuhreinsunarstcð í Essex, Englandi hefir Shell t. d. stærstan hluta af olíuviðskiptum í Evrópu, nálægt 25%, og liefur einnig komið vel undir sig fótunum í löndum, sem hafa nýlega hafið framþróun. Arið 1975 mun eftirspurn eftir olíu í Bandaríkjunum hafa aukizt um 75%, en líklegt er að þá hafi hún þrefaldazt í öðrum frjálsum lönd- um. Auk Jæssa hefir samsteypan styrkt aðstöðu sína með því að leggja niður það, sem enn var eftir af einokunartilhneigingu fyrri ára, og taka höndum saman við einkaframtakið. „Enginn stend- ur okkur framar í trúnni á einkaframtakið", segir John Loudon. Auðjöframir tveir Shell er lengi búið að eiga í samkeppni við Standard Oil samsteypuna. Fyrsti olíuauðjöfurinn var John D. Rockefeller hjá Standard, en næstur honum kom harðger og dugmikill Hollendingur, Henri Deterding, sem gekk í hollenzka félagið skömmu eftir stofnun. þess 1890 og tók brátt við stjórninni. Eftir að Deterding tók við stjórninni, hratt félagið tilraun Standard til að yfirtaka það. Deterding var slyngur og óhræddur að leita nýrra markaða og háði harða baráttu við Standard í fjölda landa. Til að styrkja aðstöðu félagsins stofn- aði hann til samsteypu með brezka Shell Transport and Trading félaginu 1907, en fyrir því var Lund- únabúinn Marcus Samuel, sem hafði horfið frá al- mennri innflutningsverzlun, en hafði nú með höndum olíuflutninga. Félögin héldu heitum sínum, en tóku upp vörumerkið — skelina — sem Samuel hafði notað í sama tilgangi, þcgar hann flutti inn skeljar til að skreyta búningsherbergi kvenna á Viktoríu- tímabilinu. Samið var um að 4 af 7 forstjórum væru Hollcndingar. Eftir að Bandaríkjastjórn lagði niður einkasölu Standard Oil félagsins 1911, réðst Deterding inn á Bandaríkjamarkaðinn. Ilann stofnaði Shellfélögin, er síðar runnu saman í Shell Oil, og fékk aðgang að nægri olíu, er félagið fann hinar auðugu Signal Hill olíulindir í Kaliforníu. Skozkur maður, Ií. S. M. Burns, veitir forstöðu Shellfélaginu í Bandaríkj- unum, en það er öflugasta systurfélagið. Arið 1959 nam sala þess 1,8 milljörðum Bandaríkjadollara, en það var 9% meira en árið 1958. Líklegt er að Shellsamsteypan hafi farið verst allra olíufélaga út úr heimsstj’rjöldinni síðari. Sprengjum rigndi á olíustöðvar hcnnar í Evrópu, og kafbátar sökktu olíuflutningaskipunum. Þá varð Shell fyrir öðru áfalli, er Bandaríkjastjórn fyrir- skipaði Standard Oil að segja upp öllum kartcl- samningum 1942, þegar samsteypan átti mjög í vök að verjast að halda mörkuðum sínum. En að styrjöldinni lokinni var hún svo fljót að byggja upp olíustöðvar sínar, að Standard Oil fékk tæpast tækifæri til að vinna nýja markaði á hennar kostn- að. í upphafi lagði samsteyj)an sjálf fram mest af fjármagninu, en fór síðan á heimsmarkaðinn til að afla reiðufjár. Það var þó ekki fyrr en 1954, að samsteypan komst á skrá í kauphöllinni í New York. Breytt stefna Jolin Hugo Loudon hefir unnið ómetanlegt starf fyrir Shell, en málefnum samsteypunnar hefir hann helgað alla starfskrafta sína. Afi hans var eitt sinn landsstjóri í hollenzku Austur-Indíum, og frændi hans var utanríkisráðherra Hollands í fyrri heimsstyrjöldinni. Faðir hans, Hugo Loudon, gekk ekki í opinbera þjónustu, eins og venjan var í fjöl- 30 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.