Frjáls verslun - 01.12.1961, Side 52
n r
nn
,.Eq er fullkomin andstæða þessa þama.'
„Nonni vill fá að vita af hverju vitamín voru sett
í spínat og lýsi, cn ekki í kökur og brjóstsykur.“
★
„Mamma“, sagði Sigga litla, um leið og hún
horfði á litrík ský á björtu sumarkvöldi. „Mikið
hlýtur að vera fallegt í himnaríki úr því að rangan
á því er svona falleg.“
•k
Mamma: „Hvað er að sjá þig drengur? Skyrtan
þín er öll götug.“
Tommi: „Já, við vorum í búðarleik, og ég átti
að vera svissneskur ostur.“
★
Frúin: „Dóra, sópaðir þú á bak við hurðina?“
Stúlkan: „Já, frú, ég sópaði öllu á bak við hurð-
ina.“
★
„Hvað myiulir þú segja um mann, sem hefði ekki
einu sinni greitt hattinn, sem hann notar?“
„Ég myndi segja, að hann væri skuldum vafinn
upp fyrir haus.“
Bekknum hafði verið sagt að skrifa ritgerð um
veturinn, og ein hljóðaði á þessa leið: „A veturna
er mjög kalt. Margt gamalt fólk deyr á veturna,
og margir fuglar fara þá einnig til heitari staða.“
★
Kennarinn: „Jæja, Magnús; hvaða mánuður hef-
ur 28 daga?“
Maggi litli var búinn að gleyma því en eftir dá-
litla umhugsun sagði hann: „Allir mánuðirnir hafa
það.“
★
Eftir mikið erfiði lauk nemandinn að lokum við
prófverkefni sitt og skrifaði síðan eftirfarandi at-
hugasemd neðst á blaðið:
„Herra kennari, ef þér seljið blöðunum eitthvað
af prófsvörum mínum sem skrýtlur, þá vonast ég
eftir að fá helming af hagnaðinum.“
★
„Við eruin hætt við að selja húsið okkar. — Eftir
að við lásum lýsingu fasteignasalans á því sáum við,
að það er einmitt hús eins og við vorum að leita
að.“
„Viltu gcra mór einn greiða? Hættu að segia: „Hér erum
við núna." "
48
FR.TÁLS VEItZLUN