Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1960, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.12.1960, Blaðsíða 31
Atlas, 400 tonna ilotkrani, aS koma iyrir borturni í Marakaíbó-vatni í Venezúela skyldunni, en nam verkfræði og var einn af braut- ryðjendum olíufélagsins og síðar framkvæmdastjóri og stjórnarformaður. John H. Loudon nam lögfræði, en á yngri árum ferðaðist hann um Evrópu með foreldrum sínum. Faðir hans vildi að hann færi í utanríkisþjónust- una, en sjálfur réði hann sig til Shell. Hann vann rúmt ár í Venezuela, en sneri þá heim og kvæntist skólasystur sinni. Síðan vann hann í Boston, Texas og Los Angelcs og hækkaði smátt og smátt í tign- inni innan samsteypunnar. Hann varð aðstoðarframkvæmdastjóri í Caracas 1938 og forstjóri í Venezuela 1944, aðeins 38 ára gamall. Hann fylgdist með þróun þjóðernishreyf- ingar þar í landi og breytti stefnu félagsins jtannig, að hún varð vingjarnlegri og frjálslegri. Fyrir frammistöðu sína var hann valinn í „innsta ráðið“ og kom til London 1947. Hann vann að uppbygg- ingu félagsins eftir styrjöldina og samræmingu fram- leiðslu og olíuleitar. Árið 1957 tók hann við stjórn samsteypunnar. í dag ræður Loudon yfir 250.000 starfsmönnum í „ríki“, senr nær yfir vinnslustöðvar í 17 löndum, 47 olíuhreinsunarstöðvar, stærsta olíuflutninga- skipaflota í heimi (551 skip) og hlutafjármagn í olíufélögum 76 landa. Ef til vill er félagasamsteypan eitt mesta alþjóðafyrirtæki í heirni, og hefir John Loudon átt mikinn þátt í að gera hana að því veldi. Þegar fjárhagsáætlun var síðast .afgreidd fyrir samsteypuna, gerði Svisslendingur grein fyrir framleiðslunni, Frakki ræddi markaðsmál, Banda- ríkjamaður fjármál og Ilollendingur um olíuleit. Fyrir samræmingunni stóð Breti. Fyrir styrjöldina voru aðeins fáir „útlendingar“ í þjónustu samsteyp- unnar, og voru þeir valdir „eftir því hve mikið þeir líktust Evrópumönnum“. Loudon sá fyrir að þjóðerniskennd myndi ná sterkum tökum á þjóðum heimsins eftir styrjöld- FRJÁLS VERZLUN 31

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.