Frjáls verslun - 01.12.1961, Side 23
Þór Guðjónsson, veiðimólastj.:
FISKELDI-
NÝ ATVINNUGREIN
Við lifum á tímum örrar þróunar. Svo að segja
daglega koma fram nýjungar á ýmsum sviðum
atvinnulífsins. Ef við íslendingar ætlum okkur í
framtíðinni að vera efnalega sjálfstæðir og lifa
menníngarlífi í landi okkar, er okkur nauðsynlegt
að fylgjast með nýjungunum, þegar þær koma fram,
og hagnýta þær í framleiðslu okkar. Ekki hvað sízt
verðum við að liafa vakandi auga með þeim nýjung-
um, sem leitt geta til nýbreytni í atvinnumálum
okkar og skapa aðstöðu til þess að taka upp nýjar
framleiðslugreinar.
Ný atvinnugrein, sem unnið er við að koma á fót
hér á landi, er laxfiskaeldi. Geysimiklar framfarir
í laxfiskaeldi erlendis svo og fjárhagsleg þróun síð-
asta hálfan annan áratuginn hefur aukið mögu-
leika okkar á að gera þessa atvinnugrein arðvæn-
lega. Sjálfsagt er að notfæra sér þær sérstöku að-
stæður, sem eru hér á landi til laxaeldis. Laxveiði
í sjó er bönnuð við ísland, og skapar það mögu-
leika fyrir þann, sem sleppir laxi af göngustærð í
á eða lætur hann ganga út úr laxabúi, að njóta
ávaxta iðju sinnar, þar sem laxinn fullþroska muni
koma þangað, sem honum var sleppt, án þess að
óviðkomandi aðilar taki þar stóran toll af á göngu-
leiðum hans í sjónum. Slíkur „tollur“ nemur í Nor-
egi um 85% af því, sem kemur aftur fullþroska af
seiðunum, sem sleppt er, en þar, eins og í öðrum
Evrópulöndum, fer mestur hluti laxveiða fram í sjó.
Við uppbyggingu á nýrri atvinnugrein er nauð-
synlegt að leysa af kostgæfni vandamál, sem á vegi
verða, því að mikilsvert er, að vel takist til. Styðj-
ast verður annars vegar við erlenda reynslu og
hins vegar verður að taka tillit til íslenzkra að-
stæðna. Nauðsynlegt er að ætla sér tíma við upp-
bygginguna og forðast flaustur. Um reynslu á sviði
fiskeldis, sem sækja verður til annarra landa, væri
fróðlegt að ræða ýtarlega, cn hér verður ekki rúm
til þess. Að þessu sinni verður að láta nægja að
FR.TÁLS VERZUIN
skýra frá nokkrum athyglisverðum atriðum fisk-
eldis, sem fram hafa komið í Bandaríkjunum. Síð-
an mun greint frá undirbúningi, sem nú er unnið
að hér á landi á vegum ríkisins, undir að koma
laxfiskaeldi á traustan grundvöll og stuðla að fram-
förum á því sviði.
Fiskeldi og fiskrækt í Bandaríkjunum
Bandaríkjamenn standa mjög framarlega í fisk-
rækt og eldi laxfiska. Er engin tilviljun, að svo er.
Þeir hafa nær aldarreynslu í þessum greinum, hafa
um 15 tegundir laxfiska og mikinn fjölda laxáa og
silungsvatna. Laxveiðar eru umfangsmikill og arð-
vænlegur atvinnuvegur og sportveiði er mikið
stunduð í sjó, ám og vötnum. Talið er, að 1960
hafi yfir 20 milljónir stangaveiðimanna veitt í
fersku vatni, en alls hafi um 45 millj. stangaveiði-
manna stundað veiði það ár. Hafa þeir að sjálf-
sögðu veitt af fleiri fisktegundum heldur en lax-
fiskum. Árið 1955 veiddu Bandaríkjamenn nær
70.000 tonn af laxi og mikið magn af silungi.
Ilið mikla veiðiálag á lax- og silungsstofnana
annars vegar og rafvirkjanir, áveitur, og vatns-
notkun til heimilisþarfa og iðnaðar hins vegar hafa
rýrt þá svo mjög, að víðtækra ráðstafana hefur
verið ])örf til ]>ess að hamla á möti öflunum, sem
eyða fiski og spilla lífsskilyrðum hans.
Eitt áhrifaríkasta ráðið til þess að viðhalda lax-
fiskunum hefur verið að klekja út hrognum og ala
seiðin upp í eldisstöðvum og sleppa þeim síðan
stálpuðum í ár og vötn. í Bandaríkjunum voru
587 eldisstöðvar í eigu hins opinbera árið 1958, og
framleiddu þær rúmlega 820 milljónir seiða, er
sleppt var í ár og vötn til viðhalds veiði, en veiði-
réttur er þar ríkiseign. Verulegur hluti þessara
seiða voru Iaxfiskaseiði.
Árið 1958 vörðu opinberir aðilar 17,6 milljónum
dollara, eða sem svarar tæplega 757 milljónum ís-
«3