Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1960, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.12.1960, Blaðsíða 24
Ásgeir Júlíusson teiknari: TÖFRASPIL AUGLÝSINCANNA Þar sem skýjakljúfarnir gnæfa við himin og gluggaræstarinn sinnir starfi sínu 60 hæðum fyrir ofan svart asfalt götunnar, lítandi út eins og lítil skríðandi padda á steingráum húsveggnum fyrir sakir fjarlægðar við gangandi fólk, þar sem neðan- jarðarbrautirnar gjósa milljónum manna upp í gegn- um göt á jörðinni, svo helzt minnir íslending á hverina heima, þar sem söngur götunnar og gnýr farartækja skilur aldrei við þig svefns eða vakinn, og smýgur í gegnum heilt, hversu hátt sem þú býrð, og mannhafið steypist yfir þig eins og íslenzk stórhríð, og það setur að þér goig við þá tilhugsun, að hér myndi vera auðvelt að verða úti innan um hvíta menn og svarta, rauða og gula, þar sem landsfólkið uppgötvar allt í einu að mitt á meðal þess hefur í áraraðir lifað samfélag 9 þúsund sálna, sem trúir því enn þann dag í dag, að jörðin sé flöt og verður frægt, þar sem það stærsta býr við hliðina á hinu smæsta og andstæðunum slær sarnan eins og logandi tundri, þar sem ferða- maður sezt niður inni á lítilli krá mitt í þessu iðandi töfraspili og biður um einn bjór til þess að jafna sig og svala þorstanum, og fær í aukagetu vin- gjarnlega smáfyndni frá þjóninum; í þessu undar- lega og stórkostlega landi — Bandaríkjunum — skipar auglýsingin gullroðið hásæti. Því þegar þú litur upp frá bjórglasinu verður þú var við hana allt í kringum þig í ótal mynduin: Seyðandi auglýsingaspjöld á veggjum, listrænir aug- lýsingapésar á borðurn, jafnvcl gólfið er ekki alls staðar látið ónotað eða hurðir og gluggar. Þér eru réttir nýtilegir hlutir, sem þú mátt taka hcim með þér endurgjaldslaust; þó ekki án þess að lesa töfr- andi setningar, sem á þeim standa um gæði þessa eða hins, og á meðan glymur útvarp með auglýsing- um eða þér birtist sjónvarpið í allri sinni dýrð, þar sem mitt á meðal fræðandi eða æsandi efnis stendur allt í einu fyrir framan jiig töfrandi fögur stiilka og bendir þér á að nota ABC svitameðal eða spyr j)ig — allt að því einslega — hvort þér hafi ekki láðst að fá J)ér eins og einn bauk af mcgrunarpill- um. Því næst ákaflega trúverðugur og vel klæddur maður, sem trúir þér fyrir ])ví, að menn raki sig hlæjandi með Bar-Ber rakvélum, og ekki nóg með það: hann rakar sig hlæjandi fyrir framan þig. Ef þú ert íslendingur, og þar að auki vaxinn eins og þráðarspotti, og hefur rakað ])ig með söniu rakvélinni síðastliðin tuttugu ár, og ckki hugsað þér að skipta, þá flyturðu þig inn á næsta greiða- sölustað, en það gildir einu, — auglýsingin eltir þig, vingjarnleg og elskuleg, stundum dálítið ráðrík. Þú færð ekki umflúið hana í þessu landi hvernig sem þú ferð að. Auglýsingar grípa meira inn í líf fólksins í Banda- ríkjunum en í nokkru öðru landi veraldar, og jafn- vel meira en flesta grunar; hefur áhrif á athafnir þess og kaupskap. Margir liafa andúð á þeim, en kaupa þó vörur sínar undir áhrifum frá þeim, án 24 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.