Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1960, Blaðsíða 10

Frjáls verslun - 01.12.1960, Blaðsíða 10
íslendingar þurfa fyrst og fremst góð, einföld íbúðarhús, sem byggð eru við fullgerðar götur og gangstéttir. — Myndin sýnir slík hús við San Fransiskó-flóann. Brúin yfir Gullna hliðið sést í baksýn dettum í formi innanhússskrauts. Einnig er þess að vænta, að samanburðurinn við aðrar þjóðir og um- hugsunin um stöðnunina, sem hér hefur ríkt, varð- andi þarflegar nýjungar við byggingaframkvæmdir, muni áður en langt um líður leiða til byltingar í þessum málum öllum. Og mun það ekki hafa litla fjárhagslega þýðingu fyrir þjóðfélagið. En vart mun meiri umbóta þörf á öðru sviði hér á landi nú sem stendur. ★ Þó að nú þurfi að leggja áherzlu á að lækka byggingarkostnaðinn, á að sjálfsögðu að byggja gott húsnæði cftir sem áður. Takmarkið á hverjum tíma er, að sem flestir, *g helzt allir landsmenn geti notið slíks húsnæðis. Þrátt fyrir stórátak, einkum af hálfu Reykjavíkurbæjar, til að útrýma hinu svo- kallaða heilsuspillandi húsnæði, býr enn nokkur hluti þjóðarinnar við mjög lélegan húsakost, — í bröggum, skúrum og í kjöllurum og á háaloftum gamalla húsa. Þessu þyrfti öllu að útrýma, en það er hægar sagt en gert, einkum fvrir þá sök, að sumu fólki er vart hægt að hjálpa. Enda eru þeir til, sem vilja búa í lélegu, ódýru húsnæði til þess að geta eytt meiru í annað. Flestir íslendingar munu vera þeirrar skoðunar, að réttlátt sé að hjálpa því fólki, sem hefur orðið undir í lífsbaráttunni. Meðal annars með útvegun húsnæðis, ef þörfin cr mjög brýn. Til þess að öllu réttlæti sé fullnægt, er þó nauðsynlegt, að slík hjálp sé innan hóflegra takmarka, fyrst og fremst fyrir þá sök, að það eru svo margir, sem ekki myndu liika við að misnota hjálpsemi þjóðfélags- ins. Og ekki má heldur deyfa sjálfsbjargarviðleitn- ina, sem framfarirnar eiga að byggjast á. í þessu sambandi er vert að hugleiða, hvort opinber að- stoð við húsbyggjendur hefur alltaf fullnægt öllu réttlæti. Heyrzt hefur um fólk sem ekki hefur viljað flytja úr lélegu húsnæði (svo sem bröggum) til þess að fá að njóta opinberra styrkja síðar, — og sumir, sem hafa notið slíkra styrkja, hafa eftir skamman tíma búið við mun betri lífskjör en ýmsir, sem enga styrki fengu. Það er margt að varast í réttlætis- baráttunni. Hætt er við, að heilsuspillandi húsnæði verði aldrei útrýmt með öllu, nema skipulega verði unnið að því að byggja ódýr „bráðabirgðahús“ í líkingu við „Höfðaborg“ í Reykjavík, þar sem fólk geti fengið leigt við vægu verði. Þetta þarf að vera sómasamlegt húsnæði, en þó ekki búið þeim þæg- indum, að það dragi úr vilja alls venjulegs fólks til að komast í annað betra. Slíkt húsnæði, scm þyrfti að endurnýja á t.. d. 25 ára fresti, mætti alls ekki mynda stór hverfi, heldur ætti þvert á móti að dreifa því víða um borgina og staðsetja það við 10 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.