Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1960, Blaðsíða 33

Frjáls verslun - 01.12.1960, Blaðsíða 33
ákvörðun verðlags á benzíni og halda því fram, að verðlag sé jafnt hjá öllum af því, að þeir hafi jafnan aðgang að sömu hráolíusvæðum og greiði um það bil sama kostnað við að koma olíunni úr lindunum í dælurnar. En fáir geta sagt verðlags- jöfrunum stríð á hendur. Óháð félög geta stundum neytt stóru félögin til að lækka verð á bensíni, eins og gert var nýlega í Vestur-Þýzkalandi. En þau hafa ekki aðstöðu úli um allan heim til þess að mæta sókn hinna stóru félaga og geta sjaldnast boðið viðskiptamönnum sínum ótakmarkað magn af olíu við sama verði. Þess vegna eru stóru við- skiptamennirnir háðir stóru olíufélögunum og verða að kaupa olíu frá þeim á þeirra verði. Þar að auki er fjöldi aðila, sem hefur hagsmuna að gæta og beitir sér gegn væntanlegum verðlækk- unum. Benzínsala er t. d. mjög hátt sköttuð. í Bandaríkjunum greiðir neytandinn S1 cent fyrir hvert gallon af benzíni og þar af um 10 cent í skatt. Sjálfstæð fyrirtæki í Bandaríkjunum, en þar í landi er olíuframleiðslan dýrust, þvinguðu ríkisstjórnina til að vernda sig gegn ódýrum innflutningi með því að hefta hann. Þar eru því stofnanir, sem gæta jafnvægis (sem hefur komið í veg fyrir raunverulegt offramboð í Bandaríkjunum) og hakla þannig að vissu leyti verðlaginu uppi. En enginn veit, hversu lengi olíuiðnaðurinn get- ur haldið verðlaginu uppi, þegar við mikið fram- boð og ákefð óháðra félaga cr að etja. Reyndur olíumaður frá Mið-Austurlöndum spáir því, að inn- an tveggja ára verði annaðhvort framleiðslan minnkuð mikið eða verðhrun skelli yfir. ÁFANGAR Ólafur Stefánsson var settur fulltrúi í fjármálaráðuneytinu í ágúst sl. Ólafur er fæddur 17. júlí 1931 í Kalmanstungu í Mýra- sýslu. Hann lauk stúdentsprófi frá M. A. árið 19.52 og kandidats- prófi í viðskiptafræðum frá H. í. vorið 1955. Hann dvaldist síð- an eitt ár við framhaldsnám við „University of Chicago“ í Bandaríkjunum. Haustið 1956 hóf hann svo nám í lögfræði við H. í. og lauk embættisprófi sl. vor. Ólafur starfaði allmikið í hag- fræðideild Landsbanka íslands árin 1957—’59. Loks hefur Ólafur tekið drjúgan þátt í félagsmálum. árinu 1948, þar hinn 1. okt sl. Pétur Ottesen hefur verið ráð- inn sölustjóri hjá Hilmi hf., Reykjavík. Annast hann sölu á prentvinnu og fyrirgreiðslu í prentdeild fyrirtækisins. Pétur er fæddur í Reykjavík 22. júlí 1919. Hann hefur starfað hjá Stein- dórsprenti hf. við skrifstofustörf síðan 1936 og sem fulltrúi frá til hann tók við núverandi starfi Notkun olíunnar er heiminum nctuðsyn Hversu lengi heldur framboðið áfram að aukast? A. m. k. 10 ár segja margir olíumenn. En John Loudon er bjartsýnn og segir: „Persónulega er ég hvergi smeykur. Yfirframboðið jafnar sig með tím- anum. Heimurinn mun þurfa á sífellt meiri olíu að halda.“ Sú samkeppni, sem enginn virðist óttast, eru nýir orkugjafar. Þótt gas verði jafnan mjög mikils- vert hafa olíufélögin góða aðstöðu á því sviði. Ekki er búizt við að kjarnorkan verði samkeppnisfær fyrr en eftir mörg ár. Raunar fagna margir olíumenn kjarnorkunni sem væntanlegum orkugjafa, sem hag- kvæmt verði að hagnýta. Jafnvel nú, þegar offram- boð er svo mikið, telja þeir sig sjá fyrir, að olíuforði jarðarinnar muni ekki endast til þeirra þarfa, sem framtíðin mun krefjast. (Þýtt og stytt úr Time.) Jóhannes Jörundsson var ráð- inn auglýsingastjóri Vikunnar 1. október sl. Jóhannes er fæddur í Iírísey 1931. IJann stundaði kennslu í teikningu í skólum í Reykjavík 1952—’53 en réðst til Sambands ísl. samvinnufélaga 1954 og starfaði hjá skipadeild og síðan fjármáladeild þess til ársins 1958. Þá tók hann við framkvæmdastjórn skrifstofu Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Reykjavík, og starfaði þar til 1. júlí í ár. Frá 1. júlí til 1. október vann hann á ný hjá fjármáladeild S. í. S. Jóhannes hefur lagt töluverða stund á auglýsingagerð og má ætla að nokkuð muni að hon- um kveða í þessu nýja starfi. rnJÁLs yERZiiUN 33

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.