Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1961, Page 14

Frjáls verslun - 01.12.1961, Page 14
Stjórninni var hins vegar ekki um það gefið að láta einkaaðila annast slíka gæzlu í sínu nafni og þótti það ekki heldur svara kostnaði að gera út gæzluskip sjálf, svo að ekkert varð úr framkvæmd- um. Henni virtist Janson líka gera langtum meira úr tapi því, sem kaupmenn hlytu af þessari laun- verzlun en ástæða gat verið til, og var það vitan- lega rétt. Deilur kaupmanna í Björgvin við tollstjórann þar Fyrr var á það minnzt, að kaupmönnum þeim, sem verzluðu á íslandi, var fyrst um sinn í tuttugu ár lofað tollfrelsi í löndum konungs á vörum þeim, er þeir flyttu til og frá íslandi. Voru þetta afar- mikil fríðindi, ekki hvað sízt þegar á það er litið, að um þetta leyti giltu enn í Danaveldi ákaflega margbrotin tollalög, sem voru verzluninni þar mikill fjötur um fót. Svo er að sjá sem sumir tollembættismenn hafi litið þetta tollfrelsi íslandskaupmanna heldur illu auga og þá einkum tollstjórinn í Björgvin, sem virðist hafa verið kaupmönnum þar, sem ráku verzlun á Islandi, ærið þungur í skauti og reynt að gera þeim tollfrelsisákvæðin eins gagnslítil og fram- ast mátti verða. Gekk því ekki á öðru en sífelldum kærum þessara kaupmanna til sölunefndar út af framferði tollstjórans, og reyndi nefndin eftir fremsta megni að tala máli þeirra við stjórnina, þar sem ekki væri aðeins um hagsmuni þessara kaupmanna að ræða, heldur fullt eins mikið um það að koma lögunum um hið nýja verzlunarfyrir- komulag á íslandi í framkvæmd. Kaupmenn þóttust þó ekki ná rétti sínum að neinu gagni, og töldu Janson og félagar hans erfið- leika þá, sem tollstjórinn olli þeim, meðal helztu orsaka þess, að þeir uppgáfust á fyrirtæki sínu á ísafirði. Sú fullyrðing nær þó engri átt, eins og nánar mun verða sýnt fram á, heldur héldu þeir þessu fram sér til afsökunar og til að vekja andúð sölunefndar á tollstjóranum, en nefndin bar fram- kvæmdir Björgvinjarmanna á íslandi mjög fyrir brjósti, eins og áður hefir komið fram. Altonamenn og Björgvinjarmenn hverfa fró ísafirði Af því, sem komið hefir fram hcr á undan um aðstöðu Jansons og félaga hans og fyrirtækis þeirra á ísafirði, virðist hiklaust mega ætla, að hún hafi verið góð í öllum meginatriðum. Hinar miklu bygg- ingarframkvæmdir þeirra á árunum 1787—91 sýna líka, að þeir hugðust þá reka þar verzlun og útgerð til frambúðar og horfðu ekki í kostnaðinn, að minnsta kosti ekki til að byrja með. Reyndar kvartar Janson, þegar árið 1790, yfir því í bréfi til sölunefndar hve útgjaldafrekt ]>etta fyrirtæki reynist þeim félögum og þeir verði að hætta við sumt af þeim framkvæmdum, sem Heideman hafi viljað ráðast í, svo sem smíði allstórrar bryggju á ísafirði og byggingu nokkurra húsa, sem hann hafi talið nauðsynlegt að koma upp. Kveður Janson sig og félaga sína iðra þess mjög að hafa byrjað nokkr- ar teljandi framkvæmdir á fslandi, því að annars hefði verið auðvelt fyrir þá hætta við allt saman, þegar það kom í Ijós við hve mikla erfiðleika var að etja. Það stingur þó allmikið í stúf við þessar kvart- anir, að Björgvinjarmenn héldu miklum byggingar- framkvæmdum áfram allt þetta ár og hið næsta, þótt vera megi, að það hafi að sumu leyti verið dugnaði Heidemans að þakka. Barlómur virðist annars hafa verið í tízku hjá kaupsýslumönnum þessa tíma, að minnsta kosti í öllum viðskiptum þeirra við stjórnina og aðra, sem máttu sín mikils, og á þann hátt reyndi Janson að fá aukna aðstoð hjá sölunefnd. Svo reyndum kaupsýslumönnum sem þeim félögum, hefir líka áreiðanlega verið ljóst, að það myndi taka nokkurn tíma að koma þessu fyrir- tæki á þann rekspöl, að það gæfi góðan arð, enda þótt markaður fyrir íslenzkar afurðir, einkum sjáv- arafurðir, væri harla góður, þegar þeir hófust handa á ísafirði. Upp úr 1792 urðu hins vegar breytingar á verzl- unaraðstæðunum með hinum langvinnu styrjöld- um, sem þá brutust út í Evrópu vegna frönsku stjúrnarbyltingarinnar. Og þó að styrjaldirnar hefðu yfirleitt hagstæð áhrif á verzlun og siglingar Dana- veldis, varð þetta að ýmsu leyti öfugt að því er varðaði íslenzku verzlunina. Sumir markaðir, sem íslenzkar vörur höfðu haft á ineginlandi Evrópu lokuðust, vegna þeirra miklu erfiðleika, sem styrj- aldirnar ollu öllum samgöngum. Þetta kom þó einkum hart niður á þeim íslandskaupmönnum, sem ekki höfðu nægan skipakost til að senda sjáv- arafurðirnar til Miðjarðarhafslanda, og á það við um flesta fyrrverandi starfsmenn konungsverzlun- arinnar, sem gerzt höfðu kaupmenn á íslandi, þar eð þeir voru yfirleitt fátækir menn. Að þessu leyti var aðstaða Altonamanna og Björgvinjarmanna öll önnur. Þeir höfðu næg skip, 14 FR.IÁUS VEHZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.