Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1960, Blaðsíða 36

Frjáls verslun - 01.12.1960, Blaðsíða 36
flækjur og hankir fjarlægðar. Svo fóru þá herraenn inn í húskrílið á ný, og nú fundu þeir í lítilli kompu, sem vissi út að girðingunni allstóran moldarhaug og stærðar op í gólfið. Við nánari athugun kom í Ijós, að írarnir höfðu grafið göng undir húsvegginn, götuna og girðinguna og allt út í gömul námagöng, sem voru þarna örskammt frá og ekki höfðu verið fyllt. Þeir höfðu síðan skriðið eftir göngunum, unz þeir sluppu út undir bert loft. Nú varð uppi fótur og fit. Hermenn leituðu um allan bæinn og allt nágrennið, og samtímis spurðu liðsforingjar eftir strokuföngunum í síma. Loks fréttu þeir, að einmitt þessa nótt hefði horfið bátur á sunnanverðri eyjunni. Líklegt þótti, að þarna hefðu írarnir verið að verki, og mundu þeir ætla sér til heimalands síns, Strax og Jón hafði fengið vitneskju um hvarf þeirra, hafði hann þótzt vita, að þeirra væri ekki annars staðar að leita en á sundinu milli Manar og Irlands, en hann hafði forðazt að inna að því við nokkurn mann, sem fram hafði farið milli hans og þeirra. Fangarnir ræddu nú mikið um það, hvort þremenn- ingunum mundi takast að sleppa, og var auðheyrt, að öllurn var það mjög í mun. En Jón taldi ekki nein líkindi til, að þeim mundi lánast flóttinn. Flug- vélar og herskip mundu kanna sundið svo vel og vandlega, að þar fengi ekki leynzt korkflaga, hvað þá bátur. Ef írarnir hefðu safnað sér matföngum og tekið það ráð að leynast einhvers staðar á eyj- unni nokkra sólarhringa, áður en þeir legðu frá landi, hefði getað hugsazt, að þeir slvppu, en nú hlaut það að vera vonlaust. Það leið heldur ekki á löngu, unz komið var með strokumennina. Þeir höfðu fundizt miðja vegu milli Manar og írlands. Skammt fyrir utan girðinguna var kofi, sem í voru settir þeir fangar, sem brutu eitthvað af sér. Þar var gengið mjög rammbyggi- lega frá dyrum og gluggum. Þegar fangi var hafður þar í haldi, var húsfélögum hans gert að skvldu að færa honum mat, en þeim, sem það gerði fylgdi ávallt hermaður. Þegar sást hvar hcrmannahópur kom mcð írana og stefndi að fangakofanum, hópuðust á níunda hundrað fangar þar út að girðingunni, sem bezt sást til. Og svo var lostið upp mörgum hrópum — ekki til að samgleðjast fangabúðastjóranum, hcldur til að láta í Ijós aðdáun á kjarki og dugnaði ír- anna og veljióknun á tiltæki þeirra. Dunuðu hrópin í kvöldkyrrðinni, unz dyrnar höfðu lokizt aftur á eftir hinum fangelsuðu strokumönnum. 3<$ Þeir áttu enga húsfélaga, en nú komu menn úr öllum áttum og báðust þess, að þeim væri leyft að færa írunum mat. En þess var þverlega synjað. Höfuðsmaðurinn, sem var fangabúðastjóri, hafði kveðið upp þann refsiúrskurð, að írarnir skyldu sitja í svelti fyrst um sinn. Þessi fregn hafði mjög alvarlegar afleiðingar. Það var sem heiftaræði hefði gripið allan fangahópinn. Menn æptu og hnýttu hnefa, og margir skulfu og nötruðu af æsingi. Gæzluliðið — jafnt dátar sem foringjar — bjó í gistihúsinu mikla, sem stóð fast við suðurröð stauragirðingarinnar. Nú þusti fanga- mergðin þangað, sem skemmst var yfir að gisti- húsinu. Þar var kallað og æpt, og nokkrir menn tóku að rífa upp götusteina og annað, sem losað varð, og henda því á gistihúsið. Brátt tókst þó Jóni og nokkrum öðrum að fá hljóð og stöðva kast- hríðina. Stungu þeir upp á, að kosnir væru tveir sendimenn, sem gerðu þá kröfu til höfuðsmannsins í nafni allra fanganna, að þeim yrði leyft að færa írunum mat. Þetta var samþykkt og sendimenn- irnir valdir. Þeir fóru síðan út um hliðið og yfir í gistihúsið, ásamt tveim hermönnum. Það var orðið dimmt af nóttu, þegar þetta gerð- ist, og þarna stóð nú allur hópurinn grafkyrr og steinjiögull, eins og draugar í kirkjugarði, sem hefur risið. En loks heyrðist kallað: „Þeir eru að koma, þeir eru að koma!“ Síðan varð dauðaþögn, unz rödd annars sendi- boðans kvað við: „Hann sagði ákveðið nei.“ Eitt andartak var steinhljóð, en því næst var lostið upp óskaplegu orgi, og svo komst þá heldur en ekki kvik á hópinn. Allir þeir, sem næstir stóðu girð- ingunni, hófu á ný kasthríðina á gistihúsið, en aðrir báru að þeim allt, sem kastað varð. Á þessu gekk alllcngi, en loks tókst þeim úr hópi fanganna, sem fangabúðastjóri liafði falið þar eftirlit, að láta til sín heyra, með tilstyrk Jóns og nokkurra annarra, sem ekki hafði runnið á neitt æði. Eftirlitsmaður- inn bauðst til að fara einn á fund höfuðsmannsins og bera á ný upp kröfu um það, að írunum yrði færður matur. Þessu tilboði var ekki mótmælt og margir guldu því samþykki sitt. Eftirlitsmaðurinn fór, og aftur var beðið í þögn. Ekki leið á löngu, unz eftirlitsmaðurinn kom og tilkynnti, að því miður hefði höfuðsmaðurinn reynzt óhagganlegur. Samstundis hófust á ný öskrin og kastið. En þar kom, að ekki varð fleira fundið, sem kast- að yrði, og svo mun þá einnig hafa verið tekinn FEJALS VERZLUIf

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.