Frjáls verslun - 01.12.1961, Side 49
ÚR GÖMLUM RITUM
FRAMFARIR III.
Þessi grein er framhald af greinimii i siðasla hefli, eflir Vestur-Islendinginn Friðrik
J. Berginann, }iar sein hann lýsir íslenzka þjóðlífinu um aldamótin síðustu. F'r |)etta
þriðja og síðasta greinin. í því, sem hér fer á eftir, er rælt um flokkaskiptinguna, skóla-
mál, bindindishreyfinguna, Ameríkuferðirnar, trúna ú framtíð Islands og afstöðuna til
Vestur-Islendinga.
Þótt ekki hafi verið stigin nein
stór spor áfrani í stjórnarbót
landsins á þessuni síðustu 25 ár-
um, er þó baráttan fyrir henni ef-
laust komin í vænlegra horf en
áður. Aldrei síðan á dögum Jóns
heitins Sigurðssonar hefir þjóðin
skilið eins vel og nú, hvað um er
verið að þrefa. Sést það bezt á því,
að nú er greinileg flokkaskifting
orðin út af pólitík landsins, bæði
á þingi og ntan þings. Svo er það
hvarvetna annarstaðar í heimin-
um. Á annan hátt virðist mönn-
unum ekki unt að heyja fram-
farabaráttu sína. Á síðasta þingi
stóðu tveir flokkar með ákveðna
stefnu hvor gagnvart öðrum og
nú fara fram kosningar lil þings
um land alt, sem skera úr, hvor
stefnan skuli verða ofan á á næstu
þingum. Framfaraflokkurinn vill
ganga að samningum, sem stjórn-
in hefur boðið, um að settur verði
sérstakur ráðgjafi fyrir ísland, er
beri fulla ábyrgð á allri stjórn
landsins gagnvart þingi og ])jóð.
Er ætlast til, að hann verði ís-
lendingur, sem gagnkunnugur sé
þörfum lands.ins og þjóðfélags-
ástandinu í heild sinni. Ilann á
að vera eins konar meðalgöngu-
maður og sáttamiðill milli þjóð-
viljans eða meiri hlutans á þingi
og stjórnarinnar. Þar næst vill
framfaraflokkurinn koma á öflugri
peningastofnun í landinu sjálfu,
sem fullnægja megi allri peninga-
þörf landsins. Og í þriðja lagi vill
hann tengja landið við umheim-
inn með því, að fá sæsíma lagðan
til landsins, til ómetanlegs gagns
fyrir verzlun þess og viðskiftalíf.
— Hinn flokkurinn hefir nú sem
stendur ekkert annað á stefnuskrá
sinni, eftir því, sem unt er að sjá,
en stórt nei við öllu þessu. Hann
vill ekkert af þessu aðhyllast og
berst á móti því með hnúum og
hnefum. Fyrir nokkru síðan barð-
ist hann undir forustu Benedikts
heitins Sveinssonar fyrir alinn-
lendri stjórn, íslenzkum jarli eða
landshöfðingja, er heima skyldi
eiga í Reykjavík og hafa íslenzkt
ráðaneyti. En nú heyrist ekkert
um það talað, — ekkert nema eitt
nei við öllu því, er framfara-
flokkurinn vill fá framgengt. Af-
stöðu flokkanna hvors gagnvart
öðrum skilja nú allir, sem á ann-
að borð nokkuð reyna að skilja.
Þess vegna virðist mér það stór
og mikil framför, að hugsanirnar
í þessu efni eru orðnar svo ljósar,
— skoðanirnar svona ákveðnar og
skilmerkilegar í stjórnarbaraáttu
landsins. Þær hafa verið svo
óákveðnar og þokukenndar frá því
Jón heitinn Sigurðsson féll frá, að
tornæmum mönnum, eins og þeim,
sem þetta ritar, hefir ekki verið
unt að átta sig á þeim. En nú cr
engin afsökun lengur fyrir neinn.
Mentunarástandið hefir verið
gjört að umtalsefni hér að fram-
an, þar sem minst hefir verið á
skólana, og ætla eg þar engu við
að bæta. Skólunum hefir fjölgað
stórkostlega. Nú eiga að vera ein-
ir 30 barnaskólar til á landinu og
eitthvað Iítið færra en 200 sveita-
kennarar. Stýrimannaskólinn í
Reykjavík var mjög nauðsynleg
stofnun, og er sagt að hann leysi
ætlunarverk sitt vel af hendi.
Kvennaskólarnir eru þrír og þó
raunar fjórir, að hússtjórnarskól-
anum meðtöldum, tveir í Reykja-
vík og tveir á Norðurlandi. Hin
yngri kynslóð hefir sjálfsagt meiri
þekking í almennum fræðum en
hin eldri, þótt sii þekking sé nokk-
uð í molum. En hvort hún hefir
fengið gleggri sjón á aðalatriðum
lífsins, traustari lund og fastari
lífsstefnu, — það er annað mál.
Sú andleg hreyfing, sem mest
hefir borið á í landinu um síðast-
liðin 12—15 ár, er bindindishreyf-
ingin. Með sívaxandi afli og áhuga
hefir bindindismálið verið rekið
af Good-templarafélaginu, sem
svo nefnist, og hefir ensk-amerísk-
an uppruna, eins og kunnugt er.
Önnur bindindisfélög eru einnig
mörg til í landinu, en á þeim ber
svo sem ekkert við hlið Good-
templarareglunnar. Aðalaðsetur
þess er höfuðstaður landsins og
þar er stórstúka þcss, sem heldur
þing annaðhvort ár. Undir henni
standa um 80 stúlkur víðs vegar
urn alt land og í þeim um fjórar
þúsundir manna. Hreyfingin er nú
komin um land alt, og fær hvar-
vetna meira og meira fylgi. Það
er einungis ein sýsla, sem hún hef-
ir enn ekki náð til, Strandasýsla;
þar er enn enginn „stúkubróðir“.
Árangurinn af þessu starfi er líka
orðin töluvert mikill. Miklu minna
FliJÁLS VERZLUN
45