Frjáls verslun - 01.12.1961, Qupperneq 4
ekki sé rétt að láta óbeina skatta taka að öllu
leyti við af beinum sköttum. Tekjuskattana
verðum við því að hafa áfram, og fáir eða engir
munu mótmæla, að þá beri að hafa stighækk-
andi á einstaklingum. En sú stighækkun verður
að vera innan skynsamlegra takmarka, og það
hefur hún ekki verið á Islandi síðustu áratug-
ina og er tæpast enn. Of mikil stighækkun
skattanna kemur í veg fyrir þann raunverulega
launamismun, sem vera þarf og rætt hefur verið
um hér að framan. Eða hversu miklu tapar
þjóðin ekki á því, þegar aflasæll skipstjóri situr
heima hluta af árinu, þar sem meiri vinna myndi
tákna lítið annað en hærri skatta? Síður aug-
ljós, en þó sennilega ennþá alvarlegri, eru hin
mörgu dæmi um þá, sem skattanna vegna stunda
alls konar „hokurbúskap“ í stað þess að vinna
hjá afkastamiklum fyrirtækjum. I þessu getur
verið fólgin ein aðalástæðan fyrir of hægfara
þróun í íslenzku efnahagslífi.
Erfðaf j órskattur
Hér að framan var vikið að mikilvægi eigna-
réttarins til að dreiía valdinu og til að tryggja
sem mest afköst manna. En jafnframt þarf að
taka frekari afstöðu til eignaréttarins, þegar
ræða skal um erfðafjárskatt. — Tekjuskatta
þarf að lækka frekar en gert hefur verið, einkum
stighækkun þeirra, og tolla þarf einnig að lækka
verulega á mörgum vöruflokkum. Tollana get-
ur þurft að lækka vegna Efnahagsbandalags
Evrópu, en jafnvel þó að við verðum utan við
það, þarf samt að lækka tolla, því að eins og
bent hefur verið á, er svo miklu smyglað af sum-
um vörutegundum, að til vandræða liorfir, og
einnig verka sumir hátollar sem verndartollar,
á þann hátt, sem aldrei hefur verið ætlazt til.
Vegna minni tekna gætu ríkið og sveitarfélög-
in að sjálfsögðu dregið úr starfsemi sinni, •—
einkum á þeim sviðum, þar sem einkaf.yrirtæki
geta tekið við, og hafa almenningshlutafélög
miklu hlutverki að gegna í þessu sambandi. En
lækkun tolla, og einnig skatta, þarf efalaust að
vera meiri en svo, að þetta myndi vega á móti,
og þá sýnist eðlilegt að aukinn tekjustofn yrði
einkum í formi hækkaðs erfðafjárskatts, sem
miðaðist við sem réttast mat eigna, hverjar sem
þær væru.
Erfðafjárskattur er ekki hár hér á landi, enda
er hann víða mun hærri, svo sem í Bretlandi.
I>egar ræða skal um allverulega hækkun erfða-
fjárskatts, þá verður mjög að hafa í huga hið
tvíþætta hlutverk eignaréttarins (þ. e. til af-
kastahvatningar og valddreifingar), sem rætt
hefur verið um hér að framan. Slíkur skattur
gerir „upptæka“ eign til handa hinu opinbera.
En háir tollar og mjög stighækkandi tekju-
skattar gera það í enn ríkara mæli. Og þegar
hækkun erfðafjárskatts á að koma í stað lækk-
unar tolla og tekjuskatta, þá sýnist ekki hægt
að mótmæla á þeim grundvelli, að um óeðlilega
eignaupptöku sé að ræða. A hinn bóginn þyrfti
að gera sérstakar ráðstafanir vegna tekjumissis
sveitarfélaganna, sem gætu hækkað fasteigna-
skattana um leið og útsvör lækkuðu.
Erfðafjárskattur yrði að sjálfsögðu alltaf hafð-
ur mishár eftir skyldleika erfingjanna við hinn
látna eða hina látnu. Og mikilvægt er, að mönn-
um gefist kostur á að losa fjármuni sína að
nokkru undan skattinum, með því að gefa eða
ánafna þá vissum stoínunum. í þessu sambandi
kemur Háskóli íslands einna fyrst í hugann. En
um slíkt þyrfti að setja nákvæmar reglur og má
eflaust mikið læra af löggjöf enskuinælandi
þjóða í þessu sambandi.
Með því að hafa skattinn, þrátt fyrir veru-
lega hækkun, tiltölulega langlægstan, ])egar um
arf nánustu skyldmenna er að ræða og með því
að hafa allfrjálst val manna um ráðstöfun veru-
legs hluta eigna sinna til vissra stofnana (sem
aftur mun leiða til minni þarfa þeirra fyrir opin-
bert fé), sýnist vel séð fyrir þeirri afkastahvatn-
ingu, sem í eignaréttinum felst. Og raunar all-
miklu betur en nú er með kerfi hinna háu, ört
stighækkandi tekjuskatta. Á hinn bóginn má
benda á, að það verður oft til lítils góðs, þegar
fjarskyldir ættingjar erfa verulega fjármuni. Það
er eins og með háu happdrættisvinningana, —
margir kunna lítt með þá að fara.
I þessu sambandi verður því þó ekki neitað,
að nánustu skyldmenni kunna oft ekki heldur
að fara með mikinn arf. Og í stað þess að auka
afköstin, þá dregur það úr afköstum margra, að
fá milda peninga í hendur. — Afköst þeirra, sem
afla fjármuna, eru á hinn bóginn í ílestum til-
fellum meiri vegna vitneskjunnar um, að af-
komendurnir munu njóta góðs af, eða þá að
hægt væri að ánafna meiru til þeirrar stofn-
unar, sem viðkomandi hefði sérstakan áhuga á.
Framh. á bls. 7
4
FRJÁLS VERZLUN