Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1961, Blaðsíða 15

Frjáls verslun - 01.12.1961, Blaðsíða 15
en bauðst nú miklu arðvænlegri atvinna fyrir þau en síglingarnar til íslands, vegna hinnar miklu eftirspurnar styrjaldarþjóðanna eftir skipum hlut- lausra þjóða til alls konar flutninga og mjög hárra flutningsgjalda, sem í boði voru. Við þessar að- stæður sáu þeir sér mestan liag í því að losa sig við útibú sín á Islandi, jafnvel þótt þeir yrðu að selja þau fyrir lágt verð. Þannig hættu Altona- menn verzlun sinni á ísafirði árið 1794, og sama er að segja um þá kaupmenn frá sömu borg, sem rekið höfðu verzlun í Grundarfirði og Hafnarfirði. Janson og félagar hans áttu þá kost á því að ná undir sig allri verzlun á ísafirði, en þrátt fyrir það og þann kostnað, sem þeir höfðu lagt í til að koma sér þar fyrir, kusu þeir heldur að hverfa á brott. Lagðist verzlun þeirra og útgerð næstum því alveg niður árið 1794, og árið eftir seldu þeir þessar eignir sínar Ólaf Thorlacíusi kaupmanni á Bíldu- dal, sem rak verzlun í félagi við stórkaupmennina Andresen & Schmidt í Kaupmannahöfn. Við eignum Altonamanna á ísafirði tók hins veg- ar J. L. Busch, sem fyrrum hafði verið kaupmaður konungsverzlunarinnar þar og rekið verzlun á Beru- firði frá 1788. Var Busch þessi alllengi síðan einn af umsvifamestu kaupmönnunum í verzhininni á íslandi. í félagi með honum um ísafjarðarverzlun var maður að nafni Henrik Kristján Paus, sem einn- ig hafði áður starfað við konungsverzlunina á ís- landi. Orlög Heidemcms Hér að framan hefir nokkuð verið getið um verzl- unarstjóra þeirra Björgvinjarmanna, Ernst Matt- hías Heideman. Enginn vafi er á ]>ví, að hinar umsvifamikln framkvæmdir Jansons og félaga hans á Isafirði og í Bolungarvík voru að nokkru leyti að þakka dugnaði ITeidemans og því trausti, sem þeir báru til lians. Virðist stjórn fyrirtækisins hafa farið honum vel úr hendi og honum því á engan liátt um að kenna, að það stöðvaðist. Húsbændur lians gáfu honum líka mjög góð meðmæli, er hann liætti störfum hjá þeim. Aður hefir verið sagt frá því, að sambúð Heide- mans við Tliiele, starfsbróður lians á ísafirði, hafi gengið mjög erfiðlega, en sýnt fram á, að Thiele hafi átt mesta sök á því. Ekki verður annað séð en Heideman hafi yfirleitt samið vel við íslendinga, og hefur sambúðin við þá sjálfsagt verið honum auðveldari vegna þess að hann kvæntist íslenzkri konu. Honum og landsmönnum mun helzt liafa Sölubúð Björgvinjarmanna á ísafirói, byggð 1789. 11X15 álnir í grunnflöt borið það á rnilli, að hann reyndi eitthvað að hindra viðskipti þeirra við erlenda fiskimenn og svo hitt, að hann setti út á meðferð þeirra á fiskinum. En þessi tvö atriði voru annars eitt af algengustu deilu- efnunum milli íslendinga og kaupmanna. Heideman fluttist ekki af landi burt, er liann fór úr þjónustu Jansons og félaga hans, en settist að í Grundarfirði, þar sem hann keypti verzlunarhús af kaupmanni einum í Altona, sem hafði haft útibú þar síðan 1788, en hætti nú þeirri verzlun. Hóf Heideman verzlunarrekstur í Grundarfirði árið 179ö og fékk til þess lán hjá sölunefnd. Auk |>ess var liann í félagi við stórkaupmennina Andresen & Schmidt, sem fyrr voru nefndir, og blómgaðist verzlun hans vel næstu árin að því er bezt verður séð. En í október árið 1800 lét hann í haf á skipi sínu og hélt áleiðis til Kaupmannahafnar, en skipið kom hvergi fram og spurðist aldrei til þess síðan. Eftir það hélt ekkja hans verzluninni áfram um tíma með tilstyrk þeirra Andresen & Schmidt. Verzlunaraðstæður Danaveldis og íslenzka verzlunin Framkvæmdir þær og atvinnurekstur, sem Björg- PRJALS VERZLUN 15

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.