Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1961, Síða 6

Frjáls verslun - 01.12.1961, Síða 6
um verðlagningu er líkast vantrausti á andlegri heilbrigði ])jóðfélagsþegnanna. En hvort tveggja er mannlegt og furðu algengt. Inn og út —það er eitt og samt 1 hugum margra — og það er mjög eðlilegt hér á landi — táknar verðlagseftirlit og hámarksverð hið sama og lágt verð eða lægsta mögulega verð eða a. m. k. trygging gegn mun hærra verði en annars væri. Setningarnar, „að hert verði á verð- lagseftirliti" og „að tekið verði upp strangt verð- lagseftirlit“ hafa hljómað vel i margri stefnuskránni og fundarályktuninni. Þær og fleiri slíkar eru orðnar góðir kunningjar, sem engum koma á óvart.. Vegna ástandsins í efnahagsmálum þjóðarinnar töldu stjórnmálaflokkarnir ógerlegt að draga. úr verðlags- höftum að óbreyttu ástandi, og því var þessum „stríðsfyrirbærum“ lítt mótmælt heldur almennt lýst sem hinni einu vörn almennings. Meira var deilt um, hverjir væru hinir réttu til að halda henni uppi. En það getur orðið erfitt að berja það úr höfðinu á mönnum, sem lengi og vel hefur verið barið inn. Þess vegna hefur það ekki reynzt álitlegt til vin- sælda meðal almennings að heita honum að leggja niður að meira eða minna leyti þau höft og boð og bönn, sem hingað til hafa átt að verja hann gegn óhóflegri álagningu. Og að snúa blaðinu við og reyna að sannfæra fólk um það, að ráðstafanir sem þær sem gerðar hafa verið því til góðs, geti orðið því til tjóns, haldið uppi verðlagi, en gæðum niðri, það hlaut að taka sinn tíma, áður en menn gætu fellt sig við það. Það er ekki svo ýkja langt síðan trúin á verðlagshöftin var almenn og einlæg hér á landi. Það má í því sambandi minna á hið undarlega ástand fyrir rúmum áratug, cr það miklar vörubirgðir voru fluttar inn í landið, að þjóðin hefði ekki þurft að líða neinn verulcgan skort á innfluttum vörum, — en vörurnar fengust bara hvergi í verzlunum. Það var margur búralegur í þá daga, og einhvern veginn dreifðust vörurnar undir yfirborðinu. En ekki varð þess vart, að verð- lagshöftum væri kennt um þetta að neinu marki. Mönnum var tamast að tala um gjaldeyri'sskort. En í stað þess að lækka gengið, var reynt að halda vísitölunni niðri, og til þess þurfti verðlags- höft, þótt þau létu vörurnar hverfa eins og sjón- hverfingamaður. Úr þessari sjálfheldu var erfitt að komast, meðan kaupgjald og vísitala voru bundin tryggðaböndum. Áxás og vöm En fullyrða má, að þeim liafi undanfarin ár mjög aukizt fylgi, sem mótfallnir eru orðnir verð lagshöftum almennt eða teknir mjög að efast um mátt þeirra. Kynni af ráðstöfunum annarra þjóða hafa eitthvað stuðlað að þessari breyttu afstöðu manna, og svo hitt, að mönnum dylst ekki, að hægt er að fara í kringum flestar óraunhæfar ráðstafanir og reglur, er stjórnarvöldin setja, og reyndar marg- ar raunhæfar líka. Því bæri sem mest að forðast hinar fyrri, og í þeim efnum er af nógu að taka hér á landi. Það er mikið gleðiefni, að tollalöggjöfin skuli hafa verið tekin til rækilegrar endurskoðunar, en hún hefur vart átt sinn líka í nokkru menn- ingarlandi, og verður hvorki fátækt né mannfæð um kennt né heldur hinni vítt rómuðu sérstöðu íslands í efnahagslegu tilliti. Það, sem alvarlegast er í þjóð- lífi okkar, er það, hve hávaðasöm og vægðarlaus stjórnmálabaráttan er og hefur verið, en afleiðingin er vantrú og tortryggni á ráðstafanir stjórnarvalda í efnahagsmálum, sem verða undantekningarlaust skoðaðar sem ,,árás“ á vissar stéttir eða hópa, sem hljóta því að svara með „vörn“ á viðeigandi liátt. Og alltaf skulu vera slíkar hættur á ferðinni, að þjóðin þurfi að mynda „órofa fylking“ til að bægja henni frá. Nú er mikið í húfi, þegar stefnubreyting er tekin, að það sannist, að hún sé rétt. Það má benda á fjölda mörg dæmi þess, hve hámarksverð og verð- lagshöft geta verið neytendum tvíeggjuð vörn, og hve truflandi áhrif þau geta haft á þjóðarframleiðsl- una, beint henni inn á óhagstæðar brautir og dregið úr hinum eðlilegu og nauðsynlegu víxláhrifum milli framleiðslu og neyzlu. Verðmeðvitund neytandans, ef svo má kalla, sljóvgast, þegar verðákvarðanir koma „að ofan“. Þá er ekkert við neinu að gera, þetta kostar þetta bara. Erlendis hafa stórfelldar verðlækkanir átt sér stað, hvað ýmsa vöruflokka snertir, sérstaklega þá sem áður voru í „lúxus“- flokki, á undanförnum árum, og hefur það mjög orðið til að styrkja rnenn í trúnni á mátt frjálsrar samkeppni og í vantrúnni á verðlagshöftum. Hér þarf hið sama að eiga sér stað. Vissulega þarf verð- lækkun alls ekki að byggjast á samkeppni, þótt hún fái þakkirnar fyrir það, en í hinu flókna efna- hagskerfi nútímans er þess ekki að vænta, að hinir verðugu fai avallt þakklæti almennings og hinir seku skömmina. En séu menn þeirrar skoðunar, að reglur og höft skuli sem minnst ráða gerðum manna í þjóðfélaginu, þau skuli aðeins setja af illri nauð- 6 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.