Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1961, Síða 33

Frjáls verslun - 01.12.1961, Síða 33
Magnús Kjaran: Islenzk tímarit til síðustu aldamóta Engar bókmenntir eru jafngóð spegilmynd af J)jóðinni í lok 18. aldar og alla 1!). öldina eins og tímaritin. Og engar bókmenntir hafa haft jafn- mikil áhrif á J)jóðina á þessum tíma og þau. Það er Jjví æði lærdómsríkt að kynna sér þau gaum- gæfilega. Sjá hvernig beztu menn á hverjum tíma standa að J)eim. Sjá hin ólíku áliugamál þeirra. Sjá hvað hverjum finnst mest aðkallandi. Og sjá, að öll J)au merkustu eiga upptök sín meðal íslend- inga í Kaupmannahöfn. En það er ofur skiljanlegt. í fjarlægðinni, og í samanburði við annað, sjá þeir betur, hvar skórinn kreppir. í Kaupmannahöfn eru menntamennirnir saman- komnir á einum stað, ungir og áhugafullir, og þar hafa þeir tækifæri til að bera saman bækur sínar, skiptast á skoðunum og ræða áhugamál sín, og hafa betri aðstöðu til að hrinda þeim í framkvæmd en í strjálbýlinu hér heima og samgönguleysinu. En tímaritin eru ekki aðeins spegilmynd af J)jóð- inni. Það eru þau, sem vekja hana fyrst og fremst af hinum langa dvala sinnuleysis og kúgunar, bæði í verklegum og andlegum efnum. Við eigum J)ví tímaritunum mikið upp að unna, og þótt tímarnir séu nú æði mikið breyttir, hafa þau enn sitt vcrk að vinna á liinum ýmsu sviðum J)jóðfélagsins, enda er nú vart sú stétt til, að hún hafi ekki málgagn — sitt tímarit. Islandske Maaneds Tidender Það má telja táknrænt fyrir 18. öldina, að fyrsta tímaritið, sem gefið er út á íslandi, skuli vera á dönsku: Islandske Maaneds Tidender, er Magnús Ketilsson gaf út í þrjú ár og prentað cr í Iírappsey 1773—76. En þótt Reykjavík væri hálf-danskur bær J)á, er það líklega ekki fullnægjandi skýring. Þetta eru fréttir frá íslandi, sem sennilcga eru ætlaðar Dön- um og íslendingum í Danmörku. Hefur upplagið sjálfsagt verið mjög lítið, enda veit ég aðeins um eitt eintak til í einkaeign hér á landi og sárafá í öllum heiminum. Iiit þess íslenslca La;rdóms-Lista Félags Hinn 30. ágúst 1779 er haldinn í Kaupmannahöfn undirbúningsfundur að félagsstofnun, sem á stofn- fundi 16. desember sama ár, er lögin voru sam- þykkt, lilaut nafnið: Hið Islenska Eærdóms-Lista Félag. Aðalhvatamaður að stofnun J>ess var Olafur Ólafsson frá Frostastöðum í Skagafirði, síðar pró- fessor og stórj)ingsmaður á Kóngsbergi í Noregi. Hann fékk í lið með sér Jón Eiríksson, konferenz- ráð, og var hann fyrsti forseti félagsins, en Ólafur gjaldkeri þess. Af öðrum J)ekktum íslendingum, cr að félagsstofnuninni stóðu, má nefna: Bjarna Johnsen, rcktor Latínuskólans, Skúla Magnússon, landfógeta, séra Björn Halldórsson í Sauðlauksdal og Hálfdán Einarsson, rektor á Hólum. Lög félagsins, sem eru prentuð á skrifpappír á íslenzku og dönsku, eru mikill lagabálkur í 9 kapí- tulum og 83 greinum, byrja svo: 1. ka'pítuli 1. gr. Um tilgang félagsins og skyldur yfir höfuð. Það cr upphaf laga vorra, að það Lærdóms-Lista Félag, sem stiftað var og hafið af íslenskum stúd- entum í Kaupmannahöfn, ár eftir Guðs burð 1779, þann 30. ágúst mánaðar, standi og haldist um ald- ur og æfi hér við háskólann, hvar flestir eru vorir landsmenn að bóknámi. 2. gr. Sökum þess að félag þetta er stiftað til lærdóms- auka og góðra mennta framfara á föðurlandi voru íslandi, þá skal J>að, sem þess stiftara sáttmáli greinir, samhuga stund á leggja að viðhjálpa sér- FRJALS VERZLUN 29

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.