Frjáls verslun - 01.12.1961, Side 38
deildarinnar, að hún noti styrk þenna til útgáfu
tímarits, og var hún samþykkt á fundi 10. október
1880. Voru þessir menn kosnir í ritnefnd: Dr. Grím-
ur Thomsen, stúdent Jón Arnason og aðjunkt Bene-
dikt Gröndal.
Samkvæmt boðsbréfi skyldi tímaritið, að því er
stefnu þess snerti, vera líkt ritum hins ísl. Lær-
dóms-Lista-Félags. Vera vísindalegt og fræðandi
fyrir alþýðu og, til dæmis að taka, innihalda:
1. Ritgjörðir sögulegs efnis, en þó þó einkum er
snertir sögu íslands almennt og sérstaklega kúl-
túr sögu þess.
2. Ritgerðir búfræðilegs efnis.
3. Ritgerðir náttúrufræðilegs efnis.
4. Ritgerðir læknisfræðilegs, lögfræðilegs og nátt-
úrufræðilegs efnis, og skvldu þær ritgerðir vera
svo samdar, að alþýða geti haft gagn af þeim.
5. Æfisögur merkra manna.
6. Uppgötvanir nýjar.
7. Bókafregnir.
8. Kvæði.
Tímarit þetta kom svo út í 25 ár, eða frá 1880—
1904 að báðum þeim árum meðtöldum, og þykir
hið merkilegasta. Stafrófsskrá yfir efni og höfunda
í þessu tímariti í 21 ár, 1880—1900, samdi Jón
Ólafsson og kom hún út í Rcykjavík 1901 og kennir
þar margra grasa.
Verðandi
Arið 1882 kom út mjög snoturt og efnisgott rit,
er nefndist Verðandi. Með Verðanda hefst raun-
sæistímabilið á íslandi. Útgefendur voru Þeir Bertel
E. Ó. Þorleifsson, Einar Iíjörleifsson, Gestur Páls-
son og Hannes Hafstein.
Hefur þetta sýnilega átt að verða tímarit, en ekki
kom út nema þetta eina hefti. Er það mikill skaði,
er slíkir menn stóðu að því. Er það ekkert eins-
dæmi, að ágætir menn gefast upp við útgáfu tíma-
rita eflir eitt cða tvö ár og fjölmörg þeirra verða
mjög skammlíf. Svona var um Heimdal, mánaðar-
blað með myndum, sem kom aðeins út árið 1884
í Kaupmannahöfn. Útgefandi var Björn Bjarnar-
son cand. jur. Líkt var um fjölda annarra tímarita
og skulu nokkur þeirra talin hér síðar, eða í greinar-
lok.
Dýravinurinn
kom fyrst út 1885—1911 í Kaupmannahöfn, gefið
út af Dýraverndunarfélaginu danska, en íslenzkað
af Páli Briem að tilhlutun Tryggva Gunnarssonar.
Búnaðarritið
hóf göngu sína 1887 og kom út í 23 ár. Fyrsti
ritstjóri þess var Hermann Jónasson frá Þingeyrum.
Barnablaðið Æskan
byrjaði að koma út 1898. Fyrsti ritstjóri hennar
var Sig. Júl. Jóh., cand. phil.
Sunnanfari
Hóf göngu sína 1891. Mánaðarrit með myndum.
Útgefandi félag eitt í Kaupmannahöfn. Ábyrgðar-
maður Jón Þorkelsson. Næstu fjögur árin er ritstjóri
með honum Sigurður Hjörleifsson. Þá tekur Þor-
steinn Gíslason við ritstjórn. Aldamótaárið taka
við þeir Björn Jónsson og Einar Hjörleifsson. En
tíunda árgangi 1902 stýrir Björn Jónsson einn.
Blaðið kemur svo ekki út í 10 ár.
Árið 1912 er Sunnanfari endurvakinn, og þá er
hlutafélag i Reykjavík orðið eigandi hans, en rit-
stjórar þeir feðgar Guðbrandur Jónsson og dr. Jón
Þorkelsson, og gefa þeir hann út í þrjú. ár, eða til
1914.
Sunnanfari var að ýmsu leyti sérstætt og
skemmtilegt rit. Eiginlega undanfari Óðins, sem
líklega hefur ráðið niðurlögum hans og tók við af
honum.
Óðinn hóf göngu sína 1905 og kom út í 30 ár.
Nú er ekkcrt tímarit til hér á landi, sem gegnir
þeirra hlutverki, persónusögunni.
Nýjar lcvöldvölcur, undir stjórn hinna nýju eig-
enda, sem keyptu af Þorsteini M. Jónssyni, aug-
lýsa sig sem arftaka að hlutverki Óðins.
Eimreiðin
Síðasta tímaritið, sem stofnað var fyrir aldamót
og lifir enn, var Eimreiðin. Ilana stofnaði dr. Val-
týr Guðmundsson árið 1895 og gaf hana út í Kaup-
mannahöfn til ársins 1918, er hann seldi hana Ársæli
Árnasyni, en ritstjóri hennar varð Magnús Jónsson.
Árið 1923 seldi Ársæll Sveini Sigurðssyni Eimreið-
ina og var hann eigandi og ritstjóri hennar til árs-
loka 1955, er hann seldi hana nokkrum rithöfund-
um. Tók Guðmundur G. Hagalín þá við ritstjórn,
en nú stýrir Þóroddur Guðmundsson henni. Nýr
ritstjóri (og aðaleigandi) Ingólfur Kristjánsson, er
nú tekinn við Eimreiðinni frá áramótum 1959/60.
— Eimreiðin er nú 65 ára.
34
FRJÁI/S VERZLUN