Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1961, Page 5

Frjáls verslun - 01.12.1961, Page 5
Sveinn Ásgeirsson, hagír.: Um verðlagshöft og frjcdsa álagningu Þau þáttaskil urðu í íslenzku viðskiptalífi eigi alls fyrir löngu, að verðlagsákvæðum var breytt í þá átt, að rýmkað var um þau. Var álagning gefin frjáls á allmörgum vöruflokkum, en leyfð hærri á sumum en verið hafði. Það hefur verið mikið deilt um gildi hámarks- verðs og verðlagseftirlits á síðustu árum, hér á landi sem annars staðar. Stefnubreyting ríkisvalds- ins í þessum efnum hérlendis hefur lítil orðið um langt árabil, enda þótt hún væri mikil og greinileg í flestum vestrænum löndum sl. áratug. En þessi íhaldssemi hér var orðin svo rótgróin og rammís- lenzk, að litlu máli skipti, hvaða flokkar fóru með völdin. Nú hefur orðið breyting á, en deilurnar um verðlagshöft og frjálsa álagningu eiga vaf.alaust eft- ir að verða háværar og hatrammar á næstunni. Og ég hygg, að það verði fremur en nokkru sinni fyrr stórar fylkingar tveggja grundvallarsjónarmiða, sem Ieiða saman hesta sína. Eitt mun þó verða nákvæmlega sameiginlegt með báðum þessum sjónarmiðum. Þau verða talin neyt- andanum fyrir beztu, bæði borin fram og fyrir þeim barizt hans vegna. Það verður aðeins hugsað um hann. Það verður eins og áður engin furða, þótt hinn almenni neytandi, sem ekki mun taka þátt í sinni eigin frelsisbaráttu, þar eð yfirdrifið verður af sjálfboðaliðum, verði ráðvilltur og rugl- aður, er svo margir gáfaðir og góðviljaðir menn leiða fram svo sannfærandi rök að því, að báðar leiðirnar stefni í senn til batnandi og lakari lífs- kjara eða á stríðsmáli: — velmegunar eða hruns. Hvort viltu heldur, vinur? í þessari grein mun ég drepa á nokkur atriði, sem máli skipta að mínum og margra dómi, er um hámarks- eða frjálsa álagningu er að ræða. Ég vil leitast við að leggja á þau hlutlaust mat, þ. e. hug- sjónalaust að öðru leyti en því, að ég vil sjálfum mér sem neytanda allt hið bezta. Hugtök og merldng Sannleikurinn er sá, að inn í umræður um þessi mál hafa fléttazt stjórnmálaskoðanir og pólitík, — sem ekki er hið sama — og þar með hlutu hugtök eins og verðlagshöft og -eftirlit, frjáls samkeppní, hámarksverð, frjáls verðmýndun, óhófleg álagning, verzlunargróði, sannvirði o. s. frv. að fá á sig þoku- kenndan blæ. Það fór eftir því, hver notaði þau, hvað þau áttu að tákna, ef þau voru þá ekki meira tilfinning en hugsun, og eins og svo mörg orð í munni ræðumanna fremur í ætt við hljómlist. eða baráttusöng en ákveðna merkingu. Það hefur oft verið bent réttilega á það, að verð- lagshöft og verðlagseftirlit væru stríðsfyrirbæri. Þess vegna ættu þau ekki við nema á tímum al- varlegs vöruskorts, sem stafaði af óviðráðanlegum ástæðum, ella yrðu þau til ills eins. Það er vissu- lega rétt, að verðlagsákvæði og -eftirlit á seinni tíma vísu eru tiltölulega nýr hlutur, en þar með er ekki sagt, að þau myndu ekki hafa verið al- menningi til hagsbóta á ýmsum tímum áður fyrr, jafnvel þótt tímar friðar og góðrar uppskeru hafi blessazt þjóðum. Það er vissulega fleira en stríð og hallæri, sem geta réttlætt og kallað á verðlags- höft eða setningu hámarksverðs af hálfu hins opin- bera. En það er svo með allar mannanna ráðstaf- anir, að þær geta valdið nýjum erfiðleikum í stað hinna, sem leystir voru, eða haft þveröfug áhrif við það, sem til var ætlazt. Að vera gagngert á móti verðhagseftirliti og verðlagshöftum er eins og að vera á móti einhverjum manni, hvað sem hann gerir eða segir. Og að vera fylgjandi setningu há- marksverðs af hálfu ríkisins sem allsherjar reglu PRJALS VERZnUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.