Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1961, Síða 47

Frjáls verslun - 01.12.1961, Síða 47
menn teldu, að auðmýkt og skriðdýrsháttur lítil- sigldra manna gagnvart kúgurum sínum væri frá hundunum komin og einnig, að líta bæri niður á tryggð og vinfesti hjá mönnum sem dýrum, J)ó að hvort tveggja séu þetta höfuðkostir jafnt góðra drengja sem rakkanna, eins og vanþakklæti, brigð- mælgi og lauslyndi eru einkenni lítillar gerðar og lágkúrulegrar hugsunar. Ólafur pái sagði við Gunn- ar Hámundarson: „Hann mun og geyja að hverjum manni þeim, er hann veit að óvinur þinn er, en aldrei að vinum þínum, því að liann sér á hverjum manni, livort til þín er vel eða illa.“ Og sannleikurinn er sá, að huiulurinn gerir sér mikinn mannamun, finnur örugglega, hver er gerð manna og innræti. Ekki vildi ég hafa þurft að eiga mikið undir þeim mönnum, sem Víga föður míns, sem frá er sagt í bókinni Eg veit ekki betur, og nafna hans, sem við hjónin áttum, þegar við bjuggum í Fílabeinshöllinni, var uppsigað við, og það hefur hundurinn fram yfir margan manninn, að hann metur ekki einn eða neinn eftir auð, klæðn- aði eða fagurgala — og ekki einu sinni eftir því, hve vel honum er veitt, heldur af hverjum hug það er í té látið. Og eins og hundur er minn- ugur á allt gott, trölltryggur og fórnfús — og jafnvel fyrirgefur þeim mjög mikið, sem hann á gott upp að unna, eins er hann líka langrækinn á misgerðir við þá, sem hann hefur ekki haft af góð kynni, áður en ])eir gerðu af sér við hann. Ég hef þekkt hunda, sem mætt hafa meinlegum hrekk eða stríðni af hendi einhvers, meðan þeir voru lítils megnugir hvolpar og ekki fyrirgefið alla ævi, heldur sætt færi að ráðast að meingerðamanninum með oforsi, hvenær sem þeir hafa átt þess kost. „Einn ég treð með hundi og hesti,“ segir Jónas Hallgrímsson, og séra Matthías mælir svo í kvæð- inu um Jarp sinn: „Milli manns og hests og hunds hangir leyniþráður.” Fáuin þjóðum — og alls engum þeirra, sem talizt hafa menningarþjóðir, hefur hundurinn verið jafn- þarfur og íslendingum. Svo að segja hvert einasta heimili lifði meira eða minna á sauðfjárrækt allt frá dögum hinna fyrstu landnámsmanna og fram á seinasta fjórðung 19. aldar, og fjár- ins varð ekki gætt nema með hjálp hundsins. Þá var hann og íslendingnum frá hnokkanum, sem vakti yfir vellinum til gangnaforingjans og liins herta og kuldaþjálfaða beitarhúsaþjarks, ómetan- legur félagi og förunautur, og barg lífi fjármanna „Hann át það" og ferðalanga í hríðarbyljum vetrarins. Oft reynd- ust og íslenzkir rakkar góðir dýrhundar, og margir urðu eigendum sínum og nágrönnum þeirra bjarg- vættur bús og afkomu allrar, þá er þeir fundu hópa af fé, sem fennt hafði. Skáldið Þorgils gjallandi — eða Jón bóndi Stefánsson á Litlu-Strönd við Mý- vatn, skrifaði 1895 frásögn af hundi, sem Lappi hét. Hann var eign nafna skáldsins, Jóns Mar- teinssonar á Geirastöðum við Mývatn: „Hann var frekar vinnandi félagi húsbónda síns en hlaupagikkur,“ sagði skáldið, „og svo skapi far- inn, að naumast hefði liann tekið illri meðferð með jafnaðargeði.“ Hann var aðeins eins árs, þegar hann fann fyrstu kindina í yfirfenntri gjá, cn síðan fjölda fjár, og er frá því sagt að hann liafi borgið hálfu öðru hundraði kinda fyrir húsbónda sinn, en af frásögn- inni sést, að þessi eini hundur hefur bjargað enn fleira fé, og var það eign ýmissa bænda í Suður- og Norður-Þingeyjarsýslum. Fyrir einn bónda barg hann 54 og fyrir annan sextíu, og tala þessar tölur sínu ináli. Yfirleitt höfðu Islendingar mætur á hundum sín- um, en á þeim tímum, sem neyð var tíðum í búi hjá mörgum og langflestir ljfðu við nauman kost, má nærri geta, að hundunum liafi verið smátt skammtað og á mörgu heimili alls ekkert, nema hvað fjármenn og börn reyttu í þá af skammti sínum. Þess var svo ekki að vænta, að gerðar væru skipulagðar tilraunir um að vinsa úr þá hæfustu, þroska þá og þjálfa og velja nýja af sama stofni FRJÁLS VERZLUN 48

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.