Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1961, Blaðsíða 30

Frjáls verslun - 01.12.1961, Blaðsíða 30
þriggja ára fiskar frá klakárinu 1952 voru tilbúnir að lirygna í annað sinn, voru þeir 59,9 sm að lengd og vógu 3004 gr. að meðaltali. Eftir 26 ára kyn- bótastarf höfðu tveggja ára silungarnir fimmfalt fleiri hrogn en forfeður ]>eirra höfðu 4 ára 1932. Við aðra hrygningu þriggja ára fiska var hrogna- fjöldinn 10.000. Stærsti þriggja ára regnbogasilung- urinn 1958 var 71,8 sm á lengd, vóg 6,6 kg og hafði 16.838 hrogn. Árangurinn af kynbótunum hefur m. a. komið fram í því, að hrognafjöldinn hefur tuttugu og fimmfaldazt hjá fjögra ára hrygnu á nefndu tímabili. Þegar hrygna hefur náð 5 ára aldri gætu afkomendur hennar farið fram úr 56.750 kg að þyngd, ef þeir lifðu allir, og j)ó væri enginn þeirra yfir þriggja ára. Rákasilungi víxlað Jafnframt kynbótatilraununum með regnbogasil- ung vann Donaldson, prófessor, að kynbótum á rákasilungi, „Cutthroat trout“, en hann er nefndur svo vegna ráka eða strika ncðan á neðra skolti sitt hvorum megin. Rákasilungur er útbreiddúr vestan Kóngslax að synda milli hólfa í laxastiganum, sem liggur upp í Tilraunaeldisstöð Fiskifræðideildar Washingtonháskóla í Seattle Klettafjalla frá Mexíco norður til Alaska. Hann hefur lítið verið fluttur í ný heimkynni samanborið við regnbogasilung og er því mun rninna þekktur en hann utan hins náttúrlega útbreiðslusvæðis síns. Kvnbættur rákasilungur var 1953—1955 blandaður villtum stofni rákasilungs frá Whatcomvatni til þess að fá fram blendingsþrótt. Voru kynblending- arnir síðan aldir upp í tilraunastöðinni, og var fylgzt með þeim þar. Vaxtarhraði og veiðimagn kvnbætta rákasilungsstofnsins, AVhatcom-stofnsins og kyn- blendinganna var borið saman. Rúmlega 26 þús- und silungum var sleppt á árunum 1954—55 í Echovatn til ])ess að fá samanburð á því, hvernig hinir einstöku stofnar spjöruðu sig í náttúrunni. Kynbætti stofninn óx jafnan mest, en kvnblend- ingarnir voru Iiarðgerðastir, og veiddist mest af þeim. Eru niðurstöðurnar hinar mnrkverðustu. Þær sýna, að lieppilegast er að nota kvnblendinga til þess að sleppa í vötn með miklu veiðiálagi. Laxakynbætur Árið 1949 hóf Donaldson kvnbætur á kóngslaxi með sama markmiði og regnbogasilungi áður. Kóngslaxastofninn, sem hann byrjaði að kynbæta, var 4 ára, þegar hann kom úr sjó kynþroska, og gekk 0,1% af honum aftur u])[) í eldistjarnir Til- raunastöðvar Fiskifræðideildarinnar. Flestir lax- anna, sem upp komust, voru veiddir á leið þeirra til eldisstöðvarinnar. Árið 1955 komu nokkrir kóngs- laxar aftur þriggja ára, og hafa síðan þriggja ára fiskar verið notaðir til undaneldis. Afkomendur ])riggja ára laxanna frá 1955 uxu örar og komust betur af í sjónum heldur en kóngslaxastofninn, sem kynbótatilraunirnar hófust með 1949. Gengu 30 sinnum fleiri kóngslaxar frá árganginum 1955 upp í eldistjarnirnar heldur en af laxinum, sem sleppt var 1949. Kynbætur á kóngslaxi eru ný- hafnar og eru niðurstöðurnar, sem þegar hafa feng- izt, mjög athyglisverðar og gefa vonir urn, að mikils megi vænta af laxakynbótum í framtíðinni. Átthagavísi silfurlaxins Við tilraunaeldisstöðvar eru jafnan skilyrði til þess að gera margháttaðar tilraunir og rannsóknir. Hefur þetta sannazt við Tilraunaeldisstöð Fiski- fræðideildarinnar. Frá einni slíkri tilraun skal greint hér. Eru niðurstöður hennar mikilvægar fyrir fiski- rækt. í janúar 1952 voru nálega 72.000 stálpuð silfur- laxaseiði flutt frá Sooseldisstöðinni í Washington- 20 FR.TÁns VERZnUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.