Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1960, Blaðsíða 39

Frjáls verslun - 01.12.1960, Blaðsíða 39
(~ Athafnamenn og frjólst framtak ~y Magnús J. Brynjólfsson framk vœmdastjóri Magnús J. Brynjólfsson er fædd- ur 31. ágúst 1899 í Reykjavík, eða nánar tiltekið í húsinu nr. 3 við Austurstræti, sem faðir hans, Jón Brynjólfsson, skósmíðameistari og síðar kaupmaður, hafði byggt árið áður í félagi við Reinhold Ander- sen klæðskerameistara. í þá tíð var Austurstræti 3 með stærstu húsum bæjarins. Móðir Magnúsar, Guðrún Jós- efsdóttir, var fædd að Kleppi við Reykjavík, og er hann því Reyk- víkingur í liúð og hár. Magnús vandist snemina á að vinna ýmis störf til sjávar og sveita, eins og þá var títt um ung- linga, jafnframt því að hann, á veturna stundaði nám við Mennta- skólann í Reykjavík, en þar hóf hann nám 1912. Útþrá var Magn- úsi í blóð borin, og að afloknu fjórðabekkjar prófi hætti hann námi og hélt vestur um haf, fyrst til Kanada og síðar til Bandaríkj- anna. í Kanada vann Mag'nús einn vetur við fiskveiðar á Winnepeg- vatni ásamt þremur félögum sín- um. Veiddu þeir fiskinn í net, er lögð liöfðu verið undir ísinn snemma vetrar, og notuðu hunda- sleða til að draga aflann til bæki- stöðvanna, sem voru bjálkakofi með tilheyrandi byrgi fyrir aflann. Eftir ársdvöl í Kanada fluttist Magnús til Bandaríkjanna og dvaldist þar næstu sjö ár, lengst af í Nevv York-ríki. Gegndi hann, meðal annars, herþjónustu í hálft annað ár, en heimsstyrjöldin var til lykta leidd, áður en herdeild hans skyldi send til Evrópu. En mjóu munaði, því að herdeildin hafði síðustu vikuna beðið tilbúin til brottferðar. Að lokinni herþjónustu stundaði Magnús nám við amerískan verzl- unarháskóla og lauk þaðan prófi eftir tveggja kennslumissera nám. Vann eftir það við ýmiss konar störf, en þó aðallega skrifstofu- vinnu, þar til hann fór aftur heim til íslands. Er heim kom, lióf Magnús starf við verzlun föður síns, Leðurverzl- un Jóns Brynjólfssonar, sem hann hafði sett á stofn árið 1903. Var það fyrsta sérverzlun hér á landi og eingöngu verzlað þar með efnis- v'örur til skósmíði, söðlasmíði og aktygjasmíði. Er svo cnn í dag, nema hvað aktygjasmíði hefur, að mestu, lagzt niður. Magnús keypti verzlunina af föður sínum í ársbyrjun 1927 og hefur rekið hana síðan. Árið 1951 hóf Magnús félags- skap með þeim Arnljóti heitnum Guðmundssyni, framkvæmda- stjóra og Tryggva Jónssyni, niður- suðufræðingi. Þeir félagar höfðu þá stofnsett firmað Kjöt & Rengi, er hafði með höndum vinnslu, sölu og dreifingu á hvalkjöti á innan- landsmarkaðnum. Ári síðar var Niðursuðuverksmiðjan Ora sett á stofn. Við andlát Arnljóts keyptu þeir félagar, Magnús og Tryggvi, hluta dánarbúsins og sameinuðu fyrir- tækin undir firmanafninu Niður- suðuverksmiðjan Ora — Kjöt & Rengi hf. Hún er nú stærsta og fullkomnasta niðursuðuverksmiðja landsins og vinna þar að jafnaði 30—60 manns. Verður innan skamms tekin til afnota hjá verk- smiðjunni fullkomin reykingarsam- stæða til reykingar á síld og öðru fiskmeti, sem eftirspurn er eftir á erlendum markaði. Má geta þess hér, að Faxasíldin er tilvalið hrá- efni fyrir framleiðslu á „kippers“. Útflutningur er þegar talsverður og fer jafnt og þétt vaxandi. Mest áherzla er lögð á vöruvöndun og gæði og samvinna höfð vdð Efna- rannsóknastofu Háskólans um framleiðsluna. Magnús hefur starfað mikið að félagsmálum, bæði innan verzlun- arstéttarinnar og utan. Og til þess að sýna, hvert traust stéttarbræð- ur bera til lians í þessum efnum, skal þess getið, að hann hefur set- ið í stjórn Verzlunarráðs íslands síðan 1953, en faðir hans var einn frjáls Verzlun 39

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.