Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1960, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.12.1960, Blaðsíða 18
Eg hafði dvalizt í Róm um þriggja vikna skeið, horft á Olympíuleika, þvælzt um fornhelgar rústir, skoðað hin glæstu söfn, og næstum verið bráðnaður úr hita, er Celsius nam við 42° markið. Ég var á heimleið, en hafði ákveðið að leggja lykkju á leið mína, koma við í Vín og dveljast þar í nokkra daga. Lagt var af stað frá Róm um hádegi 14. sept. með Viscountvél frá Alitalia, hinu ágæta ítalska flugfélági. Fyrsti viðkomustaður vélarinnar var Feneyjar. Þaðan var haldið til Múnchen og komið til Vínar um kl. 20. Hafði ferðin tekið um sjö tíma með öllum biðum, en til gamans má geta þess, að ferðin frá London til Rómar hafði tekið mig 2 tíma í þotu frá Alitalia. Ég hafði tryggt mér herbergi í góðu hóteli í hjarta borgarinnar, og fór nú að svipast um í ná- grenninu, eftir að hafa snætt ágætan kveldverð í Cafe Mozart, en það kannast margir við, m. a. úr kvikmyndinni „The Third Man“, því að bygging sú kemur allmjög við sögu í myndinni. Leit ég í glugga hjá nokkrum leikhúsmiðasölum, því mig fýsti mjög að sjá, hvað fáanlegt væri af miðurn á sýningar Ríkisóperunnar (Staatsoper). Var ekki uppörvandi að sjá, hvað þar var útstillt, og ég fór að óttast, að ég kæmist ekki í þessa frægu óperu, en aðalerindi mitt í þessari fyrstu heimsókn rninni til Vínar, var einmitt að komast þangað! Úr þessu rættist þó, því að næstu daga tókst mér að ná í miða á allar sýningar Staatsoper, þau fimm kvöld, er ég dvaldist í Vín. Ekki þýðir að treysta hótelinu við slíkar miðaútveganir, og verða menn að eltast við hinar ýmsu miðasölur (Teater- karten) allan liðlangan daginn, ef þeir ætla að ná í miða í Staatsoper. Það erfiði er þó ríkulega endurgoldið, því að unaðslegri stundir en þær, er ég naut þessi fimm kvöld í Staatsoper, hefi ég ekki lifað. Fór þar 'allt saman, glæsilegt og fullkomið óperuhús, úrvalssöng- kraftar, afbragðshljómsveit, áheyrendur, er lifðu sig inn í hljómlistina og sköpuðu með tónlistarfólk- inu það andrúmsloft, sem orð fá eigi lýst. Viðfangsefnin þessi fimm kvöld voru: Aida, Fidelio, Grímudansleikurinn , André Chénier og ballettinn Rómeó og Júlía. Söngvararnir voru ekki af lakara taginu. Má þar 18 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.