Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1960, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.12.1960, Blaðsíða 9
Valdimar Kristinsson: Ibúðarhúsnæði og fullgerðar götur í gre'n þessari er rætt á víð og dreif um hinn háa byggingar- kostnað, útrýmingu heilsuspillandi húsnæðis og gatnagerð með tilliti lil aðslæðna hér á landi og þá einkum í Reykjavík og nágrenni. Ein helzta undirstaða þess að búa við góð lífs- kjör er að liafa ráð á góðu htisnæði. Hvað kallað er gott húsnæði fer eftir rnati manna og aðstæðuni á hverjum tíma. Það, sem við íslendingar köllum gott húsnæði í dag, myndi þykja bera vot.t um óhóf með flestum öðrum þjóðum. Nýlega hefur verið gefin út athyglisverð skýrsla, þar sem borin eru saman húsnæðismálin hér og í nokkrum ná- grannalandanna. íslendingar nota tiltölulega miklu meira fé til íbúðabygginga en þessar þjóðir og sennilega mun meira en nokkur önnur þjóð í heimi. Hér kostar meðalíbúð fimmföld meðalárslaun, en 2,5 til 3,7 föld meðalárslaun í þeim löndum, sem við helzt viljum bera okkur saman við. Og við byggjum óhagkvæmar en flestir aðrir, þ. e. nýtum húsnæðið illa. Hverjar skyldu vera ástæðurnar f.yrir öllu þessu? Ýmsir segja, að þar sem við búum í misveðrasömu landi þurfum við betra húsnæði en aðrir. Það er þjóðinni vissulega mjög mikils virði að búa í góðu húsnæði, en rnargir búa við meiri rigningar og meiri kulda en við, — og ekki auka harðviðarkarmar einangrunargildi húsa, svo að dæmi sé nefnt. Og þeir auka ekki heldur lífsþægindin. En vera má, að fjarvera slíkra karma dragi úr lífshamingjunni, ef nágranninn hefur þá. — Mikill hluti þjóðarinnar hefur mcð öðrum orðurn keppzt við að standa ekki að baki náunganum hvað húsnæði snertir, og helzt ögn framar. Hefur þetta vægast sagt gengið út í öfgar. En allt á þetta sér dýpri orsakir. Svo frumleg skýring hefur heyrzt, að kofar og kytrur fyrri alda hafi fengið svo á „þjóðarsálina“, að nú sé verið að hefna hörmunganna. íslenzka þjóðin svalt líka oft heilu hungri, en þó er óhóf í mataræði fátítt hér á landi. (Reyndar munu fáar þjóðir búa við eins fábreytt mataræði og við, og þó, eða e. t. v. þess vegna, er heilsufar hér betra en víðast hvar annars staðar.) Aðrir segja, að landsbúar séu fram úr hófi eyðslusamir, og þó að óhóf við bygginga- framkvæmdir sé ekki eyðsla í venjulegum skilningi, þá búi hið sama á bak við. Óhætt mun að fullyrða, að íslendingar eru ekki í hópi hinna ráðdeildarsömustu þjóða, en hin marg- unrtalaða eyðslusemi hefur áreiðanlega mjög skapazt af þeim aðstæðum, sem ríkt hafa. Stöðug verðbólga hlýtur að draga mjög úr sparnaði, nema hægt sé á sem skemmstum tíma að breyta peningunum í raunveruleg verðmæti, og þá lá húsnæði beinast við hjá flestum, — gjarnan stórt og vel búið. Óhófleg skattlagning studdi svo að hinu sama. „Aukatekjum“ er tiltölulega auðvelt að koma fyrir í snúnum stiga eða parketgólfi. Og svo hefur það mörgum bjargað að vera nógu lengi að byggja. Þá var auðveldara að snúa á skattyfirvöldin og liægt að dútla við þetta í frístundum. Vissulega hafa mikil verðmæti skapazt við það, að fólk hefur sjálft lagt hönd á plóginn, í orðsins fyllstu merkingu, en „sjálfshjálpin“ hefur ekki skilað eins miklu og virð- ast kann við fyrstu sýn. Fróðir menn fullyrða, að verkaskiptingin í nútíma þjóðfélögnm sé ein helzta undirstaða framfaranna. Það er því hætt við, að gengið hafi verið of langt í þessum efnum. En fólki hefur verið vorkunn. Hefur ekki fjöldi iðnaðar- manna notfært sér ástandið og aðstöðuna út í yztu æsar? — og svo voru það skattarnir. Nú eru að skapast allt aðrar og heilbrigðari að- stæður en fyrr. Hin hættulega spenna í efnahags- lífinu er að hverfa og með stöðugu verðgildi pen- inganna og mun skynsamlegri skattalögum en áður þarf ekki lengur að fela fé með kjánalegum hug- FRJÁLS VERZLUN 0

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.