Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1961, Side 7

Frjáls verslun - 01.12.1961, Side 7
syn, þá verður með öllum ráðum að sjá til þess, að almenningur finni, að lífskjörin fari batnandi. Ekki til að blekkja, heldur til að forða því, að þróunin beinist aftur í átt til hafta og ófrelsis. Eftirlit skal samt Við lifum ekki á tímum Adams Smith, og menn mega því varast að nota slagorð frá hans tíma. Frjáls samkeppni hljómar vel, en henni eru víðar takmörk sett en af hálfu hins opinbera. Einstakling- ar geta oft hæglega komið í veg fyrir samkeppni og gera það óspart, sé það hægt, því að hver er sjálf- um sér næstur. Og það ískyggilega okkar vegna er það, að auðveldast er að koma í veg fyrir sam- keppni, þar sem fáir aðilar eiga hlut að máli. Ég tel einnig til dæmis kaupmannasamtökin það öflug, þótt margir aðilar eigi hlut að, að frjáls samkeppni, sem máli skipti, myndi vart geta átt sér stað, hvað almennar neyzluvörur snerti. Eigi kaupmenn því að verða aðnjótandi frjálsrar álagningar, verður almenningur að fá sem mesta tryggingu fyrir því, Frelsi og framfarir . . . Framh. af bls. 4 Hið síðarnefnda myndu ýmsir einnig nota sér að nokkru leyti, ef þeir sæju fram á, að nánustu ættingjar væru ekki menn til að hafa verulegt fé undir höndum. En að sjálfsögðu þyrfti lög- gjafinn að veita ættingjum töluverða vernd gegn miklum tuttlungum sumra einstaklinga. — Og með tilliti til dreifingar valdsins, skal enn lögð áherzla á nauðsyn eignaréttar og erfða, sem þó virðist mega vera með þeim takmörkunum, sem rætt hefur verið um hér að framan. Velferðarsjónarmiðin og afköstin Það er almennt viðurkennd skylda þjóðfélag- anna, að sjá sæmilega eða vel fyrir öllum sjúk- um og öldnum. En þessa skyldu verður að rækja af fullri skynsemi og með réttlætið eitt í huga, því að það er vissulega ekki réttlæti, þegar sum- ir einstaklingar koma sér undan þeim skyldum sinum, sem þeir eru færir um að gegna við sjálfa sig og þjóðfélagið, vegna löggjafar, sem komið hefur verið á í anda almennrar mannúðar. Lög okkar um almannatryggingar, og framkvæmd þeirra, þurfa efalaust endurskoðunar við, og þurfa raunar alltaf að vera í endurskoðun, til að samkeppnin sé raunverulega frjáls. Mjög strangt eftirlit verður því að liafa með því, að engar höml- ur séu settar innan þjóðfélagsins á það frelsi, sem á að vera grundvöllur verðmyndunarinnar. Verði brestur á þessu, ber hinu opinbera að taka í taum- ana, og verði ekki úr bætt, ber verðlagsyfirvöldum að setja hámarksverð. Slíkt er ill nauðsyn, en hún er viðurkennd af öllurn vestrænum þjóðum, sem búa eða reyna að búa við frjálsa samkeppni. Verð- lagsyfirvöld í einhverri mynd hljóta að verða til áfram, þótt verkefni þeirra breytist og verði fyrst og fremst í því fólgið að fylgjast með verðlagi og breytingum þess og tryggja það, svo sem unnt er, að fullt viðskiptafrelsi ríki. A móti þessu geta þeir sízt verið, sem ákafast berjast fyrir frjálsri sam- keppni, frjálsri álagningu. í þessu sambandi vildi ég einnig benda á hlutverk frjálsra og almennra sam- taka neytenda, sem óháð séu öllu nema sínum eig- in tilgangi: að vinna að hagsmunum neytenda. Þeg- ar allt kemur til alls, eru það einmitt hagsmunir þjóðarheildarinnar. aðlögunar við stöðugt brevttar aðstæður. Annað getur ekki samrýmzt kröfunni um hámarksaf- köst í þjóðfélaginu. Og sérstaka áherzlu þarf að leggja á að gefa öllum sjúkum og öldnum, sem vilja vinna, tækifæri til að starfa eitthvað við sitt hæfi. Þetta er mikilvægt bæði frá efnahags- legu og sálfræðilegu sjónarmiði. Húsnæðismálin þurfa sérstakrar athu.gunar við. þegar rætt er um almenna velferð. Hér á landi hefur sú stefna algjörlega orðið ríkiandi. að sem flestir eignuðust sitt eigið húsnæði, og stöndum við ef til vill fremst allra þjóða á þessu sviði. En opinber hjálp handa húsbvggjendum hefur áreiðanlega verið misnotuð af allmörgum. Ef fólk sækist eftir að fara í bragga til að kom- ast í bæjarbyggingar siðar, þá þarf hjálpin end- urskoðunar við. En þessi mál eru mjög erfið viðureignar, og það er ekki eingöngu vegna sjálfra þeirra, sem búa í óhæfu húsnæði, að því þarf að útrýma, heldur einnig vegna alls þjóð- félagsins. Þau eru æði mörg og erfið vandamálin. sem þarf að glíma við, en ef menn viðurkenna, að meginmarkmið heilbrigðra þjóðfélaga séu frelsi og framfarir öllum borgurum til handa, þá mun ágreiningurinn ekki vera svo ýkja mikill — und- ir niðri. (London í október 1001) FR.TÁLS VERZLUN 7

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.