Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1961, Page 19

Frjáls verslun - 01.12.1961, Page 19
samtök þeirra geta stuðlað að aukinni framleiðni með bættu fyrirkomulagi á vinnustöðum, með því að taka upp ákvæðisvinnu og á margvíslegan ann- an hátt. Hluti þess ávinnings, sem af þessu ieiðir, fellur launþegum í skaut í hækkuðum tekjum, og það er einmitt eitt meginhlutverk launþegasamtak- anna að gæta þess, að þessi hluti verði ckki of lítill. En með því að stuðla að aukinni framleiðni ern launþegar ekki aðeins að bæta sinn hag. Þeir eru jafnframt að stuðla að velgengni alls þjóðfélagsins, því að hluti framleiðniaukningarinnar kemur fram í lækkuðu vöruverði og auknum vörugæðum, auk þess sem aukin velmegun launþega hefur margvís- þegar afleiðingar öðrum til hagsbóta. A verðbólgutímum horfir málið öðruvísi við. Þá er auðvelt að fá framgengt. miklum launahækkunum án þess að um jafnhliða aukningu framleiðni sé að ræða. Forystumenn samtakanna geta státað af launahækkunum, sem fengizt hafa með litlum eða engum fórnum. Áhugi á að skila góðri vinnu dvín eftir því sem tengslin á milli launa og gæða vinnunnar minnka. Það er ekki fyrr en eftir langan tíma, að launþegarnir sjálfir og forystumenn þeirra smátt og smátt uppgötva, að þær kjarabætur, sem verðbólgan í fyrstu virtist færa, var aðeins stund- arhagnaður, sem byggðist á því, að aðrar stéttir þjóðfélagsins, eða jafnvel önnur launþegasamtök, voru ekki nógu viðbragðsfljót í upphafi. En á með- an launþegar og samtök þeirra einbeita sér að launahækkunum verðbólgunnar, er æ minna hirt um aukningu framleiðninnar, sem er þó sá grund- völlur, sem varanlegar kjarabætur hljóta að byggj- ast á. Skynsamur neytandi ráðstafar fé sínu af kost- gæfni. Hann festir aðeins kaup á þeim hlutum, sem hann telur sig hafa raunverulega þörf fyrir, og at- hugar verð og gæði gaumgæfilega áður en hann gerir kaupin. Hann sparar hluta af tekjum sínum bæði til þess að skapa sér fjárhagslegt öryggi og til þess að verja þcim til sérstakra þarfa síðar meir. Hann forðast að safna skuldum, nema þá um skamman tíma og í hóflegum rnæli. Með slíku hátt- erni vinnur neytandinn ekki aðeins sjálfum sér gagn, heldur og öllu þjóðfélaginu. Aðgát lians um vöruverð og gæði knýr framleiðendur til að lækka kostnað við framleiðsluna og vanda hana betur. Sparnaður hans rennur til atvinnufyrirtækja eða opinberra aðila, annaðhvort beint eða fyrir milli- göngu banka og sparisjóða. Þar er sparnaðurinn hagnýttur til kaupa á atvinnutækjum eða til opin- berra framkvæmda, sem stuðla að aukinni fram- leiðslu eða auknum lífsþægindum. Verðbólgan breytir öllu þessu. Þá er ekki lengur aðalatriðið að kaupa það, sem bezt hentar á sem lægstu verði, lieldur að kaupa sem fyrst það, sem fáanlegt er, áður en það hækkar í verði eða hverf- ur af markaðnum. Sparnaður skapar ekki lengur fjárhagslegt öryggi, nema því aðeins, að honum sé jafnóðum beint til kaupa á föstum fjármunum, sem sparandinn sjálfur ræður yfir. Þannig knýr verð- bólgan neytandann til hátternis, sem er andstætt hagsmunum þjóðfélagsins og þar með að sjálfsögðu hans eigin hagsmunum, þegar dýpra er skyggnzt og yfir lengri tíma litið. En hvers krefst það þá, að ná framvindu án verð- bólgu? Það krefst í aðalatriðum þrenns: I fyrsta lagi skilnings almennings, forystumanna samtaka og stjórnmálamanna á skaðsemi verðbólgunnar; í öðru lagi nokkurs þroska samtaka og þjóðfélags- legra stofnana; og í þriðja lagi vissrar tækni á sviði peningamála, fjármála og launamála. Það er ein- mitt vegna þess, að þessi þrjú atriði eru nú æ víðar að verða til staðar, að horfur eru á því, að næstu tuttugu ár vcrði ekki verðbólguár á þann hátt, sem síðastliðin tuttugu ár hafa verið. Um fyrsta atriðið þarf ekki að fjölyrða. Skilning- urinn á skaðsemi verðbólgunnar er fyrst og fremst ávöxtur verðbólgunnar sjálfrar. Undanfarandi verð- bólgutímabil er orðið nógu langt til þess að færa mönnum heim sanninn í þessu efni. Þroski samtaka og þjóðfélagslegra stofnana bygg- ist að mestu á þeim tíma, sem liðinn er síðan þjóðir fengu sjálfsstjórn eða gengu í gegnum meiri háttar jijóðfélagslegar umbyltingar. Hann er því að sjálf- sögðu ærið misjafn í vcröldinni, en utan nýjustu ríkjanna í Afríku og Asíu er hann þó yfirleitt nógu mikill til þess að skapa grundvöll að árangursríku viðnámi gegn verðbólgunni. Að þessu stuðlar einnig sívaxandi alþjóðleg samvinna og vaxandi styrkur alþjóðlegra samtaka. Jafnframt því sem þjóðernis- stefnan nær fullum sigri með myndun hinna nýju þjóðríkja í Afríku og Asíu er hafið skeið alþjóð- legrar samvinnu og alþjóðlegra stofnana. Sú þróun hefur náð lengst í hinum grónu ríkjum Vestur- Evrópu og Norður-Ameríku, en hennar gætir einn- ig meir og meir í öðrum hlutum heims. En alþjóð- leg samvinna á sviði efnahagsmála felnr í sér sam- ræmingu á stefnu og aðgerðum, sem ekki næst nema með fastri stjórn þessara mála í hverju landi um sig. Jafnframt verða þær alþjóðlegu stofnanir, sem 10 FKJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.