Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1960, Blaðsíða 44

Frjáls verslun - 01.12.1960, Blaðsíða 44
Kona var að aka bíl eftir sveitavegi, þegar hún sá nokkra viðgerðarmenn uppi í símastaurum. „Bjánar!“ hrópaði hún til vinkonu sinnar, „þeir hljóta að halda, að ég hafi aldrei keyrt áður.“ ★ „Góða frú, getið þér ekki gefið mér gamlan frakka?“ „Já, en þessi, sem þér eruð í er svo til nýr.“ „Ég veit það,“ svaraði betlarinn, „en liann er líka alveg að eyðileggja starf mitt.“ ★ „Hvað er langt héðan til stöðvarinnar?“ „Það er aðeins fimm mínútna gangur ef þér flýt- ið yður og hlaupið.“ ★ Nokkrar konur komu inn í strætisvagn, þar sem öll sæti voru setin. Bílstjórinn tók eftir manni í sæt- inu fyrir aftan hann, sem virtist sofandi. Hann varð hræddur um, að maðurinn myndi missa af áfangastað sínum og ýtti því við honum og sagði: „Vaknið þér!“ „Ég var ekki sofandi,“ mótmælti maðurinn. „Ekki sofandi? En þér voruð þó með lokuð augun.“ „Ég veit það, en ég þoli ekki að sjá konur standa í strætisvagni.“ Bílstjóri, sem ók með 120 km hraða á þjóðvegi var stöðvaður af lögregluþjóni. „Ók ég of hratt?“ spurði bílstjórinn afsakandi. „Nei, alls ekki,“ svaraði lögregluþjónninn. „Þér fluguð of lágt.“ ★ Gestur (snemma morguns, eftir að hafa dvalizt yfir helgi hjá kunningjafólki): „Bílstjóri, þér verðið að gæta þess, að ég missi ekki af lestinni.“ Bílstjórinn: „Engin hætta herra. IJúsbóndinn hérna sagði, að ef ég ekki gætti þess, þá myndi hann aldrei skipta við mig framar.“ ★ Frúin: „Ég hélt, að þér mynduð skammast yðar fyrir að betla í þessu hverfi.“ Betlarinn: „Verið þér ekki að afsaka þetta, ég liefi séð það verra.“ ★ Konan: „Hefur yður ekki einhverntíma verið boðin vinna?“ Flakkarinn: „Jú, einu sinni, en að öðru leyti liefi ég ekki mætt neinu nema góðvild.“ „Sástu hvað hún varð vandrœðaleg, þegar ég sagði, að við ækjum í PolmoiiVe?" 44 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.