Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1960, Blaðsíða 5

Frjáls verslun - 01.12.1960, Blaðsíða 5
Aðalstræti 1836. Margir eiga bið við vatnspóstinn scra Björn Halldórsson í Sauðlauksdal ritaði og út kom 1780. Þar er þessi ráðlegging gefin manni, er hyggst hefja búskap: „Fyrst skaltu velja þér gott vatnsból, því flestum óhægindum er það verra, ef þess er vant. Það vatn er bezt, sem engan smekk hefur og skúmar vel með sápu.“ Himneskir bninnar Sennilega hafa íslendingar, auk reynslu forfeðr- anna, mátt búa við þessar ráðleggingar séra Björns einar saman langt fram eftir öldinni sem leið, því að varla mun annað að finna í prentuðum heim- ildum en þær, til leiðbeiningar um þetta efni. í öðrum bókum er hins vegar að finna ýmislegt um brunna. Það er í hinu mikla flóði guðsorðabóka, sem þá gekk yfir, en það eru ekki hversdagsbrunnar, scm þar er rætt um, hcldur brunnur sannrar misk- unnar, brunnur réttrar læringar og aðrir brunnar himneskrar náttúru. I prédikanasafni einu frá 18. öld er, eins og í fleiri slíkum ritum, útmáluð dýrð himnaríkis mcð þeim hætti, sem áhrifamestur mun hafa verið tal- inn á þeim tíma. Það er ekki nóg með, að íbúum á ísaköldu iandi séu gefin fyrirheit um „svöl lysti- göng“, marmaralíkneskjur og trjálundi með svo ágætum viðum sem sýprustrjám, reykelsis- og myrrutrjám og öðrum slíkum kjörviði, heldur er það sérstaklega tekið fram, að þar séu „þær hagan- legasta tilreiddar vatnsleiðslur“. Og aðdáunin á slík- um öndvegismannvirkjum sem vatnsleiðslum er ekki takmörkuð við guðsorðabækurnar. í Oddsens- landafræði, sem Bókmenntafélagið gaf út á önd- verðri öldinni sem leið, segir svo í kaflanum um héraðið Estremadura í Portúgal: „Þar er nafn- kunn vatnsleiðing í manngjörðum steinboga yfir 1200 skrefa brciðan dal. Það er aðdáanlegt snilld- arverk.“ Og svo liðu áratugir, að Islendingar létu sér nægja að liugsa um þessi aðdáanlegu snilldarverk, þessa heims og annars, án þess að hefjast handa. Ingólfsbrunnur og vatnsskatturinn í ritgerð Skúla Magnússonar landfógeta, Lýsing Gullbringu- og Kjósarsýslu, segir m. a.: „Reykjavík hefur gott ósalt vatnsból, sem nefnist Ingólfsbrunn- ur eftir fyrsta landnámsmanni íslands.“ Mjög má draga í efa, að þetta nafn hafi tíðkazt lengi, þegar ritgerðin var skrifuð, því að nafn Ingólfs Arnar- sonar virðist algerlega hafa verið gleymt mönnum, FRJÁLS VERZLUN 5

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.