Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1960, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.12.1960, Blaðsíða 14
Séð yfir Siglufjörð. Til vinslri Hvanneyrarskálin og fjallið Strákar. Til hægri. 1 baksýn, Siglunes ur kútterinn „Orion“ til síldveiðanna. Útgerðin heppnaðist ágætlega, og þótt skipin væru norsk, höfðu þau sænskan fána meðferðis til að undirstrika, að hér væri sænskt fyrirtæki á ferð, og mun þetta vera í fyrsta skipti að small í sænskum fána í Siglu- fjarðarhöfn. Þessi fyrsta vel heppnaða tilraun Svíans varð til þess að Solbu fékk tvo aðra landa sína í félag við sig á næsta ári, og sendu þeir þá stærri leið- angur til Siglufjarðar. Þessir félagar hans hétu H. H. Kristensen og Erik Bolin. Þeir sendu gufu- skipið „Serla“ frá Gautaborg til íslandsveiða sum- arið 1906. Skipstjóri var Carl Kock frá Gautaborg, og er „Serla“ óefað fyrsta sænska gufuskipið, er siglir inn í Siglufjarðarhöfn. Solbu ætlaði árið áður, 1905, að leigja sænskt gufuskip í hinn fyrsta leiðangur, en leigan strand- aði á því að ekkert sænskt sjótryggingarfélag fékkst til að tryggja farm og útbúnað á hinum fjarlægu miðum við Norður-ísland. Hinir tveir leiðangrar Solbu og félaga hans hcppn- uðust vel og framar vonum, og þetta framtak þeirra varð til þess, að árið 1907 komu hingað leiðangrar frá Smögen og Lysekil og upp frá því tóku Svíar á ári hverju þátt í síldveiðinni hér fyrir norðan. Edvin Jacobsen hafði yfirumsjón mcð síldarlcið- angrum þeirra Solbu, Kristensens og Bolin þau 14 ár, er þeir gerðu skip sín út til síldveiða hingað, og er ekki að efa að Svíarnir hafa notið dugnaðar hans og fyrirhyggju, þar sem Jacobsen var maður mjög áreiðanlegur í öllum viðskiptum. Traust það, er hann ávann sér hjá Svíum, má marka á því, að í fyrri heimsstyrjöldinni löggilti matvælanefnd Svía hann sem trúnaðarmann sinn varðandi yfirtöku á saltsíld frá íslandi. Það var vissulega ábyrgðarstarf eins og verkun síldar var háttað á þeim dögum. Jacobsen geymdi í fórum sínum fyrsta sænska fánann er blakti hér í Siglufjarðarhöfn á skonnort- unni ,;Pilen“ sumarið 1905. Hann varðveitli fán- ann sem minjagrip, og þegar síðari heimsstyrjöldin var að hefjast sumarið 1939, afhenti hann aðal- ræðismanni Svía á íslandi, hr. 0. Johansen, fánann með tilmælum um að liann fengi samastað á Sjö- fartsmuseum í Gautaborg, og geri ég ráð fyrir að fáninn sér nú þar niður kominn. Svíar voru, frá upphafi síldveiða fvrir Norður- landi. helztu keupendur saltaðrar síldar, og þeir voru jafnan langstærstu kaupendurnir fram að 1940. Um skeið voru þeir því nær einráðir á saltsíldar- markaðnum, og það má segja að þeir hafi — á vissu tímabili — verið raunverulegir eigendur margra síldarstöðvanna á Siglufirði, en svo komu 14 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.