Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1960, Blaðsíða 32

Frjáls verslun - 01.12.1960, Blaðsíða 32
ina og hófst því lianda um að selja framkvæmda- stjórn í hendur innfæddum, þar til stefnu fyrir- tækisins hafði verið gjörbreytt. Arlega eyðir félagið um 7,4 millj. Bandaríkjadollara í að mennta hæfi- leikamenn í löndum, þar sem það hefir rekstur. Sextíu ungir forustumcnn af 27 þjóðernum starfa um víða veröld. Forustumenn samsteypunnar vilja, að starfsfólk- ið gangi með merki félagsins til að sýna alþjóðlega samstöðu. Illutdrægni innan samsteypunnar er stranglega bönnuð. Því til skýringar er oft sögð sú saga, að þegar maður nokkur í Egyptalandi neit- aði að vera í sama skrifstofuherbergi og Egypti, sem nýlega var búið að hækka í tigninni, sagði framkvæmdastjórinn aðeins: „Það fer olíuskip á morgun. Þér farið með því.“ Þessi breytta stefna Shell hefir aldrei komið sér betur en fyrst eftir heimsstyrjöldina síðari, þegar allt logaði í þjóðerniskennd meðal hinna gömlu nýlendna. Þegar Indónesía skildi við Holland, tóku Bretar og Indónesar við störfum Hollendinga þar. Hollendingar tóku við af Bretum í Egyptalandi, þegar þeir síðarnefndu voru óvinsælir þar eftir Súezdeiluna. Bretar og aðrir voru sendir til Túnis, Marokkó og Alsír í stað hinna óvinsælu Frakka. Efnaiðnaðurinn Auk aðstöðu og traustra markaða um víða ver- öld hefir samsteypan það fram yfir alla aðra hlið- stæða aðila, að hún stendur fremst á sviði efna- iðnaðar, en þá starfsemi hóf Shell þegar árið 1928. Af heildarsölunni er 9% efnavörur, og samsteypan er heimsins stærsti seljandi efnavara í þágu land- búnaðar, svo og skordýraeiturs. Ennfremur er hún stærsti framleiðandi þvotta- og hreinsiefna utan Bandaríkjanna. Á sviði efnaiðnaðar eru möguleik- ar til aukningar taldir nærri ótakmarkaðir. Meira en helmingur slíkra vara er unninn úr olíu eða í sambandi við olíuvinnslu. Þess er vænzt, að árið 1965 hafi framleiðsla á þcssu sviði aukizt um 65%, miðað við framleiðsluna í dag. Olíuhreinsunarstöð og iðjuver samsteypunnar, Pernis, nálægt Rotterdam í Ilollandi, er voldugur minnisvarði á sviði efnarannsókna og framleiðslu, en til framkvæmda þar hefir verið varið 600 milljónum Bandaríkjadollara. Flestar eru bygg- ingar þessar reistar eftir styrjöldina, en hér er um að ræða mesta fyrirtæki samsteypunnar og eitt stærsta iðjuver í Evrópu. Stöðin tekur við um 16 milljón lestum af hráolíu á ári og framleiðir um 600 vörutegundir. Svo mikið af vélum stöðvarinnar er sjálfvirkt, að á nóttunni halda aðeins 500 starfs- menn henni gangandi. En nú er stefna samsteyp- unnar að byggja meðalstórar olíuhreinsunarstöðvar, cnda búizt við að eftirspurnin aukist meira í Afríku en Evrópu, þegar fram líða stundir. Verðlækkun? Þeirri spurningu er oft varpað fram, hvers vcgna verðlag á benzíni og olíum lækki ekki eins og sam- kcppnin er mikil og framboðið gífurlegt. Ástæðan til þess cr m. a. samstaða stóru olíufélaganna um að hamla á móti verðlækkun á olíuvörum, því að slík lækkun myndi að sjálfsögðu minnka hagnað þeirra. Kenning þeirra er sú, að ef eitt félaganna lækkar verðlag almcnnt verði öll hin að koma á eftir, og enginn hagnast á slíkri samkeppni að lok- um, ekki heldur kaupendur varanna. Loudon segir: „Það er fráleitt að byggja aðild sína að markaðn- um á verðlækkunum. Vaxtarmöguleikarnir eru fólgnir í því að byggja olíuleiðslur og afgreiðslu- stöðvar og auka framleiðslu og geymslurými." Árangurinn verður sá sami og hjá bíla- og vind- lingaiðnaðinum, stóru olíufélögin byggja samkeppni sína sjaldnast á verðgrundvelli. En þau leggja áherzlu á að vera samkeppnisfær þrátt fyrir sam- heldni. Tim Wilkinson, einn af framkvæmdastjórum Shell segir: „Við getum allir verið beztu vinir og félagar, þegar við erum saman, en eftir að við kveðjumst förum við í skrifstofurnar og bítumst eins og hægt er.“ Þegar ágóði fer minnkandi, beinist ásóknin gegn keppinaut gjarnan að því að gera honum sem allra dýrast að komast inn á nýjan markað. Þegar Standard Oil fór inn á gamla Shell- markaðinn í Marokkó eftir styrjöldina, gerði sam- steypan allt, sem í hennar valdi stóð, til að yfir- bjóða lóðaverð fyrir afgreiðslustöðvar og þannig halda aftur af Standard Oil. Stóru olíufélögin neita því, að leynimakk sé um 32 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.